Geislavirkur ráðherra kominn nær því að þurfa að íhuga stöðu sína Snorri Másson skrifar 11. apríl 2022 21:19 Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra kominn nær því að þurfa að íhuga stöðu sína alvarlega eftir að misbrestir komu í ljós við söluna á Íslandsbanka. Stjórnarandstaðan hefur verið sögð gera of mikið mál úr bankasölunni en Kristrún segir þetta raunar ekki ánægjulegt mál til að vinna með í stjórnarandstöðu. „Þetta er alvarlegt mál fyrir trúverðugleika stjórnvalda, trúverðugleika bankakerfisins og þetta hefur bara mjög þung áhrif á samfélagið,“ segir Kristrún. Þegar séu þættir komnir fram sem varpi rýrð á ferlið, óháð því hver niðurstaða sérstakrar úttektar verði. Þar nefnir Kristrún þá staðreynd að miðlarar hafi líka verið kaupendur: „Það fer út fyrir öll eðlileg siðferðismörk í heilbrigðum viðskiptum.“ Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar fór hörðum orðum um framferði Bjarna Benediktssonar í tengslum við söluna á Íslandsbanka í Íslandi í dag.Vísir/Einar Kristrún nefnir einnig að erlendir sjóðir sem í síðasta útboði seldu sig hratt út úr bankanum eftir útboð hafi aftur fengið að kaupa í bankanum nú. Loks nefnir Kristrún einnig háan kostnað við útboðið sem hafi átt að vera lágkostnaðarútboð. Kristrún segir Bjarna bera fyrir sig að hann hafi raunar haft litla vitneskju um allt útboðið. „Staðreyndin er sú að fjármálaráðherra er í æðsta embætti þegar kemur að sölu þessarar eignar og á að sjá um að gæta hagsmuna almennings í þessu máli. Ef fjármálaráðherra er kominn á þann stað í íslenskri pólitík að hann þyki svo geislavirkur þegar kemur að sölu banka að hann megi ekki einu sinni koma að því að sjá hverjir kaupa án þess að hafa möguleg áhrif til spillingar, þá er það bara mjög alvarlegt mál,“ segir Kristrún. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fór þess sjálfur á leit við Ríkisendurskoðun að úttekt yrði gerð á sölunni á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka. Nú hefur fjármálaeftirlitið einnig hafið rannsókn.Vísir/Vilhelm Minnsta skrefið sé að láta stjórnendur Bankasýslunnar víkja, sem hafi þó ekki verið gert. Á meðan veikist staða Bjarna að sögn Kristrúnar: „Á þessu stigi held ég að hann sé að komast nær því að þurfa að íhuga stöðu sína alvarlega vegna þess að það virðist ekki vera vilji til að viðurkenna augljósa misbresti.“ Næsti formaður? Í öðrum fréttum af Kristrúnu Frostadóttur er það að hún er nýkomin úr hringferð um landið og á þar samtals þrjátíu og sjö fundi að baki. Það er ekki laust við að sú spurning vakni í tengslum við þá ferð hvort Kristrún hafi í hyggju að sækjast eftir formannsembætti Samfylkingarinnar á landsfundi í haust. „Auðvitað er þetta eitthvað sem ég er að velta fyrir mér. Það hafa margir komið til mín og rætt þetta við mig en ég hef enga ákvörðun tekið í þessu máli. Það er aldrei hægt að útiloka neitt.“ Salan á Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Túlka megi orð Lilju sem svo að hún kalli eftir afsögn fjármálaráðherra Stjórnmálafræðiprófessor segir ekki hægt að túlka orð Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra, um að hún hafi verið mótfallin þeirri leið sem farið var við sölu á hlut ríkisins til Íslandsbanka, öðruvísi en að sprungur séu komnar í samstarf ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Hann segir hægt að túlka orð Lilju á þá leið að hún kalli eftir afsögn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. 11. apríl 2022 18:17 Katrín kannast ekkert við andstöðu Lilju Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kannast ekki við að Lilja D. Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hafi viljað færa til bókar andstöðu sína við fyrirkomulag útboðs á hlutum í Íslandsbanka. 11. apríl 2022 16:51 Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Stjórnarandstaðan hefur verið sögð gera of mikið mál úr bankasölunni en Kristrún segir þetta raunar ekki ánægjulegt mál til að vinna með í stjórnarandstöðu. „Þetta er alvarlegt mál fyrir trúverðugleika stjórnvalda, trúverðugleika bankakerfisins og þetta hefur bara mjög þung áhrif á samfélagið,“ segir Kristrún. Þegar séu þættir komnir fram sem varpi rýrð á ferlið, óháð því hver niðurstaða sérstakrar úttektar verði. Þar nefnir Kristrún þá staðreynd að miðlarar hafi líka verið kaupendur: „Það fer út fyrir öll eðlileg siðferðismörk í heilbrigðum viðskiptum.“ Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar fór hörðum orðum um framferði Bjarna Benediktssonar í tengslum við söluna á Íslandsbanka í Íslandi í dag.Vísir/Einar Kristrún nefnir einnig að erlendir sjóðir sem í síðasta útboði seldu sig hratt út úr bankanum eftir útboð hafi aftur fengið að kaupa í bankanum nú. Loks nefnir Kristrún einnig háan kostnað við útboðið sem hafi átt að vera lágkostnaðarútboð. Kristrún segir Bjarna bera fyrir sig að hann hafi raunar haft litla vitneskju um allt útboðið. „Staðreyndin er sú að fjármálaráðherra er í æðsta embætti þegar kemur að sölu þessarar eignar og á að sjá um að gæta hagsmuna almennings í þessu máli. Ef fjármálaráðherra er kominn á þann stað í íslenskri pólitík að hann þyki svo geislavirkur þegar kemur að sölu banka að hann megi ekki einu sinni koma að því að sjá hverjir kaupa án þess að hafa möguleg áhrif til spillingar, þá er það bara mjög alvarlegt mál,“ segir Kristrún. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fór þess sjálfur á leit við Ríkisendurskoðun að úttekt yrði gerð á sölunni á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka. Nú hefur fjármálaeftirlitið einnig hafið rannsókn.Vísir/Vilhelm Minnsta skrefið sé að láta stjórnendur Bankasýslunnar víkja, sem hafi þó ekki verið gert. Á meðan veikist staða Bjarna að sögn Kristrúnar: „Á þessu stigi held ég að hann sé að komast nær því að þurfa að íhuga stöðu sína alvarlega vegna þess að það virðist ekki vera vilji til að viðurkenna augljósa misbresti.“ Næsti formaður? Í öðrum fréttum af Kristrúnu Frostadóttur er það að hún er nýkomin úr hringferð um landið og á þar samtals þrjátíu og sjö fundi að baki. Það er ekki laust við að sú spurning vakni í tengslum við þá ferð hvort Kristrún hafi í hyggju að sækjast eftir formannsembætti Samfylkingarinnar á landsfundi í haust. „Auðvitað er þetta eitthvað sem ég er að velta fyrir mér. Það hafa margir komið til mín og rætt þetta við mig en ég hef enga ákvörðun tekið í þessu máli. Það er aldrei hægt að útiloka neitt.“
Salan á Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Túlka megi orð Lilju sem svo að hún kalli eftir afsögn fjármálaráðherra Stjórnmálafræðiprófessor segir ekki hægt að túlka orð Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra, um að hún hafi verið mótfallin þeirri leið sem farið var við sölu á hlut ríkisins til Íslandsbanka, öðruvísi en að sprungur séu komnar í samstarf ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Hann segir hægt að túlka orð Lilju á þá leið að hún kalli eftir afsögn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. 11. apríl 2022 18:17 Katrín kannast ekkert við andstöðu Lilju Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kannast ekki við að Lilja D. Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hafi viljað færa til bókar andstöðu sína við fyrirkomulag útboðs á hlutum í Íslandsbanka. 11. apríl 2022 16:51 Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Túlka megi orð Lilju sem svo að hún kalli eftir afsögn fjármálaráðherra Stjórnmálafræðiprófessor segir ekki hægt að túlka orð Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra, um að hún hafi verið mótfallin þeirri leið sem farið var við sölu á hlut ríkisins til Íslandsbanka, öðruvísi en að sprungur séu komnar í samstarf ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Hann segir hægt að túlka orð Lilju á þá leið að hún kalli eftir afsögn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. 11. apríl 2022 18:17
Katrín kannast ekkert við andstöðu Lilju Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kannast ekki við að Lilja D. Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hafi viljað færa til bókar andstöðu sína við fyrirkomulag útboðs á hlutum í Íslandsbanka. 11. apríl 2022 16:51