Búið sé að gengisfella tíu ára starf fyrir egó Sólveigar Önnu Snorri Másson skrifar 13. apríl 2022 20:51 Gabríel Benjamin var kjaramálafulltrúi hjá Eflingu þegar honum var sagt upp. Hann er einnig trúnaðarmaður þess starfsfólks hjá Eflingu sem er sjálft félagsmenn hjá VR. Vísir/Arnar Trúnaðarmaður starfsfólks Eflingar segir að Sólveig Anna sé búin að gengisfella tíu ára starf innan verkalýðshreyfingarinnar með hópuppsögn - sem ekkert samráð hafi verið haft um. Gabríel Benjamin, trúnaðarmaður VR innan Eflingar, hefur starfað hjá Eflingu í tæpt ár. Hann segir Sólveigu Önnu hafa rofið trúnað með því að tjá sig um samkomulag við trúnaðarmenn og telur ljóst að hægt hefði verið að fara aðra leið að sömu markmiðum án þess að ráðast í hópuppsögn. „Mér finnst þetta gífurlega gróft og óforskammað. Ég sé ekki tilganginn með þessu,“ segir Gabríel Benjamin í samtali við fréttastofu. Hann telur að samráðið sem stjórn Eflingar hafði við trúnaðarmenn starfsfólksins sé mögulega ekki gilt sem raunverulegt samráð í laganna skilningi. „Þetta var einhliða ákvörðun, það var ekkert samráð og við munum tilkynna þetta til Vinnumálastofnunar að þetta hafi ekki verið samráðsfundur sem slíkur,“ segir Gabríel. Agnieszku Ewu, varaformanni Eflingar, hefur eins og öllum verið sagt upp sem starfsmanni. Í samtali við fréttastofu segir hún Sólveigu Önnu í hefndarhug gegn sér og öðru starfsfólki félagsins. „Sú þjónusta sem félagsmenn fá í dag er af skornum skammti og það er á ábyrgð stjórnar Eflingar. Ég veit ekki hvað hún getur gert úr þessu annað en að skammast sín,“ segir Gabríel. Á meðal kosningaloforða Sólveigar Önnu hafi verið að berjast gegn órökstuddum hópuppsögnum atvinnurekenda. Nú sé sjálft stéttarfélagið búið að gefa atvinnurekendum fordæmi um að hægt sé að segja öllum upp og vísa til endurskipulagningar. Það verði notað gegn hreyfingunni. „Það er búið að gengisfella allt sem við höfum unnið að síðasta áratug, bara fyrir egó Sólveigar Önnu,“ segir Gabríel. Íhugar að hætta eftir fimmtán ár Í næstum því þrjátíu þúsund manna stéttarfélagi eru þarfir félagsmanna margvíslegar, hvort sem það eru launamál, veikindi eða bara orlofsbústaðir. Fréttastofa ræddi aðeins við félagsmenn Eflingar í dag á alls konar vinnustöðum. Einn þeirra, pólsk kona sem vann í 12 ár á hótelum en er nú á matsölustað, hefur verið í Eflingu í 15 ár. Hún skilur ekkert í ákvörðun Sólveigar, sem hún óttast að lami starfsemi stéttarfélagsins. Annar félagsmaður, afgreiðslumaður á Nings, íhugar að skipta um stéttarfélag. Sólveig Anna sé ekki hans formaður. Samtölin við þetta fólk má sjá í myndbrotinu hér að ofan. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Gabríel Benjamin, trúnaðarmaður VR innan Eflingar, hefur starfað hjá Eflingu í tæpt ár. Hann segir Sólveigu Önnu hafa rofið trúnað með því að tjá sig um samkomulag við trúnaðarmenn og telur ljóst að hægt hefði verið að fara aðra leið að sömu markmiðum án þess að ráðast í hópuppsögn. „Mér finnst þetta gífurlega gróft og óforskammað. Ég sé ekki tilganginn með þessu,“ segir Gabríel Benjamin í samtali við fréttastofu. Hann telur að samráðið sem stjórn Eflingar hafði við trúnaðarmenn starfsfólksins sé mögulega ekki gilt sem raunverulegt samráð í laganna skilningi. „Þetta var einhliða ákvörðun, það var ekkert samráð og við munum tilkynna þetta til Vinnumálastofnunar að þetta hafi ekki verið samráðsfundur sem slíkur,“ segir Gabríel. Agnieszku Ewu, varaformanni Eflingar, hefur eins og öllum verið sagt upp sem starfsmanni. Í samtali við fréttastofu segir hún Sólveigu Önnu í hefndarhug gegn sér og öðru starfsfólki félagsins. „Sú þjónusta sem félagsmenn fá í dag er af skornum skammti og það er á ábyrgð stjórnar Eflingar. Ég veit ekki hvað hún getur gert úr þessu annað en að skammast sín,“ segir Gabríel. Á meðal kosningaloforða Sólveigar Önnu hafi verið að berjast gegn órökstuddum hópuppsögnum atvinnurekenda. Nú sé sjálft stéttarfélagið búið að gefa atvinnurekendum fordæmi um að hægt sé að segja öllum upp og vísa til endurskipulagningar. Það verði notað gegn hreyfingunni. „Það er búið að gengisfella allt sem við höfum unnið að síðasta áratug, bara fyrir egó Sólveigar Önnu,“ segir Gabríel. Íhugar að hætta eftir fimmtán ár Í næstum því þrjátíu þúsund manna stéttarfélagi eru þarfir félagsmanna margvíslegar, hvort sem það eru launamál, veikindi eða bara orlofsbústaðir. Fréttastofa ræddi aðeins við félagsmenn Eflingar í dag á alls konar vinnustöðum. Einn þeirra, pólsk kona sem vann í 12 ár á hótelum en er nú á matsölustað, hefur verið í Eflingu í 15 ár. Hún skilur ekkert í ákvörðun Sólveigar, sem hún óttast að lami starfsemi stéttarfélagsins. Annar félagsmaður, afgreiðslumaður á Nings, íhugar að skipta um stéttarfélag. Sólveig Anna sé ekki hans formaður. Samtölin við þetta fólk má sjá í myndbrotinu hér að ofan.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira