Markalaust jafntefli í Madríd Atli Arason skrifar 13. apríl 2022 21:15 Það var allt við suðupunkti eftir að Felipe braut á Foden. Getty Images Manchester City er komið áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 0-0 jafntefli við Atletico Madrid í síðari viðureign liðanna í 8-liða úrslitum. City fer áfram eftir 1-0 sigur í fyrri viðureigninni. Þrátt fyrir að ekkert var skorað þá var mikill hasar í leiknum og hart barist á öllum vígstöðvum. Andrúmsloftið á Wanda Metropolitano var magnað en þrátt fyrir að Atletico þurfti á marki að halda þá var það City sem sótti meira framan af leik og komst næst því að skora í fyrri hálfleik þegar skot Ilkay Gündoğan fór í stöngina á marki Atletico. Atletico kom tvíeflt út í síðari hálfleik og komst tvisvar nálægt því að skora með marktilraunum frá Antonie Griezmann og Rodrigo De Paul en inn vildi boltinn ekki. Það sauð svo allt upp úr undir lok leiksins þegar Felipe, leikmaður Atletico, braut á Phil Foden, leikmanni City. Felipe fékk sitt annað gula spjald og allt ætlaði um koll að keyra og lág við að hnefasamlokur myndu fjúka. Eftir níu mínútna uppbótatíma var leikurinn flautaður af og City fer áfram í undanúrslit þar sem Real Madrid bíður þeirra. Það verða því tvö ensk lið og tvö spænsk lið í undanúrslitum en Liverpool og Villareal mætast í hinni viðureigninni í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Manchester City er komið áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 0-0 jafntefli við Atletico Madrid í síðari viðureign liðanna í 8-liða úrslitum. City fer áfram eftir 1-0 sigur í fyrri viðureigninni. Þrátt fyrir að ekkert var skorað þá var mikill hasar í leiknum og hart barist á öllum vígstöðvum. Andrúmsloftið á Wanda Metropolitano var magnað en þrátt fyrir að Atletico þurfti á marki að halda þá var það City sem sótti meira framan af leik og komst næst því að skora í fyrri hálfleik þegar skot Ilkay Gündoğan fór í stöngina á marki Atletico. Atletico kom tvíeflt út í síðari hálfleik og komst tvisvar nálægt því að skora með marktilraunum frá Antonie Griezmann og Rodrigo De Paul en inn vildi boltinn ekki. Það sauð svo allt upp úr undir lok leiksins þegar Felipe, leikmaður Atletico, braut á Phil Foden, leikmanni City. Felipe fékk sitt annað gula spjald og allt ætlaði um koll að keyra og lág við að hnefasamlokur myndu fjúka. Eftir níu mínútna uppbótatíma var leikurinn flautaður af og City fer áfram í undanúrslit þar sem Real Madrid bíður þeirra. Það verða því tvö ensk lið og tvö spænsk lið í undanúrslitum en Liverpool og Villareal mætast í hinni viðureigninni í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti