Icebox verður haldið í annað sinn í dag: „Fæ gæsahúð þegar ég tala um þetta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. apríl 2022 08:01 Davíð Rúnar Bjarnason, hnefaleikaþjálfari og skipuleggjandi Icebox, er vægast sagt spenntur fyrir deginum. Stöð 2 „Ég ákvað bara að stökkva út í djúpu laugina og fara alla leið,“ segir Davíð Rúnar Bjarnason, hnefaleikaþjálfari og einn af skipuleggjendum boxmótsins Icebox sem haldið verður í dag. „Ég tók bara Kaplakrika og breytti honum í alvöru bardagaviðburð. Það heldur betur pakkaðist húsið á 16 dögum fyrir síðasta viðburð og við erum að taka þetta svona þrem til fjórum „levelum“ lengra núna. Þetta verður miklu stærra, miklu flottara, fleiri erlendir keppendur og meiri umgjörð. Það verður alvöru fílingur og skemmtun fyrir alla til að horfa á.“ Boxmótið Icebox verður haldið í annað sinn í dag og í þetta sinnið kemur sterkt lið frá Noregi og meðal annars landsliðsmenn í Norska landsliðinu til þess að keppa við fremsta hnefaleikafólk landsins ásamt margra bardaga á milli klúbba á Íslandi. Davíð segir þó að þetta sé miklu meira en bara box sem fer fram í Kaplakrikanum í dag. „Ég er heldur betur að taka þetta alla leið. Ég er búinn að gera nýtt belti, Icebox Champion belti. Það er alltaf nýtt belti á hverjum viðburði. Ég er með tónlistaratriði í hléi, það eru veitingar í VIP-sætin og þetta er alvöru rokk í þessu. Fólk er að koma þarna ekki bara til að horfa á boxbardaga, heldur að mæta á box-sýningu og þetta er bara upplifun.“ Íslendingar hafa verið nokkuð þyrstir í bardagaíþróttir seíðustu misseri og sást það best á fjölda Íslendinga sem gerðu sér ferð til Lundúna til að horfa á Gunnar Nelson berjast fyrir nokkrum vikum. Davíð vill sjá svipaða stemningu í Kaplakrikanum í dag. „Já alla leið. Þetta er okkar fremsta hnefaleikafólk og obbinn af íslensku hnefaleikastarfi að mæta mjög mörgum flottum boxurum frá Noregi.“ „Líka bara að fylgja Íslandi inn í hring. Allir að öskra: „Ísland, Ísland!“ og þetta er alvöru. Ég fæ gæsahúð þegar ég tala um þetta. Þetta var geggjað síðast og þetta verður sinnum tíu núna.“ Mótið sjálft hefst klukkan 16.00 í Kaplakrika (íþróttahús FH í Hafnafirði) en húsið opnar 15.00. Klippa: Davíð Rúnar Bjarnason, hnefaleikaþjálfari Box Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Fleiri fréttir Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Sjá meira
„Ég tók bara Kaplakrika og breytti honum í alvöru bardagaviðburð. Það heldur betur pakkaðist húsið á 16 dögum fyrir síðasta viðburð og við erum að taka þetta svona þrem til fjórum „levelum“ lengra núna. Þetta verður miklu stærra, miklu flottara, fleiri erlendir keppendur og meiri umgjörð. Það verður alvöru fílingur og skemmtun fyrir alla til að horfa á.“ Boxmótið Icebox verður haldið í annað sinn í dag og í þetta sinnið kemur sterkt lið frá Noregi og meðal annars landsliðsmenn í Norska landsliðinu til þess að keppa við fremsta hnefaleikafólk landsins ásamt margra bardaga á milli klúbba á Íslandi. Davíð segir þó að þetta sé miklu meira en bara box sem fer fram í Kaplakrikanum í dag. „Ég er heldur betur að taka þetta alla leið. Ég er búinn að gera nýtt belti, Icebox Champion belti. Það er alltaf nýtt belti á hverjum viðburði. Ég er með tónlistaratriði í hléi, það eru veitingar í VIP-sætin og þetta er alvöru rokk í þessu. Fólk er að koma þarna ekki bara til að horfa á boxbardaga, heldur að mæta á box-sýningu og þetta er bara upplifun.“ Íslendingar hafa verið nokkuð þyrstir í bardagaíþróttir seíðustu misseri og sást það best á fjölda Íslendinga sem gerðu sér ferð til Lundúna til að horfa á Gunnar Nelson berjast fyrir nokkrum vikum. Davíð vill sjá svipaða stemningu í Kaplakrikanum í dag. „Já alla leið. Þetta er okkar fremsta hnefaleikafólk og obbinn af íslensku hnefaleikastarfi að mæta mjög mörgum flottum boxurum frá Noregi.“ „Líka bara að fylgja Íslandi inn í hring. Allir að öskra: „Ísland, Ísland!“ og þetta er alvöru. Ég fæ gæsahúð þegar ég tala um þetta. Þetta var geggjað síðast og þetta verður sinnum tíu núna.“ Mótið sjálft hefst klukkan 16.00 í Kaplakrika (íþróttahús FH í Hafnafirði) en húsið opnar 15.00. Klippa: Davíð Rúnar Bjarnason, hnefaleikaþjálfari
Box Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Fleiri fréttir Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Sjá meira