Vaktin: Gagnárásir Úkraínumanna við Kharkiv verða sífellt umfangsmeiri Hólmfríður Gísladóttir, Tryggvi Páll Tryggvason, Eiður Þór Árnason og Samúel Karl Ólason skrifa 6. maí 2022 06:31 Frá víglínunum í Austur-Úkraínu. Getty/Narciso Contreras Evrópusambandið hyggst bæta Alina Kabaevu, fyrrverandi fimleikastjörnu, á lista yfir þá einstaklinga sem sæta refsiaðgerðum en hún er sögð vera kærasta Vladimir Pútíns Rússlandsforseta. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Háttsettur rússneskur þingmaður sagði í dag að Rússar myndu vera að eilífu í Suður-Úkraínu. Þetta sagði Andrei Turchak er hann heimsótti borgina Kherson í Úkraínu en hún er í haldi Rússa. Auk Kabaevu verður patríarkanum Kirill, leiðtoga rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, einnig bætt á listann en hann hefur verið einarður í stuðningi sínum við Pútín og innrásina. Úkraínumenn segja Rússa hafa í hyggju að setja á svið hátíðarhöld í Maríupól 9. maí næstkomandi, þegar Rússar fagna sigrinum yfir nasistum í seinni heimstyrjöldinni. Í kjölfarið verði ráðist í áróðursherferð þar sem rússneskur almenningur muni fá að heyra skáldaðar sögur af því hvernig íbúar borgarinnar fögnuðu innrásarhernum. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta einn af mestu leiðtogum samtímans. Ummælin lét hann falla á fjáröflunarviðburði í Lundúnum, þar sem hann sagði að Pútín myndi aldrei takast að brjóta baráttuanda Úkraínumanna á bak aftur. Josep Borrell, æðsti sendifullrúi Evrópusambandsins í utanríkis- og varnarmálum, segir aðildarríki sambandsins nálgast samkomulag um næstu refsiaðgerðir, þar á meðal olíubann. Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hafa aðstoðað úkraínsk yfirvöld við að flytja um 500 manns á brott frá Azovstal-verksmiðjunni í Maríupól en umfangsmiklar aðgerðir standa nú yfir til að freista þess að hjálpa þeim að flýja sem enn sitja fastir þar. Vladimir Pútín hefur hvatt bardagamenn í Azovstal til að leggja niður vopn. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Háttsettur rússneskur þingmaður sagði í dag að Rússar myndu vera að eilífu í Suður-Úkraínu. Þetta sagði Andrei Turchak er hann heimsótti borgina Kherson í Úkraínu en hún er í haldi Rússa. Auk Kabaevu verður patríarkanum Kirill, leiðtoga rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, einnig bætt á listann en hann hefur verið einarður í stuðningi sínum við Pútín og innrásina. Úkraínumenn segja Rússa hafa í hyggju að setja á svið hátíðarhöld í Maríupól 9. maí næstkomandi, þegar Rússar fagna sigrinum yfir nasistum í seinni heimstyrjöldinni. Í kjölfarið verði ráðist í áróðursherferð þar sem rússneskur almenningur muni fá að heyra skáldaðar sögur af því hvernig íbúar borgarinnar fögnuðu innrásarhernum. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta einn af mestu leiðtogum samtímans. Ummælin lét hann falla á fjáröflunarviðburði í Lundúnum, þar sem hann sagði að Pútín myndi aldrei takast að brjóta baráttuanda Úkraínumanna á bak aftur. Josep Borrell, æðsti sendifullrúi Evrópusambandsins í utanríkis- og varnarmálum, segir aðildarríki sambandsins nálgast samkomulag um næstu refsiaðgerðir, þar á meðal olíubann. Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hafa aðstoðað úkraínsk yfirvöld við að flytja um 500 manns á brott frá Azovstal-verksmiðjunni í Maríupól en umfangsmiklar aðgerðir standa nú yfir til að freista þess að hjálpa þeim að flýja sem enn sitja fastir þar. Vladimir Pútín hefur hvatt bardagamenn í Azovstal til að leggja niður vopn. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira