„Ég hefði viljað sjá þessar reglur öðruvísi“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. maí 2022 18:30 Bankastjóri Íslandsbanka segir að æskilegt hefði verið að girða fyrir kaup starfsmanna sem komu að útboði bankans á þessu ári. Verið sé að breyta reglum til að koma í veg fyrir slíkt. Hún segist ekki vita hvort starfsmenn hafi áður keypt hluti í útboðum sem þeir hafi á sama tíma sinnt. Ellefu ráðgjafafyrirtæki komu að sölu á fjórðungshlut ríkisins í Íslandsbanka í mars. Fyrirtækja-og verðbréfamiðlun Íslandsbanka var meðal þessara fyrirtækja en tveir starfsmenn þar keyptu hlutabréf í útboðinu, einn starfsmaður Íslandssjóða og fimm aðrir starfsmenn bankans. Fljótlega eftir hlutafjárútboðið kom fram gagnrýni á að eigendur og eða starfsmenn ráðgjafafyrirtækjanna hefðu líka keypt í útboðinu. Þá er Fjármálaeftirlitið að gera úttekt á kaupum söluaðila og hvernig þeir mátu fjárfesta hæfa. Segir forstjóra Bankasýslunnar fara með rangt mál Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslunnar sagði m.a. í fréttum að það væru miklir hagsmunaárekstrar og vonbrigði ef ráðgjafar hefðu keypt í útboðinu. Það myndi aldrei koma til greina á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka segir þetta ekki alls kostar rétt. „Það er er reyndar töluvert mismunandi eftir fjármálastofnunum bæði hérlendis og erlendis hvort söluráðgjafar mega taka þátt í útboðum sem þeir annast,“ segir hún. Birna segir að reglur bankans hafi leyft að starfsmenn keyptu í útboðinu þrátt fyrir að sjá á sama tíma um söluna á bankanum. „Samkvæmt reglum bankans var það heimilt, en þetta er nú til endurskoðunar en með ákveðnum skilyrðum. Ég hefði viljað sjá þessar reglur öðruvísi þegar við stóðum frammi fyrir þessu útboði á dögunum,“ segir hún. Birna segist ekki hafa upplýsingar um hvort að starfsmenn bankans hafi áður við umsjón í hlutafjárútboðum líka keypt í þeim útboðum. „Ég kannast ekki við nein dæmi um það, en örugglega er hægt að fara aftur í tímann og finna slík tilfelli,“ segir hún. Birna segir að þessu verði væntanlega breytt á stjórnarfundi bankans í júní. „Reglurnar verða stífari en líka skýrari þá hvernig undantekningar eru og þess háttar þannig að við förum yfir þær í heild sinni,“ segir hún. Bankasýslan hefur greitt bankanum að hluta fyrir ráðgjafastörfin Bankasýslan hefur gefið út að hún ætli að halda eftir þóknun til ráðgjafafyrirtækja þar til Fjármálaeftirlitið sé búið að rannsaka málið. Birna segir að það eigi við um þóknun Íslandsbanka að hluta til. Það er einhver upphafsgreiðsla sem hefur þegar átt sér stað og svo einhver greiðsla sem þeir vilja bíða með,“ segir hún að lokum. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðist? 24. apríl 2022 08:00 „Ef að einhverjir hafa brotið lög þá þarf að rannsaka það til hlítar“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að sala ríkisins á 22,5% hlut í Íslandsbanka hafi almennt gengið vel. Þó séu atriði við söluna sem þarf að rannsaka. 25. apríl 2022 22:09 Mest lesið Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Fleiri fréttir Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Sjá meira
Ellefu ráðgjafafyrirtæki komu að sölu á fjórðungshlut ríkisins í Íslandsbanka í mars. Fyrirtækja-og verðbréfamiðlun Íslandsbanka var meðal þessara fyrirtækja en tveir starfsmenn þar keyptu hlutabréf í útboðinu, einn starfsmaður Íslandssjóða og fimm aðrir starfsmenn bankans. Fljótlega eftir hlutafjárútboðið kom fram gagnrýni á að eigendur og eða starfsmenn ráðgjafafyrirtækjanna hefðu líka keypt í útboðinu. Þá er Fjármálaeftirlitið að gera úttekt á kaupum söluaðila og hvernig þeir mátu fjárfesta hæfa. Segir forstjóra Bankasýslunnar fara með rangt mál Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslunnar sagði m.a. í fréttum að það væru miklir hagsmunaárekstrar og vonbrigði ef ráðgjafar hefðu keypt í útboðinu. Það myndi aldrei koma til greina á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka segir þetta ekki alls kostar rétt. „Það er er reyndar töluvert mismunandi eftir fjármálastofnunum bæði hérlendis og erlendis hvort söluráðgjafar mega taka þátt í útboðum sem þeir annast,“ segir hún. Birna segir að reglur bankans hafi leyft að starfsmenn keyptu í útboðinu þrátt fyrir að sjá á sama tíma um söluna á bankanum. „Samkvæmt reglum bankans var það heimilt, en þetta er nú til endurskoðunar en með ákveðnum skilyrðum. Ég hefði viljað sjá þessar reglur öðruvísi þegar við stóðum frammi fyrir þessu útboði á dögunum,“ segir hún. Birna segist ekki hafa upplýsingar um hvort að starfsmenn bankans hafi áður við umsjón í hlutafjárútboðum líka keypt í þeim útboðum. „Ég kannast ekki við nein dæmi um það, en örugglega er hægt að fara aftur í tímann og finna slík tilfelli,“ segir hún. Birna segir að þessu verði væntanlega breytt á stjórnarfundi bankans í júní. „Reglurnar verða stífari en líka skýrari þá hvernig undantekningar eru og þess háttar þannig að við förum yfir þær í heild sinni,“ segir hún. Bankasýslan hefur greitt bankanum að hluta fyrir ráðgjafastörfin Bankasýslan hefur gefið út að hún ætli að halda eftir þóknun til ráðgjafafyrirtækja þar til Fjármálaeftirlitið sé búið að rannsaka málið. Birna segir að það eigi við um þóknun Íslandsbanka að hluta til. Það er einhver upphafsgreiðsla sem hefur þegar átt sér stað og svo einhver greiðsla sem þeir vilja bíða með,“ segir hún að lokum.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðist? 24. apríl 2022 08:00 „Ef að einhverjir hafa brotið lög þá þarf að rannsaka það til hlítar“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að sala ríkisins á 22,5% hlut í Íslandsbanka hafi almennt gengið vel. Þó séu atriði við söluna sem þarf að rannsaka. 25. apríl 2022 22:09 Mest lesið Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Fleiri fréttir Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Sjá meira
Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðist? 24. apríl 2022 08:00
„Ef að einhverjir hafa brotið lög þá þarf að rannsaka það til hlítar“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að sala ríkisins á 22,5% hlut í Íslandsbanka hafi almennt gengið vel. Þó séu atriði við söluna sem þarf að rannsaka. 25. apríl 2022 22:09