Forstjóri Boozt.com valinn viðskiptafræðingur ársins Atli Ísleifsson skrifar 28. apríl 2022 14:36 Hermann Haraldsson tók þátt í stofnun Boozt.com fyrir ellefu árum síðan en markaðsvirði þess er 174 milljarða íslenskra króna í dag. Aðsend Hermann Haraldsson hefur verið valinn viðskiptafræðingur ársins 2022 af Félagi viðskipta- og hagfræðinga. Í tilkynningu kemur fram að Hermann er forstjóri netverslunarinnar Boozt.com, stærstu netverslunar Norðurlandanna sem selji meðal annars snyrtivörur, heimilisbúnað, íþrótta- og tískufatnað. „Netverslunin hóf að selja til Íslands á síðasta ári og náði á skömmum tíma að afla sér mikilla vinsælda, en verslunin seldi Íslendingum fyrir tæpan milljarð á tímabilinu frá júlí til desember 2021. Hermann tók þátt í stofnun fyrirtækisins fyrir ellefu árum síðan en markaðsvirði þess er 174 milljarða íslenskra króna í dag. Félagið er skráð á markað í Svíþjóð og í Danmörku. Velta verslunarinnar nam 80 milljörðum króna á síðasta árið og jókst um 32% á milli ára. Félagið hefur skilað hagnaði frá árinu 2016 en hagnaður ársins 2020 nam um 1,9 milljörðum íslenskra króna. Þá hefur gengi hlutabréfa fyrirtækisins þrefaldast frá því Covid skall á árið 2020,“ segir í tilkynningunni. Lykilmaður í hugmyndafræðinni sem fyrirtækið byggir á Í mat dómnefndar segir að innkoma Boozt hafi ekki farið framhjá neinum og sé sá árangur sem netverslunin hafi náð undraverður. „Hermann hefur leitt fyrirtækið allt frá stofnun og verið lykilmaður í þeirri hugmyndafræði sem fyrirtækið byggir á. Hann hefur á tíma þurft að sýna eljusemi og þrautsegju þegar kemur að rekstri fyrirtækisins og þurft að leggja allt undir til að sjá fyrirtækið ná árangri. Það er eimitt sú eljusemi og þrautsegja sem dómnefnd telur að vert sé að verðlauna fyrir“ segir í mati dómnefndar. Í dómnefnd sátu Telma Eir Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri FVH ásamt stjórn FVH en hana skipa Lára Hrafnsdóttir formaður, Tryggvi Másson varaformaður, Bjarni Herrera, Gylfi Þór Sigurðsson, Harpa Rut Sigurjónsdóttir, Hálfdán Steinþórsson, Hjalti Harðarsson, Rut Kristjánsdóttir, Þórarinn Hjálmarsson og Þórunn Helgadóttir. Verslun Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að Hermann er forstjóri netverslunarinnar Boozt.com, stærstu netverslunar Norðurlandanna sem selji meðal annars snyrtivörur, heimilisbúnað, íþrótta- og tískufatnað. „Netverslunin hóf að selja til Íslands á síðasta ári og náði á skömmum tíma að afla sér mikilla vinsælda, en verslunin seldi Íslendingum fyrir tæpan milljarð á tímabilinu frá júlí til desember 2021. Hermann tók þátt í stofnun fyrirtækisins fyrir ellefu árum síðan en markaðsvirði þess er 174 milljarða íslenskra króna í dag. Félagið er skráð á markað í Svíþjóð og í Danmörku. Velta verslunarinnar nam 80 milljörðum króna á síðasta árið og jókst um 32% á milli ára. Félagið hefur skilað hagnaði frá árinu 2016 en hagnaður ársins 2020 nam um 1,9 milljörðum íslenskra króna. Þá hefur gengi hlutabréfa fyrirtækisins þrefaldast frá því Covid skall á árið 2020,“ segir í tilkynningunni. Lykilmaður í hugmyndafræðinni sem fyrirtækið byggir á Í mat dómnefndar segir að innkoma Boozt hafi ekki farið framhjá neinum og sé sá árangur sem netverslunin hafi náð undraverður. „Hermann hefur leitt fyrirtækið allt frá stofnun og verið lykilmaður í þeirri hugmyndafræði sem fyrirtækið byggir á. Hann hefur á tíma þurft að sýna eljusemi og þrautsegju þegar kemur að rekstri fyrirtækisins og þurft að leggja allt undir til að sjá fyrirtækið ná árangri. Það er eimitt sú eljusemi og þrautsegja sem dómnefnd telur að vert sé að verðlauna fyrir“ segir í mati dómnefndar. Í dómnefnd sátu Telma Eir Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri FVH ásamt stjórn FVH en hana skipa Lára Hrafnsdóttir formaður, Tryggvi Másson varaformaður, Bjarni Herrera, Gylfi Þór Sigurðsson, Harpa Rut Sigurjónsdóttir, Hálfdán Steinþórsson, Hjalti Harðarsson, Rut Kristjánsdóttir, Þórarinn Hjálmarsson og Þórunn Helgadóttir.
Verslun Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira