Bankasýslan segir framkvæmd sölunnar í fullu samræmi við ákvörðun ráðherra og ríkisstjórnar Samúel Karl Ólason skrifar 19. apríl 2022 16:34 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Stjórn og starfsfólk Bankasýslu ríkisins segist hafa unnið að framkvæmd útborðs á hlutabréfum Íslandsbanka í samræmi við forsendur sem þeim voru gefnar með fagmennsku og heiðarleika í fyrirrúmi. Forsvarsmenn stofnunarinnar segja að litið hafi verið svo á að framkvæmdin væri í fullu samræmi við vilja stjórnvalda. Engin fyrirmæli eða viðbrögð frá ríkisstjórninni hafi borið merki um annað, hvorki í aðdraganda útboðsins eða eftir það. „Þannig taldi stjórn og starfsfólk Bankasýslunnar sig vinna í fullu umboði fjármálaráðherra og ríkisstjórnar,“ segir í yfirlýsingu frá stjórninni og starfsfólkinu sem send var á fjölmiðla fyrir skömmu. Tilefni yfirlýsingarinnar er yfirlýsing formanna stjórnarflokkanna frá því í morgun, þar sem fram kom að þau vildu leggja niður Bankasýsluna. Í yfirlýsingunni segir að þó lengi hafi legið fyrir að til stæði að leggja Bankasýslu ríkisins niður hafi orðalag yfirlýsingarinnar komið stjórn og starfsmönnum á óvart. „Engin formleg gagnrýni hefur borist Bankasýslunni frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar á framkvæmd útboðsins þó komið hafi fram að ráðherrar hafi verið ósáttir við að Bankasýsla ríkisins taldi ekki heimilt að birta lista yfir kaupendur í útboðinu. Það mat Bankasýslunnar byggði á álitum fleiri en eins utanaðkomandi lögfræðiráðgjafa stofnunarinnar.“ Stór hluti enn óseldur Í yfirlýsingunni er vísað í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem fram komi að Bankasýsla ríkisins fengi það hlutverk að selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka fyrir árið 2023, ef markaðsaðstæður væru hagfelldar. 35 prósenta hlutur hafi verið seldur í frumútboði í fyrra og í framhaldi af því hafi verið ákveðið að selja næsta hlut með svokölluðu tilboðsfyrirkomulagi. Sá hlutur hafi verið 22,5 prósent og sölufyrirkomulagið fól í sér lokað útboð á hlutum í Íslandsbanka til hæfra fjárfesta og segir í yfirlýsingunni að það sé algengasta söluaðferð eftir frumútboð á hlutabréfum í evrópskum fyrirtækjum. Þá segir að í öllum gögnum frá Bankasýslunni hafi komið fram að helsti gallinn við það fyrirkomulag væri að ekki væri gert ráð fyrir þátttöku almennra fjárfesta. „Ríkissjóður á enn 42,5% hlut í Íslandsbanka og er hluturinn metinn á um 100 milljarða. Þann hlut á eftir að selja og var m.a. gert ráð fyrir þátttöku almennings í næstu skrefum,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórn Bankasýslunnar segir það ekki samræmast hlutverki stofnunarinnar að taka þátt í þeirri umræðu sem skapast hafi í kjölfar útboðsins og varði að miklu leyti pólitísk álitaefni. Stjórnin segist fagna yfirstandandi skoðun á framkvæmd útboðsins. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Krefjast að þing komi strax saman vegna nýrra vendinga Allir stjórnarandstöðuflokkar á Alþingi hafa krafist þess að þing komi saman vegna nýrra vendinga í tengslum við söluna Íslandsbanka. Að óbreyttu verður næsti þingfundur ekki haldinn fyrr en mánudaginn 25. apríl. 19. apríl 2022 16:01 „Ef það á að leggja niður bankasýsluna þá þarf að leggja niður ráðherra“ Sitt sýnist hverjum um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja Bankasýslu ríkisins niður í tilraun til að lægja pólitíska storminn sem ríkir um nýafstaðna sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta. 19. apríl 2022 14:09 Skoða lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum í útboðinu Bankasýsla ríksins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum sem sáu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stjórn stofnunarinnar segir að umsamdar söluþóknanir verði ekki greiddar í tilvikum þar sem ágallar hafi verið við söluna. 19. apríl 2022 12:05 Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Engin fyrirmæli eða viðbrögð frá ríkisstjórninni hafi borið merki um annað, hvorki í aðdraganda útboðsins eða eftir það. „Þannig taldi stjórn og starfsfólk Bankasýslunnar sig vinna í fullu umboði fjármálaráðherra og ríkisstjórnar,“ segir í yfirlýsingu frá stjórninni og starfsfólkinu sem send var á fjölmiðla fyrir skömmu. Tilefni yfirlýsingarinnar er yfirlýsing formanna stjórnarflokkanna frá því í morgun, þar sem fram kom að þau vildu leggja niður Bankasýsluna. Í yfirlýsingunni segir að þó lengi hafi legið fyrir að til stæði að leggja Bankasýslu ríkisins niður hafi orðalag yfirlýsingarinnar komið stjórn og starfsmönnum á óvart. „Engin formleg gagnrýni hefur borist Bankasýslunni frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar á framkvæmd útboðsins þó komið hafi fram að ráðherrar hafi verið ósáttir við að Bankasýsla ríkisins taldi ekki heimilt að birta lista yfir kaupendur í útboðinu. Það mat Bankasýslunnar byggði á álitum fleiri en eins utanaðkomandi lögfræðiráðgjafa stofnunarinnar.“ Stór hluti enn óseldur Í yfirlýsingunni er vísað í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem fram komi að Bankasýsla ríkisins fengi það hlutverk að selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka fyrir árið 2023, ef markaðsaðstæður væru hagfelldar. 35 prósenta hlutur hafi verið seldur í frumútboði í fyrra og í framhaldi af því hafi verið ákveðið að selja næsta hlut með svokölluðu tilboðsfyrirkomulagi. Sá hlutur hafi verið 22,5 prósent og sölufyrirkomulagið fól í sér lokað útboð á hlutum í Íslandsbanka til hæfra fjárfesta og segir í yfirlýsingunni að það sé algengasta söluaðferð eftir frumútboð á hlutabréfum í evrópskum fyrirtækjum. Þá segir að í öllum gögnum frá Bankasýslunni hafi komið fram að helsti gallinn við það fyrirkomulag væri að ekki væri gert ráð fyrir þátttöku almennra fjárfesta. „Ríkissjóður á enn 42,5% hlut í Íslandsbanka og er hluturinn metinn á um 100 milljarða. Þann hlut á eftir að selja og var m.a. gert ráð fyrir þátttöku almennings í næstu skrefum,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórn Bankasýslunnar segir það ekki samræmast hlutverki stofnunarinnar að taka þátt í þeirri umræðu sem skapast hafi í kjölfar útboðsins og varði að miklu leyti pólitísk álitaefni. Stjórnin segist fagna yfirstandandi skoðun á framkvæmd útboðsins.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Krefjast að þing komi strax saman vegna nýrra vendinga Allir stjórnarandstöðuflokkar á Alþingi hafa krafist þess að þing komi saman vegna nýrra vendinga í tengslum við söluna Íslandsbanka. Að óbreyttu verður næsti þingfundur ekki haldinn fyrr en mánudaginn 25. apríl. 19. apríl 2022 16:01 „Ef það á að leggja niður bankasýsluna þá þarf að leggja niður ráðherra“ Sitt sýnist hverjum um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja Bankasýslu ríkisins niður í tilraun til að lægja pólitíska storminn sem ríkir um nýafstaðna sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta. 19. apríl 2022 14:09 Skoða lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum í útboðinu Bankasýsla ríksins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum sem sáu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stjórn stofnunarinnar segir að umsamdar söluþóknanir verði ekki greiddar í tilvikum þar sem ágallar hafi verið við söluna. 19. apríl 2022 12:05 Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Krefjast að þing komi strax saman vegna nýrra vendinga Allir stjórnarandstöðuflokkar á Alþingi hafa krafist þess að þing komi saman vegna nýrra vendinga í tengslum við söluna Íslandsbanka. Að óbreyttu verður næsti þingfundur ekki haldinn fyrr en mánudaginn 25. apríl. 19. apríl 2022 16:01
„Ef það á að leggja niður bankasýsluna þá þarf að leggja niður ráðherra“ Sitt sýnist hverjum um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja Bankasýslu ríkisins niður í tilraun til að lægja pólitíska storminn sem ríkir um nýafstaðna sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta. 19. apríl 2022 14:09
Skoða lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum í útboðinu Bankasýsla ríksins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum sem sáu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stjórn stofnunarinnar segir að umsamdar söluþóknanir verði ekki greiddar í tilvikum þar sem ágallar hafi verið við söluna. 19. apríl 2022 12:05