Vill að fólk hætti að leiðrétta „mér langar“ og „það var barið mig“ Snorri Másson skrifar 13. apríl 2022 15:00 Töluverð hugarfarsbreyting hefur orðið á meðal íslenskra málfræðinga á undanförnum áratugum. Þær einkennast af stórauknu umburðarlyndi gagnvart málbreytingum, því sem áður voru kallaðar málvillur. Fjallað var um alls konar málbreytingar í Íslandi í dag, sem sjá má hér að ofan. Þar var einnig rætt við Eirík Rögnvaldsson málfræðing. Umburðarlyndi hljómar vel, en hvað þýðir þetta nákvæmlega? Meðal annars það, að nú „má“ segja 'mér langar' í stað 'mig langar', 'það var beðið mig um að fara' í stað 'ég var beðinn um að fara' og það má opna 'hurðir' en ekki bara 'dyr'. Auðvitað er þetta ekki óumdeilt, en Eiríkur hefur barist fyrir því að fólk hætti að amast við breytingum sem þegar eru orðnar. Og ofangreindar breytingar eru að sönnu orðnar, þágufallshneigð er mjög útbreidd málbreyting og einnig hin nýja þolmynd, alltént á meðal ungu kynslóðarinnar. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, kenndi íslenska málfræði við Háskóla Íslands í meira en 30 ár.Vísir/Arnar En á þá að leyfa allt, er stundum spurt. „Það á ekkert að leyfa allt. En þegar um er að ræða tilbrigði í máli, sem hafa verið í málinu áratugum saman, jafnvel í heila öld, og fjöldi fólks hefur alist upp við frá máltökuskeiði og notar, þá finnst mér engin ástæða til að amast við því,“ segir Eiríkur. Ég vill, mig langar, það var beðið mig um að fara; þurfum við að hætta að amast við þessu? „Mér finnst það. Mér finnst engin ástæða til að vera að amast við þessu. Þetta fellur allt undir það sem ég var að lýsa. Þetta er ekki nýtt í málinu, þetta er útbreitt, en ég hins vegar skil vel að það sé erfitt fyrir fólk sem hefur alist upp við að eitthvað sé rangt að snúa allt í einu við blaðinu. En ég held að það sé mikilvægt og nauðsynlegt fyrir tungumálið að við notum tímann í annað en að amast við svona breytingum.“ Sjálfur kveðst Eiríkur í grunninn vera íhaldskurfur sem vilji helst að tungumálið sé eins og í Skagafirði á sjötta áratugnum. En það er ekki raunhæf ósk, segir Eiríkur, og eins gott að sætta sig við að svo verði ekki. Íslensk fræði Íslenska á tækniöld Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Fjallað var um alls konar málbreytingar í Íslandi í dag, sem sjá má hér að ofan. Þar var einnig rætt við Eirík Rögnvaldsson málfræðing. Umburðarlyndi hljómar vel, en hvað þýðir þetta nákvæmlega? Meðal annars það, að nú „má“ segja 'mér langar' í stað 'mig langar', 'það var beðið mig um að fara' í stað 'ég var beðinn um að fara' og það má opna 'hurðir' en ekki bara 'dyr'. Auðvitað er þetta ekki óumdeilt, en Eiríkur hefur barist fyrir því að fólk hætti að amast við breytingum sem þegar eru orðnar. Og ofangreindar breytingar eru að sönnu orðnar, þágufallshneigð er mjög útbreidd málbreyting og einnig hin nýja þolmynd, alltént á meðal ungu kynslóðarinnar. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, kenndi íslenska málfræði við Háskóla Íslands í meira en 30 ár.Vísir/Arnar En á þá að leyfa allt, er stundum spurt. „Það á ekkert að leyfa allt. En þegar um er að ræða tilbrigði í máli, sem hafa verið í málinu áratugum saman, jafnvel í heila öld, og fjöldi fólks hefur alist upp við frá máltökuskeiði og notar, þá finnst mér engin ástæða til að amast við því,“ segir Eiríkur. Ég vill, mig langar, það var beðið mig um að fara; þurfum við að hætta að amast við þessu? „Mér finnst það. Mér finnst engin ástæða til að vera að amast við þessu. Þetta fellur allt undir það sem ég var að lýsa. Þetta er ekki nýtt í málinu, þetta er útbreitt, en ég hins vegar skil vel að það sé erfitt fyrir fólk sem hefur alist upp við að eitthvað sé rangt að snúa allt í einu við blaðinu. En ég held að það sé mikilvægt og nauðsynlegt fyrir tungumálið að við notum tímann í annað en að amast við svona breytingum.“ Sjálfur kveðst Eiríkur í grunninn vera íhaldskurfur sem vilji helst að tungumálið sé eins og í Skagafirði á sjötta áratugnum. En það er ekki raunhæf ósk, segir Eiríkur, og eins gott að sætta sig við að svo verði ekki.
Íslensk fræði Íslenska á tækniöld Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira