Arnar Gunnlaugsson: Það var smá reiði í mönnum Sverrir Mar Smárason skrifar 28. apríl 2022 22:38 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var sáttur með sigur sinna manna. Vísir/Hulda Margrét Víkingur R. vann Keflavík 4-1 í Bestu deild karla í kvöld. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var ánægður með sigur sinna manna í kvöld og segir leikinn gott svar eftir tapleikinn gegn ÍA í 2. umferð. „Klárlega svarið sem ég vildi. Fyrri hálfleikurinn var mjög sterkur hjá okkur. Við vorum ‚aggressívir‘ eins og við töluðum um og fengum fullt af færum. Keflvíkingar voru smá vængbrotnir. Þeir misstu fyrirliðann sinn rétt fyrir leik og svo markmanninn þegar lítið var búið af leiknum. Við svöruðum skagaleiknum gríðarlega vel þannig að ég var mjög sáttur við frammistöðuna. ,“ sagði Arnar strax við leikslok. „Allt liðið bara svaraði þessu. Það voru allir ‚on‘, maður fann það strax í upphitun að menn vildu svara fyrir mistökin uppi á Skaga og það var smá reiði í mönnum, ‚aggression‘ og ‚passion‘. Auðvitað í seinni hálfleik þá vill maður vera gráðugur og skora fleiri mörk en þetta var mjög fagmannleg frammistaða í seinni hálfleik svona þangað til alveg í blálokin.“ Keflvíkingar gerðu lítið til þess að ógna marki Víkinga þangað til á 92. mínútu leiksins þegar þeir skoruðu sárabótamark. Arnar var ánægður með varnarleik síns liðs. „Við vorum bara ‚aggressívir‘. Mér fannst við vera virkilega ‚on it‘ í pressunni, bæði fyrsta og önnur pressa. Ef Keflavík komst í gegn þá náðum við að falla niður í góðar blokkir og stíga vel upp eftir það. Mér fannst gott flæði í okkar varnarleik og man svo sem ekkert eftir einhverju færi sem Keflavík fékk en þeir gáfu ekki árar í bát. Þeir voru særðir og örugglega særðir í hálfleik en seinni hálfleikur var betri hjá þeim. Maður hefði viljað eitt til tvö mörk í viðbót en ég hefði tekið 4-1 fyrir leik,“ sagði Arnar. Kristall Máni bar af í Víkingsliðinu í dag eftir að hafa verið gagnrýndur eftir leikinn gegn ÍA. Þá kom Birnir Snær inn í byrjunarliðið í fyrsta sinn fyrir leikinn í dag og átti sömuleiðis góðan leik. „Klárlega sýnir Kristall karakter að svara svona. Við vitum allir hvaða knattspyrnuhæfileikar búa í honum. Honum til varnar þá þurfti hann að spila svolítið uppi á topp í fjarveru Nikolaj. Hann er búinn að gera það í síðustu þremur leikjum. Að fá Nikolaj til baka gerir okkur kleift að færa Kristall neðar í svona tíu/frjálst hlutverk sem hentar honum gríðarlega vel. Ég var líka mjög ánægður með Birni. Birnir hefur ótrúlega fótboltahæfileika en hann lagði líka gríðarlega hart að sér í pressu og varnarleik í fyrri hálfleiknum og það er það sem við viljum sjá hjá honum. Þú getur ekkert verið lúxus leikmaður í nútíma fótbolta. Þú þarft að leggja hart að þér í varnarleik og vinna þér inn rétt til að spila þinn leik. Mér fannst hann gera það,“ sagði Arnar um leikmennina tvo. Víkingar leika næst gegn Stjörnunni næst komandi Mánudagskvöld. Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, sagði í viðtali við Fótbolti.net í dag að leikurinn gæti orðið besti leikur deildarinnar. Arnar tók undir hans orð að mestu. „Það er þokkaleg pressa. Ég veit alveg hvað hann er að fara. Ég er búinn að hrífast mjög mikið af Stjörnumönnum í vetur og Gústi er að byggja upp frábært lið með ungum leikmönnum í bland við þá eldri. Það verður gríðarlega gaman að kljást við þá. Þeir spila ‚aggressívt‘ og pressa mikið. Þeir spila ekkert ósvipað og við og ég veit hvað hann er að fara. Vonandi stöndum við við stóru orðin,“ sagði Arnar að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Keflavík 4-1 | Öruggur sigur meistaranna Eftir 3-0 tap á Akranesi svöruðu Íslandsmeistarar Víkings heldur betur fyrir sig með öruggum 4-1 heimasigri gegn Keflvíkingum í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. 28. apríl 2022 21:18 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
„Klárlega svarið sem ég vildi. Fyrri hálfleikurinn var mjög sterkur hjá okkur. Við vorum ‚aggressívir‘ eins og við töluðum um og fengum fullt af færum. Keflvíkingar voru smá vængbrotnir. Þeir misstu fyrirliðann sinn rétt fyrir leik og svo markmanninn þegar lítið var búið af leiknum. Við svöruðum skagaleiknum gríðarlega vel þannig að ég var mjög sáttur við frammistöðuna. ,“ sagði Arnar strax við leikslok. „Allt liðið bara svaraði þessu. Það voru allir ‚on‘, maður fann það strax í upphitun að menn vildu svara fyrir mistökin uppi á Skaga og það var smá reiði í mönnum, ‚aggression‘ og ‚passion‘. Auðvitað í seinni hálfleik þá vill maður vera gráðugur og skora fleiri mörk en þetta var mjög fagmannleg frammistaða í seinni hálfleik svona þangað til alveg í blálokin.“ Keflvíkingar gerðu lítið til þess að ógna marki Víkinga þangað til á 92. mínútu leiksins þegar þeir skoruðu sárabótamark. Arnar var ánægður með varnarleik síns liðs. „Við vorum bara ‚aggressívir‘. Mér fannst við vera virkilega ‚on it‘ í pressunni, bæði fyrsta og önnur pressa. Ef Keflavík komst í gegn þá náðum við að falla niður í góðar blokkir og stíga vel upp eftir það. Mér fannst gott flæði í okkar varnarleik og man svo sem ekkert eftir einhverju færi sem Keflavík fékk en þeir gáfu ekki árar í bát. Þeir voru særðir og örugglega særðir í hálfleik en seinni hálfleikur var betri hjá þeim. Maður hefði viljað eitt til tvö mörk í viðbót en ég hefði tekið 4-1 fyrir leik,“ sagði Arnar. Kristall Máni bar af í Víkingsliðinu í dag eftir að hafa verið gagnrýndur eftir leikinn gegn ÍA. Þá kom Birnir Snær inn í byrjunarliðið í fyrsta sinn fyrir leikinn í dag og átti sömuleiðis góðan leik. „Klárlega sýnir Kristall karakter að svara svona. Við vitum allir hvaða knattspyrnuhæfileikar búa í honum. Honum til varnar þá þurfti hann að spila svolítið uppi á topp í fjarveru Nikolaj. Hann er búinn að gera það í síðustu þremur leikjum. Að fá Nikolaj til baka gerir okkur kleift að færa Kristall neðar í svona tíu/frjálst hlutverk sem hentar honum gríðarlega vel. Ég var líka mjög ánægður með Birni. Birnir hefur ótrúlega fótboltahæfileika en hann lagði líka gríðarlega hart að sér í pressu og varnarleik í fyrri hálfleiknum og það er það sem við viljum sjá hjá honum. Þú getur ekkert verið lúxus leikmaður í nútíma fótbolta. Þú þarft að leggja hart að þér í varnarleik og vinna þér inn rétt til að spila þinn leik. Mér fannst hann gera það,“ sagði Arnar um leikmennina tvo. Víkingar leika næst gegn Stjörnunni næst komandi Mánudagskvöld. Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, sagði í viðtali við Fótbolti.net í dag að leikurinn gæti orðið besti leikur deildarinnar. Arnar tók undir hans orð að mestu. „Það er þokkaleg pressa. Ég veit alveg hvað hann er að fara. Ég er búinn að hrífast mjög mikið af Stjörnumönnum í vetur og Gústi er að byggja upp frábært lið með ungum leikmönnum í bland við þá eldri. Það verður gríðarlega gaman að kljást við þá. Þeir spila ‚aggressívt‘ og pressa mikið. Þeir spila ekkert ósvipað og við og ég veit hvað hann er að fara. Vonandi stöndum við við stóru orðin,“ sagði Arnar að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Keflavík 4-1 | Öruggur sigur meistaranna Eftir 3-0 tap á Akranesi svöruðu Íslandsmeistarar Víkings heldur betur fyrir sig með öruggum 4-1 heimasigri gegn Keflvíkingum í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. 28. apríl 2022 21:18 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Keflavík 4-1 | Öruggur sigur meistaranna Eftir 3-0 tap á Akranesi svöruðu Íslandsmeistarar Víkings heldur betur fyrir sig með öruggum 4-1 heimasigri gegn Keflvíkingum í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. 28. apríl 2022 21:18
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti