Forstjóri Boozt.com valinn viðskiptafræðingur ársins Atli Ísleifsson skrifar 28. apríl 2022 14:36 Hermann Haraldsson tók þátt í stofnun Boozt.com fyrir ellefu árum síðan en markaðsvirði þess er 174 milljarða íslenskra króna í dag. Aðsend Hermann Haraldsson hefur verið valinn viðskiptafræðingur ársins 2022 af Félagi viðskipta- og hagfræðinga. Í tilkynningu kemur fram að Hermann er forstjóri netverslunarinnar Boozt.com, stærstu netverslunar Norðurlandanna sem selji meðal annars snyrtivörur, heimilisbúnað, íþrótta- og tískufatnað. „Netverslunin hóf að selja til Íslands á síðasta ári og náði á skömmum tíma að afla sér mikilla vinsælda, en verslunin seldi Íslendingum fyrir tæpan milljarð á tímabilinu frá júlí til desember 2021. Hermann tók þátt í stofnun fyrirtækisins fyrir ellefu árum síðan en markaðsvirði þess er 174 milljarða íslenskra króna í dag. Félagið er skráð á markað í Svíþjóð og í Danmörku. Velta verslunarinnar nam 80 milljörðum króna á síðasta árið og jókst um 32% á milli ára. Félagið hefur skilað hagnaði frá árinu 2016 en hagnaður ársins 2020 nam um 1,9 milljörðum íslenskra króna. Þá hefur gengi hlutabréfa fyrirtækisins þrefaldast frá því Covid skall á árið 2020,“ segir í tilkynningunni. Lykilmaður í hugmyndafræðinni sem fyrirtækið byggir á Í mat dómnefndar segir að innkoma Boozt hafi ekki farið framhjá neinum og sé sá árangur sem netverslunin hafi náð undraverður. „Hermann hefur leitt fyrirtækið allt frá stofnun og verið lykilmaður í þeirri hugmyndafræði sem fyrirtækið byggir á. Hann hefur á tíma þurft að sýna eljusemi og þrautsegju þegar kemur að rekstri fyrirtækisins og þurft að leggja allt undir til að sjá fyrirtækið ná árangri. Það er eimitt sú eljusemi og þrautsegja sem dómnefnd telur að vert sé að verðlauna fyrir“ segir í mati dómnefndar. Í dómnefnd sátu Telma Eir Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri FVH ásamt stjórn FVH en hana skipa Lára Hrafnsdóttir formaður, Tryggvi Másson varaformaður, Bjarni Herrera, Gylfi Þór Sigurðsson, Harpa Rut Sigurjónsdóttir, Hálfdán Steinþórsson, Hjalti Harðarsson, Rut Kristjánsdóttir, Þórarinn Hjálmarsson og Þórunn Helgadóttir. Verslun Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að Hermann er forstjóri netverslunarinnar Boozt.com, stærstu netverslunar Norðurlandanna sem selji meðal annars snyrtivörur, heimilisbúnað, íþrótta- og tískufatnað. „Netverslunin hóf að selja til Íslands á síðasta ári og náði á skömmum tíma að afla sér mikilla vinsælda, en verslunin seldi Íslendingum fyrir tæpan milljarð á tímabilinu frá júlí til desember 2021. Hermann tók þátt í stofnun fyrirtækisins fyrir ellefu árum síðan en markaðsvirði þess er 174 milljarða íslenskra króna í dag. Félagið er skráð á markað í Svíþjóð og í Danmörku. Velta verslunarinnar nam 80 milljörðum króna á síðasta árið og jókst um 32% á milli ára. Félagið hefur skilað hagnaði frá árinu 2016 en hagnaður ársins 2020 nam um 1,9 milljörðum íslenskra króna. Þá hefur gengi hlutabréfa fyrirtækisins þrefaldast frá því Covid skall á árið 2020,“ segir í tilkynningunni. Lykilmaður í hugmyndafræðinni sem fyrirtækið byggir á Í mat dómnefndar segir að innkoma Boozt hafi ekki farið framhjá neinum og sé sá árangur sem netverslunin hafi náð undraverður. „Hermann hefur leitt fyrirtækið allt frá stofnun og verið lykilmaður í þeirri hugmyndafræði sem fyrirtækið byggir á. Hann hefur á tíma þurft að sýna eljusemi og þrautsegju þegar kemur að rekstri fyrirtækisins og þurft að leggja allt undir til að sjá fyrirtækið ná árangri. Það er eimitt sú eljusemi og þrautsegja sem dómnefnd telur að vert sé að verðlauna fyrir“ segir í mati dómnefndar. Í dómnefnd sátu Telma Eir Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri FVH ásamt stjórn FVH en hana skipa Lára Hrafnsdóttir formaður, Tryggvi Másson varaformaður, Bjarni Herrera, Gylfi Þór Sigurðsson, Harpa Rut Sigurjónsdóttir, Hálfdán Steinþórsson, Hjalti Harðarsson, Rut Kristjánsdóttir, Þórarinn Hjálmarsson og Þórunn Helgadóttir.
Verslun Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira