„Gífurleg afglöp“ hjá stjórn Eflingar Snorri Másson skrifar 14. apríl 2022 15:54 Guðmundur Baldursson, fyrrverandi stjórnarmaður Eflingar og frambjóðandi til formanns, gagnrýnir ákvörðun Sólveigar harðlega. Stöð 2/Egill Fyrrverandi stjórnarmaður í Eflingu segir það gífurleg afglöp að segja upp öllu starfsfólki skrifstofunnar. Stjórn félagsins sé klofin og nú sé til umræðu að kalla saman félagsfund til að kjósa hana frá. Guðmundur Baldursson kom inn í stjórn Eflingar með Sólveigu Önnu Jónsdóttur árið 2018, en bauð sig svo fram til formanns félagsins gegn Sólveigu í nýafstöðnum kosningum í febrúar. „Maður á varla orð yfir þetta. Ég þekki Sólveigu frá 2018. Mér hefði aldrei nokkurn tímann dottið í hug að hún gerði svona. Væntanlega kemur þá þarna inn nýtt fólk. Gríðarlega dýrmæt þekking sem er farin í burtu, hún tekur mörg ár að koma til baka. Þú lærir þetta ekki í bókum þetta kemur með reynslunni. Þannig að þetta eru gífurleg afglöp hvað þetta fólk hefur staðið fyrir,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Sólveig Anna hefur sagt uppsögnina nauðsynlega til ráðast í nauðsynlegar skipulagsbreytingar á skrifstofu Eflingar. Hún hefur beðið um vinnufrið til þess að koma starfseminni í samt lag og kveðst ekki hafa áhyggjur af því að skrifstofan verði óstarfhæf í millitíðinni. Átta kusu með uppsögnunum í stjórn Eflingar og sjö kusu gegn. Guðmundur segir að nú sé til umræðu að kalla saman fund á meðal félagsmanna. „Ég heyri það svona utan af mér að það sé möguleiki í stöðunni að kallaður verði saman félagsfundur, sem myndi þá ákveða framhaldið á þessu. Þá væri jafnvel hægt að hugsa sér það að þessi félagsfundur myndi kjósa þetta fólk í burtu,“ segir Guðmundur. Ekkert hefur heyrst frá Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR en Vilhjálmur Birgisson lýsti yfir stuðningi við Sólveigu Önnu í gær. „Hann hefði getað sagt þetta svo sem sem formaður Verkalýðsfélags Akraness en nú er hann kominn í nýja stöðu sem formaður Starfsgreinasambandsins og inni í þessu sambandi eru tugir félaga. Það eitt og útaf fyrir sig er mjög svo athyglivert að hann skuli ekki gagnrýna þessi vinnubrögð að þarna sé rekin heil skrifstofa í verkalýðsfélagi. Þetta er einmitt hlutur sem Vilhjálmur Birgisson á að standa vörð um að geti ekki gerst,“ segir Guðmundur. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Guðmundur Baldursson kom inn í stjórn Eflingar með Sólveigu Önnu Jónsdóttur árið 2018, en bauð sig svo fram til formanns félagsins gegn Sólveigu í nýafstöðnum kosningum í febrúar. „Maður á varla orð yfir þetta. Ég þekki Sólveigu frá 2018. Mér hefði aldrei nokkurn tímann dottið í hug að hún gerði svona. Væntanlega kemur þá þarna inn nýtt fólk. Gríðarlega dýrmæt þekking sem er farin í burtu, hún tekur mörg ár að koma til baka. Þú lærir þetta ekki í bókum þetta kemur með reynslunni. Þannig að þetta eru gífurleg afglöp hvað þetta fólk hefur staðið fyrir,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Sólveig Anna hefur sagt uppsögnina nauðsynlega til ráðast í nauðsynlegar skipulagsbreytingar á skrifstofu Eflingar. Hún hefur beðið um vinnufrið til þess að koma starfseminni í samt lag og kveðst ekki hafa áhyggjur af því að skrifstofan verði óstarfhæf í millitíðinni. Átta kusu með uppsögnunum í stjórn Eflingar og sjö kusu gegn. Guðmundur segir að nú sé til umræðu að kalla saman fund á meðal félagsmanna. „Ég heyri það svona utan af mér að það sé möguleiki í stöðunni að kallaður verði saman félagsfundur, sem myndi þá ákveða framhaldið á þessu. Þá væri jafnvel hægt að hugsa sér það að þessi félagsfundur myndi kjósa þetta fólk í burtu,“ segir Guðmundur. Ekkert hefur heyrst frá Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR en Vilhjálmur Birgisson lýsti yfir stuðningi við Sólveigu Önnu í gær. „Hann hefði getað sagt þetta svo sem sem formaður Verkalýðsfélags Akraness en nú er hann kominn í nýja stöðu sem formaður Starfsgreinasambandsins og inni í þessu sambandi eru tugir félaga. Það eitt og útaf fyrir sig er mjög svo athyglivert að hann skuli ekki gagnrýna þessi vinnubrögð að þarna sé rekin heil skrifstofa í verkalýðsfélagi. Þetta er einmitt hlutur sem Vilhjálmur Birgisson á að standa vörð um að geti ekki gerst,“ segir Guðmundur.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira