Erlent

Telur að stríðið muni dragast mjög á langinn

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Rósa Magnúsdóttir prófessor í sagnfræði telur að stríðið muni dragast á langinn.
Rósa Magnúsdóttir prófessor í sagnfræði telur að stríðið muni dragast á langinn. Getty/Cole

„Það sem er svo erfitt við Pútín er að hann lýgur nánast um allt. Við getum bara hugsað um vopnahléssamningana í Mariupol sem endurtekið voru sviknir en svo stundum segir hann okkur líka bara alveg hreint út hvað hann ætlar að gera og hvað hann er að hugsa,“ segir Rósa Magnúsdóttir, prófessor í sagnfræði og sérfræðingur í sögu Rússlands.

Rósa var í viðtali á Sprengisandi fyrr í dag en hún telur að stríðið muni mjög dragast á langinn. Vladímír Pútín Rússlandsforseti sé til alls líklegur.

„Núna segist Pútín vera að prófa nýjar kjarnorkueldflaugar og segir berum orðum að hann sé að gefa óvinum Moskvu eitthvað til að hugsa um,“ segir Rósa.

„Það er eiginlega alveg skelfilegt að hugsa sér núna að þetta hræðilega stríð mundi geta haft þau áhrif að við værum að sjá enn þá stærra stríð - þá heimsstyrjöld - byrja með notkun kjarnorkuvopna. Það er bara eiginlega ekki hægt að hugsa þá hugsun til enda,“ heldur hún áfram.

Hún leggur áherslu á að almennir borgarar í Rússlandi fái ekki réttar upplýsingar af gangi mála í Úkraínu en kveðst vona að eftir því sem stríðið dragist á langinn fari almennir borgarar að hugsa sig um.

„Þegar þeir fara að finna meira fyrir efnahagsþvingununum, þegar þetta fer að hafa áhrif á daglegt líf í Rússlandi, meira heldur en er núna, þá munum við sjá einhverjar uppreisnir.“

Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×