Viðskipti innlent

Tekur við starfi markaðs­stjóra Öskju

Atli Ísleifsson skrifar
Sigríður Rakel Ólafsdóttir.
Sigríður Rakel Ólafsdóttir. Aðsend

Sigríður Rakel Ólafsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Bílaumboðsins Öskju.

Í tilkynningu segir að Sigríður Rakel komi til Öskju frá Ölgerðinni og hafi undanfarin ár starfað þar sem vörumerkjastjóri þar sem hún hafi meðal annars borið ábyrgð á vörumerkjum PepsiCo í gosi og snakki, til að mynda Pepsi Max, Lay‘s og Doritos. 

„Sigríður Rakel hefur góða reynslu úr íslenskum markaðsheimi en hún starfaði einnig um árabil sem markaðsstjóri Cintamani og áður vörumerkjastjóri hjá Halldóri Jónssyni. Sigríður er með B.Sc. gráðu frá Háskóla Íslands í sálfræði og stundaði einnig Msc. nám í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum við sama skóla,“ segir í tilkynningunni.

Askja er umboðsaðili á Íslandi fyrir Mercedes-Benz, Kia og Honda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×