Milos Milojevic: Væri auðveldara fyrir mig að vera þjálfari í Seríu A Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2022 10:31 Milos Milojevic tók við sem aðalþjálfari sænsku meistaranna í Malmö fyrir þetta tímabil. Malmö FF Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Víkinga og Breiðabliks, er nú þjálfari Malmö FF í sænsku deildinni og hann er ósáttur með að fá ekki að vera með fleiri leikmenn á bekknum. Aftonbladet slær upp viðtali við Milojevic eftir leik á móti AIK þar sem hann þurfti að skilja stjörnuleikmanninn Sören Rieks eftir fyrir utan hóp. Milos stýrði síðan Malmö til 1-0 sigurs á IKF Gautaborg í gær. Liðið er í öðru sæti sænsku deildarinnar fjórum stigum á eftir toppliði Hammarby sem er með fullt hús. Instagram/Sportbladet „Þetta væri auðveldara ef ég væri þjálfari í Seríu A eða í Serbíu. Þar getur þú verið með 23 leikmenn í leikmannahópnum í hverjum leik. Það er betra því þá getur þú haldið hópnum betur saman,“ sagði Milos Milojevic í viðtali við Aftonbladet. „Ég hafði verið þjálfari í sex mánuði í Serbíu þegar þeir breyttu reglunum. Um leið varð andrúmsloftið í liðinu miklu betra þrátt fyrir að við í þjálfaraliðinu gerðum ekkert. Þú þurftir ekki að skilja einhverja eftir heima eða í stúkunni. Allir fóru saman í leikinn,“ sagði Milos. „Ég vil sjá þessa breytingu í sænsku deildinni en það er sænska sambandið sem ákveður þetta. Mér finnst alla vega að þeir ættu að skoða þetta,“ sagði Milos. „Milos viðurkennir að þessi reglubreytingu myndi hjálpa Malmö sem hefur meiri breidd en flest lið í deildinni. „Ég veit hvernig þetta virkar og aðrir munu segja að þetta sé bara af því að Malmö er með of marga leikmenn og að þeir séu bara að hugsa um sjálfa sig. Þetta er því viðkvæmt mál og litlu liðunum finnst alltaf að stóru liðin séu á móti þeim,“ sagði Milos. „Það eru kostir og gallar við allt en ég held að þetta sé gott fyrir öll lið. Í öllum félögum sem ég hef þjálfað þá hef ég alltaf haft meiri en átján leikmenn í hópnum. Þá geta menn líka gefið mönnum úr nítján ára liðunum tækifæri til að vera á bekknum,“ sagði Milos. Sænski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Aftonbladet slær upp viðtali við Milojevic eftir leik á móti AIK þar sem hann þurfti að skilja stjörnuleikmanninn Sören Rieks eftir fyrir utan hóp. Milos stýrði síðan Malmö til 1-0 sigurs á IKF Gautaborg í gær. Liðið er í öðru sæti sænsku deildarinnar fjórum stigum á eftir toppliði Hammarby sem er með fullt hús. Instagram/Sportbladet „Þetta væri auðveldara ef ég væri þjálfari í Seríu A eða í Serbíu. Þar getur þú verið með 23 leikmenn í leikmannahópnum í hverjum leik. Það er betra því þá getur þú haldið hópnum betur saman,“ sagði Milos Milojevic í viðtali við Aftonbladet. „Ég hafði verið þjálfari í sex mánuði í Serbíu þegar þeir breyttu reglunum. Um leið varð andrúmsloftið í liðinu miklu betra þrátt fyrir að við í þjálfaraliðinu gerðum ekkert. Þú þurftir ekki að skilja einhverja eftir heima eða í stúkunni. Allir fóru saman í leikinn,“ sagði Milos. „Ég vil sjá þessa breytingu í sænsku deildinni en það er sænska sambandið sem ákveður þetta. Mér finnst alla vega að þeir ættu að skoða þetta,“ sagði Milos. „Milos viðurkennir að þessi reglubreytingu myndi hjálpa Malmö sem hefur meiri breidd en flest lið í deildinni. „Ég veit hvernig þetta virkar og aðrir munu segja að þetta sé bara af því að Malmö er með of marga leikmenn og að þeir séu bara að hugsa um sjálfa sig. Þetta er því viðkvæmt mál og litlu liðunum finnst alltaf að stóru liðin séu á móti þeim,“ sagði Milos. „Það eru kostir og gallar við allt en ég held að þetta sé gott fyrir öll lið. Í öllum félögum sem ég hef þjálfað þá hef ég alltaf haft meiri en átján leikmenn í hópnum. Þá geta menn líka gefið mönnum úr nítján ára liðunum tækifæri til að vera á bekknum,“ sagði Milos.
Sænski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira