Kærasta handtekna blaðamannsins dæmd í sex ára fangelsi í Hvíta-Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 6. maí 2022 11:53 Mótmælandi við hvítrússneska sendiráðið í Riga í Lettlandi heldur á teiknuðum myndum af Róman Prótasevits og Sofiu Sapega. Vísir/EPA Sofia Sapega, kærasta hvítrússneska blaðamannsins Romans Prótasevits, var dæmd í sex ára fangelsi fyrir að ala á „samfélagslegu hatri“ í heimalandi sínu í gær. Heimsathygli vakti þegar hvítrússnesk stjórnvöld neyddi farþegaflugvél sem parið var farþegar í til að lenda í fyrra. Sapega er 24 ára gömul. Hún var um borð í flugvél Ryanair sem var á leið frá Aþenu í Grikklandi til Vilníusar í Litháen þegar hvítrússnesk flugmálayfirvöld skipuðu vélinni að lenda í Minsk. Báru þau fyrir sig sprengjuhótun sem reyndist uppspuni. Sapega og Prótasevtis voru handtekin þegar vélin lenti. Vestræn ríki fordæmdu aðfarir Hvítrússa og beittu þá hertum refsiaðgerðum í kjölfarið. Sviatlana Tsikhanouskaja, leiðtogi hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar sem er í útlegð, harmar fangelsisdóminn yfir Sapega. „Enginn ætti að þjást undir einræðisríki,“ sagði hún á Twitter í dag. Sapega er rússneskur ríkisborgari. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlarstjórnar, sagði að Sapega fengi aðstoð en neitaði að fella dóma um hvort að dómurinn yfir henni væri réttlátur. Enn hefur ekki verið rétta yfir Prótasevits. Reuters-fréttastofan segir ekki ljóst hversu langt rannsókn hvítrússneskra yfirvalda á honum sé komin. Prótasevits flúði landið árið 2019 en hann tók meðal annars þátt í að skipuleggja fjöldamótmæli í heimalandinu eftir kosningar árið 2020 þar sem Alexander Lúkasjenka forseti lýsti sjálfan sig sigurvegara þrátt fyrir ásakanir um stórfelld svik. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega. 14. júní 2021 16:21 Sögðu áhöfninni að lenda áður en hótunin barst Flugumferðarstjórar í Minsk sögðu áhöfn flugvélar RyanAir að snúa flugvélinni við og lenda í borginni vegna meintrar sprengjuhótunar, áður en hótunin sjálf barst. Um hálftíma eftir að flugstjóranum var sagt að snúa flugvélinni barst tölvupóstur til nokkurra flugvalla þar sem hótað var að sprengja flugvélina í loft upp yfir Vilníus. 27. maí 2021 10:59 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Sapega er 24 ára gömul. Hún var um borð í flugvél Ryanair sem var á leið frá Aþenu í Grikklandi til Vilníusar í Litháen þegar hvítrússnesk flugmálayfirvöld skipuðu vélinni að lenda í Minsk. Báru þau fyrir sig sprengjuhótun sem reyndist uppspuni. Sapega og Prótasevtis voru handtekin þegar vélin lenti. Vestræn ríki fordæmdu aðfarir Hvítrússa og beittu þá hertum refsiaðgerðum í kjölfarið. Sviatlana Tsikhanouskaja, leiðtogi hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar sem er í útlegð, harmar fangelsisdóminn yfir Sapega. „Enginn ætti að þjást undir einræðisríki,“ sagði hún á Twitter í dag. Sapega er rússneskur ríkisborgari. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlarstjórnar, sagði að Sapega fengi aðstoð en neitaði að fella dóma um hvort að dómurinn yfir henni væri réttlátur. Enn hefur ekki verið rétta yfir Prótasevits. Reuters-fréttastofan segir ekki ljóst hversu langt rannsókn hvítrússneskra yfirvalda á honum sé komin. Prótasevits flúði landið árið 2019 en hann tók meðal annars þátt í að skipuleggja fjöldamótmæli í heimalandinu eftir kosningar árið 2020 þar sem Alexander Lúkasjenka forseti lýsti sjálfan sig sigurvegara þrátt fyrir ásakanir um stórfelld svik.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega. 14. júní 2021 16:21 Sögðu áhöfninni að lenda áður en hótunin barst Flugumferðarstjórar í Minsk sögðu áhöfn flugvélar RyanAir að snúa flugvélinni við og lenda í borginni vegna meintrar sprengjuhótunar, áður en hótunin sjálf barst. Um hálftíma eftir að flugstjóranum var sagt að snúa flugvélinni barst tölvupóstur til nokkurra flugvalla þar sem hótað var að sprengja flugvélina í loft upp yfir Vilníus. 27. maí 2021 10:59 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega. 14. júní 2021 16:21
Sögðu áhöfninni að lenda áður en hótunin barst Flugumferðarstjórar í Minsk sögðu áhöfn flugvélar RyanAir að snúa flugvélinni við og lenda í borginni vegna meintrar sprengjuhótunar, áður en hótunin sjálf barst. Um hálftíma eftir að flugstjóranum var sagt að snúa flugvélinni barst tölvupóstur til nokkurra flugvalla þar sem hótað var að sprengja flugvélina í loft upp yfir Vilníus. 27. maí 2021 10:59