„Ég hefði viljað sjá þessar reglur öðruvísi“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. maí 2022 18:30 Bankastjóri Íslandsbanka segir að æskilegt hefði verið að girða fyrir kaup starfsmanna sem komu að útboði bankans á þessu ári. Verið sé að breyta reglum til að koma í veg fyrir slíkt. Hún segist ekki vita hvort starfsmenn hafi áður keypt hluti í útboðum sem þeir hafi á sama tíma sinnt. Ellefu ráðgjafafyrirtæki komu að sölu á fjórðungshlut ríkisins í Íslandsbanka í mars. Fyrirtækja-og verðbréfamiðlun Íslandsbanka var meðal þessara fyrirtækja en tveir starfsmenn þar keyptu hlutabréf í útboðinu, einn starfsmaður Íslandssjóða og fimm aðrir starfsmenn bankans. Fljótlega eftir hlutafjárútboðið kom fram gagnrýni á að eigendur og eða starfsmenn ráðgjafafyrirtækjanna hefðu líka keypt í útboðinu. Þá er Fjármálaeftirlitið að gera úttekt á kaupum söluaðila og hvernig þeir mátu fjárfesta hæfa. Segir forstjóra Bankasýslunnar fara með rangt mál Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslunnar sagði m.a. í fréttum að það væru miklir hagsmunaárekstrar og vonbrigði ef ráðgjafar hefðu keypt í útboðinu. Það myndi aldrei koma til greina á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka segir þetta ekki alls kostar rétt. „Það er er reyndar töluvert mismunandi eftir fjármálastofnunum bæði hérlendis og erlendis hvort söluráðgjafar mega taka þátt í útboðum sem þeir annast,“ segir hún. Birna segir að reglur bankans hafi leyft að starfsmenn keyptu í útboðinu þrátt fyrir að sjá á sama tíma um söluna á bankanum. „Samkvæmt reglum bankans var það heimilt, en þetta er nú til endurskoðunar en með ákveðnum skilyrðum. Ég hefði viljað sjá þessar reglur öðruvísi þegar við stóðum frammi fyrir þessu útboði á dögunum,“ segir hún. Birna segist ekki hafa upplýsingar um hvort að starfsmenn bankans hafi áður við umsjón í hlutafjárútboðum líka keypt í þeim útboðum. „Ég kannast ekki við nein dæmi um það, en örugglega er hægt að fara aftur í tímann og finna slík tilfelli,“ segir hún. Birna segir að þessu verði væntanlega breytt á stjórnarfundi bankans í júní. „Reglurnar verða stífari en líka skýrari þá hvernig undantekningar eru og þess háttar þannig að við förum yfir þær í heild sinni,“ segir hún. Bankasýslan hefur greitt bankanum að hluta fyrir ráðgjafastörfin Bankasýslan hefur gefið út að hún ætli að halda eftir þóknun til ráðgjafafyrirtækja þar til Fjármálaeftirlitið sé búið að rannsaka málið. Birna segir að það eigi við um þóknun Íslandsbanka að hluta til. Það er einhver upphafsgreiðsla sem hefur þegar átt sér stað og svo einhver greiðsla sem þeir vilja bíða með,“ segir hún að lokum. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðist? 24. apríl 2022 08:00 „Ef að einhverjir hafa brotið lög þá þarf að rannsaka það til hlítar“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að sala ríkisins á 22,5% hlut í Íslandsbanka hafi almennt gengið vel. Þó séu atriði við söluna sem þarf að rannsaka. 25. apríl 2022 22:09 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Ellefu ráðgjafafyrirtæki komu að sölu á fjórðungshlut ríkisins í Íslandsbanka í mars. Fyrirtækja-og verðbréfamiðlun Íslandsbanka var meðal þessara fyrirtækja en tveir starfsmenn þar keyptu hlutabréf í útboðinu, einn starfsmaður Íslandssjóða og fimm aðrir starfsmenn bankans. Fljótlega eftir hlutafjárútboðið kom fram gagnrýni á að eigendur og eða starfsmenn ráðgjafafyrirtækjanna hefðu líka keypt í útboðinu. Þá er Fjármálaeftirlitið að gera úttekt á kaupum söluaðila og hvernig þeir mátu fjárfesta hæfa. Segir forstjóra Bankasýslunnar fara með rangt mál Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslunnar sagði m.a. í fréttum að það væru miklir hagsmunaárekstrar og vonbrigði ef ráðgjafar hefðu keypt í útboðinu. Það myndi aldrei koma til greina á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka segir þetta ekki alls kostar rétt. „Það er er reyndar töluvert mismunandi eftir fjármálastofnunum bæði hérlendis og erlendis hvort söluráðgjafar mega taka þátt í útboðum sem þeir annast,“ segir hún. Birna segir að reglur bankans hafi leyft að starfsmenn keyptu í útboðinu þrátt fyrir að sjá á sama tíma um söluna á bankanum. „Samkvæmt reglum bankans var það heimilt, en þetta er nú til endurskoðunar en með ákveðnum skilyrðum. Ég hefði viljað sjá þessar reglur öðruvísi þegar við stóðum frammi fyrir þessu útboði á dögunum,“ segir hún. Birna segist ekki hafa upplýsingar um hvort að starfsmenn bankans hafi áður við umsjón í hlutafjárútboðum líka keypt í þeim útboðum. „Ég kannast ekki við nein dæmi um það, en örugglega er hægt að fara aftur í tímann og finna slík tilfelli,“ segir hún. Birna segir að þessu verði væntanlega breytt á stjórnarfundi bankans í júní. „Reglurnar verða stífari en líka skýrari þá hvernig undantekningar eru og þess háttar þannig að við förum yfir þær í heild sinni,“ segir hún. Bankasýslan hefur greitt bankanum að hluta fyrir ráðgjafastörfin Bankasýslan hefur gefið út að hún ætli að halda eftir þóknun til ráðgjafafyrirtækja þar til Fjármálaeftirlitið sé búið að rannsaka málið. Birna segir að það eigi við um þóknun Íslandsbanka að hluta til. Það er einhver upphafsgreiðsla sem hefur þegar átt sér stað og svo einhver greiðsla sem þeir vilja bíða með,“ segir hún að lokum.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðist? 24. apríl 2022 08:00 „Ef að einhverjir hafa brotið lög þá þarf að rannsaka það til hlítar“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að sala ríkisins á 22,5% hlut í Íslandsbanka hafi almennt gengið vel. Þó séu atriði við söluna sem þarf að rannsaka. 25. apríl 2022 22:09 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðist? 24. apríl 2022 08:00
„Ef að einhverjir hafa brotið lög þá þarf að rannsaka það til hlítar“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að sala ríkisins á 22,5% hlut í Íslandsbanka hafi almennt gengið vel. Þó séu atriði við söluna sem þarf að rannsaka. 25. apríl 2022 22:09