„Megið færa Helenu og þeim þennan sokk“ Atli Arason skrifar 4. maí 2022 22:30 Gunnar Magnús Jónsson mætti með sokk fyrir sérfræðinga Stöðvar 2 Sport eftir leik. Vísir/Atli Arason Það voru ekki margir sem höfðu einhverja trú á Keflavík á þessu tímabili, þar á meðal Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport sem spáðu því að Keflavík myndi enda í neðsta sæti deildarinnar. Keflavík hefur svarað því með tveimur sigrum í tveimur leikjum, þar á meðal gegn bikarmeisturum Breiðabliks í kvöld. Eftir sigurinn gegn Breiðablik var Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, spurður af því hvort hann væri ekki að troða sokki upp í ansi marga með þessum sigri í kvöld. Gunnar gerði sér lítið fyrir og dróg sokk upp úr vasanum og sagði, „ég ætla að fá að byrja á því, þið megið færa Helenu og þeim þennan sokk.“ Gunnar kom sokknum til skila og uppskar mikinn hlátur áður en hann bætti við. „Vissulega getum við verið glaðar yfir þessum sigri. Við vorum á toppnum eftir fyrstu umferð og við höldum okkur þar áfram. Þetta var geggjuð frammistaða hjá stelpunum. Auðvitað er mótið rétt að byrja en fyrir lið eins og okkur sem var spáð þetta slæmu gengi þá er geggjað að byrja svona, að halda hreinu í tveimur leikjum og vinna gríðarlega sterk lið Breiðabliks,“ sagði Gunnar í viðtali við Vísi eftir leikinn. Keflvíkingar náðu fjórum stigum af Breiðablik á síðasta leiktímabili og bætta við öðrum þrem í fyrstu tilraun í ár. Gunnar segir leikplanið í kvöld hafi verið svipað og það á síðasta tímabili. „Við erum kannski með eitthvað tak á Blikum, við lögðum leikinn upp ekkert ósvipað og við gerðum í fyrra. Blikar eru með taktískt lið og eru með ákveðnar færslur sem við náðum bara að loka nokkuð vel á. Svo líka auðvitað eins og allir sem horfðu á leikinn sáu, markvörðurinn okkar, vá. Ég hef bara ekki séð annað eins. Hún var frábær í leiknum, bæði vörslur, fyrirgjafir sem hún greip og spyrnur frá markinu sem hún kemur hátt á völlinn.“ Samantha Murphy, markvörður Keflavíkur, átti sennilega einhvern besta leik sem leikmaður hefur átt í treyju Keflavíkur í langan tíma. Hún varði allt sem Blikar komu á hana í leiknum í kvöld og kórónaði frammistöðu sína með því að verja vítaspyrnu í uppbótatíma síðari hálfleiks. „Við erum búnar að sjá hana [Murphy] á æfingum og við vitum hvað hún er góð en önnur lið eru kannski ekki búin að sjá það því hún er bara búinn að spila á móti KR. Hún er frábær markvörður og auðvitað gefur það liðinu mikið sjálfstraust að vita af svona góðri manneskju fyrir aftan sig,“ sagði sigurreifur Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild kvenna Keflavík ÍF Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
Eftir sigurinn gegn Breiðablik var Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, spurður af því hvort hann væri ekki að troða sokki upp í ansi marga með þessum sigri í kvöld. Gunnar gerði sér lítið fyrir og dróg sokk upp úr vasanum og sagði, „ég ætla að fá að byrja á því, þið megið færa Helenu og þeim þennan sokk.“ Gunnar kom sokknum til skila og uppskar mikinn hlátur áður en hann bætti við. „Vissulega getum við verið glaðar yfir þessum sigri. Við vorum á toppnum eftir fyrstu umferð og við höldum okkur þar áfram. Þetta var geggjuð frammistaða hjá stelpunum. Auðvitað er mótið rétt að byrja en fyrir lið eins og okkur sem var spáð þetta slæmu gengi þá er geggjað að byrja svona, að halda hreinu í tveimur leikjum og vinna gríðarlega sterk lið Breiðabliks,“ sagði Gunnar í viðtali við Vísi eftir leikinn. Keflvíkingar náðu fjórum stigum af Breiðablik á síðasta leiktímabili og bætta við öðrum þrem í fyrstu tilraun í ár. Gunnar segir leikplanið í kvöld hafi verið svipað og það á síðasta tímabili. „Við erum kannski með eitthvað tak á Blikum, við lögðum leikinn upp ekkert ósvipað og við gerðum í fyrra. Blikar eru með taktískt lið og eru með ákveðnar færslur sem við náðum bara að loka nokkuð vel á. Svo líka auðvitað eins og allir sem horfðu á leikinn sáu, markvörðurinn okkar, vá. Ég hef bara ekki séð annað eins. Hún var frábær í leiknum, bæði vörslur, fyrirgjafir sem hún greip og spyrnur frá markinu sem hún kemur hátt á völlinn.“ Samantha Murphy, markvörður Keflavíkur, átti sennilega einhvern besta leik sem leikmaður hefur átt í treyju Keflavíkur í langan tíma. Hún varði allt sem Blikar komu á hana í leiknum í kvöld og kórónaði frammistöðu sína með því að verja vítaspyrnu í uppbótatíma síðari hálfleiks. „Við erum búnar að sjá hana [Murphy] á æfingum og við vitum hvað hún er góð en önnur lið eru kannski ekki búin að sjá það því hún er bara búinn að spila á móti KR. Hún er frábær markvörður og auðvitað gefur það liðinu mikið sjálfstraust að vita af svona góðri manneskju fyrir aftan sig,“ sagði sigurreifur Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild kvenna Keflavík ÍF Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira