Virðist í sama ástandi og þegar skilið var við hana í febrúar Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. apríl 2022 15:31 Frá leitinni að TFF-ABB á Þingvallavatni í febrúar. Vísir/vilhelm Draga á flak flugvélarinnar TFF-ABB upp úr Þingvallavatni í fyrramálið. Vinnubúðir verða settar upp við vatnið í dag en á sjötta tug koma að verkefninu. Flugvélin hefur legið á botni vatnsins í rúma tvo mánuði en virðist í sama ástandi og þegar skilið var við hana í febrúar. Flugvélin brotlenti í Þingvallavatni 3. febrúar. Fjórir karlmenn fórust í slysinu en þeim var öllum náð upp úr vatninu eftir umfangsmiklar aðgerðir. Til stóð að draga flugvélina einnig á land en hætt var við það 11. febrúar vegna íss á vatninu sem torveldaði allar aðgerðir. Rúnar Steingrímsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi segir aðstæður allt aðrar nú; góðu veðri sé spáð á morgun þegar láta á til skarar skríða. „Prammarnir, allavega annar, verður líklega settur út í dag, og svo hefst þetta allt í fyrramálið. Og fólk og restin af búnaði kemur á föstudagsmorgun,“ segir Rúnar. Rúnar Steingrímsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vísir Tiltækir verða fimm kafarar til að kafa eftir flugvélinni sem liggur á fimmtíu metra dýpi. „Og er þarna einhverja átján hundruð metra frá þeim stað þar sem við setjum út búnaðinn. Á sama stað og við vorum síðast. Við bara vonum að þetta gangi vel og allt heppnist. Þetta er búið að vera lengi í skipulagningu. Við fórum í síðustu viku og mynduðum vélina aftur og hún var í sama ástandi og skilið var við hana þegar við hættum síðast. Þannig að það virðist vera allt í góðu þannig séð,“ segir Rúnar. Ef allt gengur að óskum er ráðgert að flugvélin verði komin á land annað kvöld. „Það er köfun að vélinni á þessu dýpi, síðan verður hún hífð upp undir pramma og farið með nær landi á einhverja fimm sex metra og þar verður aftur kafað og allur rafeindabúnaður tæmdur úr vélinni.“ Flugslys við Þingvallavatn Lögreglumál Samgönguslys Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Flugvélin brotlenti í Þingvallavatni 3. febrúar. Fjórir karlmenn fórust í slysinu en þeim var öllum náð upp úr vatninu eftir umfangsmiklar aðgerðir. Til stóð að draga flugvélina einnig á land en hætt var við það 11. febrúar vegna íss á vatninu sem torveldaði allar aðgerðir. Rúnar Steingrímsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi segir aðstæður allt aðrar nú; góðu veðri sé spáð á morgun þegar láta á til skarar skríða. „Prammarnir, allavega annar, verður líklega settur út í dag, og svo hefst þetta allt í fyrramálið. Og fólk og restin af búnaði kemur á föstudagsmorgun,“ segir Rúnar. Rúnar Steingrímsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vísir Tiltækir verða fimm kafarar til að kafa eftir flugvélinni sem liggur á fimmtíu metra dýpi. „Og er þarna einhverja átján hundruð metra frá þeim stað þar sem við setjum út búnaðinn. Á sama stað og við vorum síðast. Við bara vonum að þetta gangi vel og allt heppnist. Þetta er búið að vera lengi í skipulagningu. Við fórum í síðustu viku og mynduðum vélina aftur og hún var í sama ástandi og skilið var við hana þegar við hættum síðast. Þannig að það virðist vera allt í góðu þannig séð,“ segir Rúnar. Ef allt gengur að óskum er ráðgert að flugvélin verði komin á land annað kvöld. „Það er köfun að vélinni á þessu dýpi, síðan verður hún hífð upp undir pramma og farið með nær landi á einhverja fimm sex metra og þar verður aftur kafað og allur rafeindabúnaður tæmdur úr vélinni.“
Flugslys við Þingvallavatn Lögreglumál Samgönguslys Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent