Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 95-85 | Valsmenn sópuðu Stjörnunni úr leik Siggeir Ævarsson skrifar 11. apríl 2022 23:20 Valsmenn eru á leið í undanúrslit. Vísir/Hulda Margrét Valur og Stjarnan mættust í Origo höllinni að Hlíðarenda í kvöld, þar sem tímabilið var undir fyrir Stjörnumenn, Valsmenn komnir í 2-0 í einvíginu. Síðasti leikur liðanna gat ekki verið mikið jafnari, tvíframlengdur tveggja stiga sigur og var svipað uppá teningnum í kvöld, í það minnsta framan af. Það virtist vera einhver taugatrekkingur í mönnum til að byrja með, aðeins 10 stig voru komin á töfluna eftir fyrstu 5 mínútur leiksins. Hvorugt lið virtist vilja taka of mikla áhættu og Stjörnumenn eflaust lafhræddir um að missa tökin á leiknum og tímabilinu með. Smám saman fóru menn þó að hressast og stigin að safnast á töfluna. Valsmenn náðu að byggja upp smávægilegt forskot fyrir hálfleik, staðan 45-38. Stjörnumenn voru ekki að hitta vel fyrir utan á þessum tímapunkti leiksins, aðeins 3 þriggjastiga skot ofan í af 16. Stigaskorið var að dreifast vel hjá báðum liðum og erfitt að taka einn leikmann út fyrir sviga frekar en annan eftir fyrri hálfleikinn. Það var engu líkara en Stjörnumenn misstu trúna á verkefninu fljótlega í seinni hálfleik. Smám saman jókst forskot heimamanna og varð 18 stig þegar best lét. Eftir það var engu líkara en leikurinn væri hreinlega búinn, þrátt fyrir að nóg væri eftir á klukkunni. Stjörnumenn klóruðu að veikum mætti í bakkann öðru hvoru en Valsmenn áttu alltaf svör, oftar en ekki í formi þriggjastiga karfa sem slökktu alla vonarneista gestanna jafnharðan og þeir kveiknuðu. Það mætti kannski segja að Stjörnumenn hefðu aldrei gefist upp, þeir héldu áfram að sækja og Robert Turner skoraði alveg helling af stigum í 4. leikhluta eins og hann gerir svo gjarnan en sigur heimamanna var aldrei í hættu í seinni hálfleik. Munurinn fór aldrei undir 8 stig í fjórða leikhlutanum og Stjarnan hefði þurft sóknarframlag frá fleiri leikmönnum, og líka fleiri stopp varnarmegin. Öruggur og sanngjarn Valssigur staðreynd, lokatölur 95-85 og Valsmenn komnir áfram í 4-liða úrslit og fá núna nokkra aukadaga til að hvíla lúin bein. Af hverju vann Valur? Þeir hittu á góðan dag sóknarlega og fengu drjúgt framlag bæði frá Jacob Calloway og Kára Jónssyni sem hittu vel fyrir utan. Calloway 4/7 í þristum og Kári 4/8. Það hljómar kannski eins og klisja en Valsmenn virtust vilja sigurinn miklu meira en Stjörnumenn í kvöld, og það var sama hvað Arnar reyndi að öskra sína menn áfram af hliðarlínunni, þeir komust aldrei í takt við leikinn í seinni hálfleik. Hvað gekk illa? Stjörnumönnum gekk illa að dreifa stigaskorinu þegar á leið og sömuleiðis gekk þeim illa að spila hvorn annan uppi, en Stjarnan gaf aðeins 11 stoðsendingar í leiknum, samanborið við 18 Valsmegin. Hverjir stóðu uppúr? Hjá Valsmönnum voru það Calloway og Kári sem fóru fyrir þeirra liði sóknarmegin, Calloway með 27 stig og 5 fráköst og frábæra skotnýtingu, en hann hitti úr öllum 6 tveggja stiga skotum sínum. Kári bætti við 25 stigum og 7 stoðsendingum. Hjá Stjörnunni var Turner flest í flestu eins og svo oft áður í vetur, endaði með 33 stig en aðrir leikmenn létu lítið að sér kveða eftir því sem leið á leikinn. Hvað gerist næst? Stjörnumenn eru farnir í sumarfrí, með bikarmeistaratitil í farteskinu svo að tímabilið er ekki algjört volæði í Garðabænum, þó þeir hefðu vafalaust viljað enda það öðruvísi en að vera sópað hér í kvöld. Valsmenn eru komnir í 4-liða úrslit og fara eflaust nokkrar ferðir í kalda pottinn næstu daga. Þeir voru betri en við í seríunni og mikið betri en við í kvöld Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Bára Dröfn Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar var nokkuð rólegur eftir leik þrátt fyrir að hafa verið sópað útúr 8-liða úrslitum, og sagði að betra liðið hefði einfaldlega unnið þessa seríu. „Ég vil bara óska Valsmönnum til hamingju. Þeir voru betri en við í seríunni og mikið betri en við í kvöld. Þetta var mjög erfitt hjá okkur í kvöld. Ég vil bara óska þeim góðs gengis.“ Utanfrá séð virtist öll von um sigur hverfa úr augum Stjörnumanna í þriðja leikhluta eftir stórt áhlaup Valsmanna. Trúin virtist einfaldlega ekki vera til staðar uppúr miðjum þriðja leikluta. Arnar tók undir þá greiningu og hrósaði blaðamanni fyrir næmt auga. „Já ég held að það sé nú bara nokkuð nærri lagi. Blaðamenn eru nú yfirleitt með tóma þvælu en ég held að þetta sé bara ágæt greining núna. Kannski var bara orkan farin úr okkur eftir síðasta leik. Við brotnuðum kannski full fljótt í dag. Menn héldu áfram og börðust, en kannski eins og þú segir, trúin ekki til staðar.“ Þrátt fyrir áhlaupið þá reyndu Stjörnumenn áfram að klóra í bakkann, en það vantaði alltaf herslumuninn, og kannski aðeins rúmlega. „Já og kannski bara heilt yfir í þessari seríu. Það voru vandamál okkar varnarlega sem voru heilt yfir oft til staðar í vetur sem voru okkur dýrkeypt.“ Arnar sagði þó að lokum að hans menn mættu ekki gleyma því að þeir hefðu landað öðrum af stóru titlunum í vetur. „Ég sagði nú við þá að þetta er ótrúlega sárt í dag en þegar öllu er á botninn hvolft þá eru yfirleitt tvö lið á Íslandi sem fá stóran bikar og við erum annað þeirra. Við þurfum að muna það að við náðum ákveðnum markmiðum í vetur þó þau hafi ekki öll náðst. Nú fara menn og sleikja sárin og safna kröftum komandi vertíðir.“ Subway-deild karla Valur Stjarnan
Valur og Stjarnan mættust í Origo höllinni að Hlíðarenda í kvöld, þar sem tímabilið var undir fyrir Stjörnumenn, Valsmenn komnir í 2-0 í einvíginu. Síðasti leikur liðanna gat ekki verið mikið jafnari, tvíframlengdur tveggja stiga sigur og var svipað uppá teningnum í kvöld, í það minnsta framan af. Það virtist vera einhver taugatrekkingur í mönnum til að byrja með, aðeins 10 stig voru komin á töfluna eftir fyrstu 5 mínútur leiksins. Hvorugt lið virtist vilja taka of mikla áhættu og Stjörnumenn eflaust lafhræddir um að missa tökin á leiknum og tímabilinu með. Smám saman fóru menn þó að hressast og stigin að safnast á töfluna. Valsmenn náðu að byggja upp smávægilegt forskot fyrir hálfleik, staðan 45-38. Stjörnumenn voru ekki að hitta vel fyrir utan á þessum tímapunkti leiksins, aðeins 3 þriggjastiga skot ofan í af 16. Stigaskorið var að dreifast vel hjá báðum liðum og erfitt að taka einn leikmann út fyrir sviga frekar en annan eftir fyrri hálfleikinn. Það var engu líkara en Stjörnumenn misstu trúna á verkefninu fljótlega í seinni hálfleik. Smám saman jókst forskot heimamanna og varð 18 stig þegar best lét. Eftir það var engu líkara en leikurinn væri hreinlega búinn, þrátt fyrir að nóg væri eftir á klukkunni. Stjörnumenn klóruðu að veikum mætti í bakkann öðru hvoru en Valsmenn áttu alltaf svör, oftar en ekki í formi þriggjastiga karfa sem slökktu alla vonarneista gestanna jafnharðan og þeir kveiknuðu. Það mætti kannski segja að Stjörnumenn hefðu aldrei gefist upp, þeir héldu áfram að sækja og Robert Turner skoraði alveg helling af stigum í 4. leikhluta eins og hann gerir svo gjarnan en sigur heimamanna var aldrei í hættu í seinni hálfleik. Munurinn fór aldrei undir 8 stig í fjórða leikhlutanum og Stjarnan hefði þurft sóknarframlag frá fleiri leikmönnum, og líka fleiri stopp varnarmegin. Öruggur og sanngjarn Valssigur staðreynd, lokatölur 95-85 og Valsmenn komnir áfram í 4-liða úrslit og fá núna nokkra aukadaga til að hvíla lúin bein. Af hverju vann Valur? Þeir hittu á góðan dag sóknarlega og fengu drjúgt framlag bæði frá Jacob Calloway og Kára Jónssyni sem hittu vel fyrir utan. Calloway 4/7 í þristum og Kári 4/8. Það hljómar kannski eins og klisja en Valsmenn virtust vilja sigurinn miklu meira en Stjörnumenn í kvöld, og það var sama hvað Arnar reyndi að öskra sína menn áfram af hliðarlínunni, þeir komust aldrei í takt við leikinn í seinni hálfleik. Hvað gekk illa? Stjörnumönnum gekk illa að dreifa stigaskorinu þegar á leið og sömuleiðis gekk þeim illa að spila hvorn annan uppi, en Stjarnan gaf aðeins 11 stoðsendingar í leiknum, samanborið við 18 Valsmegin. Hverjir stóðu uppúr? Hjá Valsmönnum voru það Calloway og Kári sem fóru fyrir þeirra liði sóknarmegin, Calloway með 27 stig og 5 fráköst og frábæra skotnýtingu, en hann hitti úr öllum 6 tveggja stiga skotum sínum. Kári bætti við 25 stigum og 7 stoðsendingum. Hjá Stjörnunni var Turner flest í flestu eins og svo oft áður í vetur, endaði með 33 stig en aðrir leikmenn létu lítið að sér kveða eftir því sem leið á leikinn. Hvað gerist næst? Stjörnumenn eru farnir í sumarfrí, með bikarmeistaratitil í farteskinu svo að tímabilið er ekki algjört volæði í Garðabænum, þó þeir hefðu vafalaust viljað enda það öðruvísi en að vera sópað hér í kvöld. Valsmenn eru komnir í 4-liða úrslit og fara eflaust nokkrar ferðir í kalda pottinn næstu daga. Þeir voru betri en við í seríunni og mikið betri en við í kvöld Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Bára Dröfn Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar var nokkuð rólegur eftir leik þrátt fyrir að hafa verið sópað útúr 8-liða úrslitum, og sagði að betra liðið hefði einfaldlega unnið þessa seríu. „Ég vil bara óska Valsmönnum til hamingju. Þeir voru betri en við í seríunni og mikið betri en við í kvöld. Þetta var mjög erfitt hjá okkur í kvöld. Ég vil bara óska þeim góðs gengis.“ Utanfrá séð virtist öll von um sigur hverfa úr augum Stjörnumanna í þriðja leikhluta eftir stórt áhlaup Valsmanna. Trúin virtist einfaldlega ekki vera til staðar uppúr miðjum þriðja leikluta. Arnar tók undir þá greiningu og hrósaði blaðamanni fyrir næmt auga. „Já ég held að það sé nú bara nokkuð nærri lagi. Blaðamenn eru nú yfirleitt með tóma þvælu en ég held að þetta sé bara ágæt greining núna. Kannski var bara orkan farin úr okkur eftir síðasta leik. Við brotnuðum kannski full fljótt í dag. Menn héldu áfram og börðust, en kannski eins og þú segir, trúin ekki til staðar.“ Þrátt fyrir áhlaupið þá reyndu Stjörnumenn áfram að klóra í bakkann, en það vantaði alltaf herslumuninn, og kannski aðeins rúmlega. „Já og kannski bara heilt yfir í þessari seríu. Það voru vandamál okkar varnarlega sem voru heilt yfir oft til staðar í vetur sem voru okkur dýrkeypt.“ Arnar sagði þó að lokum að hans menn mættu ekki gleyma því að þeir hefðu landað öðrum af stóru titlunum í vetur. „Ég sagði nú við þá að þetta er ótrúlega sárt í dag en þegar öllu er á botninn hvolft þá eru yfirleitt tvö lið á Íslandi sem fá stóran bikar og við erum annað þeirra. Við þurfum að muna það að við náðum ákveðnum markmiðum í vetur þó þau hafi ekki öll náðst. Nú fara menn og sleikja sárin og safna kröftum komandi vertíðir.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti