Engin þjóðaratkvæðagreiðsla um NATO-aðild í Svíþjóð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. apríl 2022 23:31 Magdalena Andersson er forsætisráðherra Svíþjóðar. EPA-EFE/JULIEN WARNAND Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir ekki verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort ríkið eigi að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO) eða ekki. „Ég held að þetta sé ekki mál sem henti þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Andersson við blaðamenn í Svíþjóð í gær. Sænsk yfirvöld hafa að undanförnu vegið og metið kosti og galla þess að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Aðildarumsókn hefur hingað til ekki verið á dagskrá í sænskum stjórnmálum en innrás Rússa í Úkraínu hefur ýtt Svíum og Finnum, einu norrænu þjóðunum sem ekki eiga aðild að NATO, í átt að aðildarumsókn. Greint hefur verið frá því að Finnar og Svíar íhugi sterklega að senda inn umsókn á sama tíma á næstunni, mögulega strax í næsta mánuði. Hvorugt ríki hefur þó tekið endanlega ákvörðun um aðildarumsókn. Ólíklegt er þó að almennir borgarar í Svíþjóð fái að greiða atkvæði um mögulega inngöngu. „Það fylgir þessu ferli gríðarlega mikið af trúnaðarupplýsingum um þjóðaröryggi sem þýðir að ekki er hægt að hafa almenna umræðu um mikilvæga þætti sem tengjast umsókn eða ræða allar staðreyndir málsins,“ sagði Andersson. Flokkur Andersson ein helsta fyrirstaðan Það er sænska þingið sem mun taka ákvörðun um mögulega aðild. Þar er ein helsta fyrirstaðan flokkur Andersson, sósíaldemókratar, sem hafa sögulega séð verið mótfallnir NATO-aðild. Innan flokksins er verið að skoða hvort breyta eigi um stefnu í þessum málum. Nýleg skoðanakönnun sem framkvæmd var í síðustu viku sýnir að 57 prósent Svía eru hlynntir inngöngu í NATO. Stuðningurinn fer vaxandi en 51 prósent sögðust vera hlynntir inngöngu í síðasta mánuði. Svíþjóð Finnland Innrás Rússa í Úkraínu NATO Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
„Ég held að þetta sé ekki mál sem henti þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Andersson við blaðamenn í Svíþjóð í gær. Sænsk yfirvöld hafa að undanförnu vegið og metið kosti og galla þess að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Aðildarumsókn hefur hingað til ekki verið á dagskrá í sænskum stjórnmálum en innrás Rússa í Úkraínu hefur ýtt Svíum og Finnum, einu norrænu þjóðunum sem ekki eiga aðild að NATO, í átt að aðildarumsókn. Greint hefur verið frá því að Finnar og Svíar íhugi sterklega að senda inn umsókn á sama tíma á næstunni, mögulega strax í næsta mánuði. Hvorugt ríki hefur þó tekið endanlega ákvörðun um aðildarumsókn. Ólíklegt er þó að almennir borgarar í Svíþjóð fái að greiða atkvæði um mögulega inngöngu. „Það fylgir þessu ferli gríðarlega mikið af trúnaðarupplýsingum um þjóðaröryggi sem þýðir að ekki er hægt að hafa almenna umræðu um mikilvæga þætti sem tengjast umsókn eða ræða allar staðreyndir málsins,“ sagði Andersson. Flokkur Andersson ein helsta fyrirstaðan Það er sænska þingið sem mun taka ákvörðun um mögulega aðild. Þar er ein helsta fyrirstaðan flokkur Andersson, sósíaldemókratar, sem hafa sögulega séð verið mótfallnir NATO-aðild. Innan flokksins er verið að skoða hvort breyta eigi um stefnu í þessum málum. Nýleg skoðanakönnun sem framkvæmd var í síðustu viku sýnir að 57 prósent Svía eru hlynntir inngöngu í NATO. Stuðningurinn fer vaxandi en 51 prósent sögðust vera hlynntir inngöngu í síðasta mánuði.
Svíþjóð Finnland Innrás Rússa í Úkraínu NATO Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira