Sport

Boris Becker dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Becker mætir ásamt maka sínum Lilian de Carvalho Monteiro á leið í dómsalinn í London í dag.
Becker mætir ásamt maka sínum Lilian de Carvalho Monteiro á leið í dómsalinn í London í dag. Getty/Karwai Tang

Tenniskappinn Boris Becker hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi eftir að hafa verið fundinn sekur fyrir breskum dómstólum um að koma eignum undan eftir gjaldþrot.

Hinn þýski Becker, sem vann sex risamót í tennis á sínum tíma, var lýstur gjaldþrota árið 2017 en hann skuldaði lánaveitendum tæplega 50 milljónir punda, jafnvirði um átta milljarða íslenskra króna.

Hann var fundinn sekur af kviðdómi í fjórum ákæruliðum og sýknaður í tuttugu. Becker sendi 390 þúsund pund af viðskiptareikningi sínum yfir á aðra reikninga, eða sem nemur 64 milljónum króna.

Meðal ákæruliða sem Becker var sýknaður í var deila um verðlaunagripi Becker sem hann neitaði að láta af hendi við gjaldþrotið.

Frétt BBC.


Tengdar fréttir

Boris Becker gjaldþrota

Tenniskappinn fyrrverandi Boris Becker hefur verið úrskurðaður gjaldþrota af dómstól í London.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×