Viðskipti innlent

Jón Fannar nýr for­stjóri Nanitor

Atli Ísleifsson skrifar
Jón Fannar Karlsson Taylor.
Jón Fannar Karlsson Taylor. Aðsend

Jón Fannar Karlsson Taylor hefur verið ráðinn sem forstjóri íslenska netöryggisfyrirtækisins Nanitor.

Í tilkynningu segir að Jón Fannar sé kerfisfræðingur sem hafi alþjóðlega reynslu í upplýsingatækni og hafi starfað við ráðgjöf og þróun hugbúnaðar síðastliðin 25 ár.

Síðast starfaði hann sem stjórnandi við vöruþróun á fjarskiptalausnum hjá AMDOCS í Kanada og Bretlandi. Einnig starfaði hann sem ráðgjafi hjá NCR Corporation og Cisco Systems í Bretlandi.

Jón Fannar stofnaði Netsamskipti sem var ein fyrsta internetþjónusta landsins. Hann kom að rekstri nýsköpunarfyrirtækja í upplýsingatækni hjá TAZZ networks, Camiant í Bandaríkjunum og Bridgewater Systems í Kanada.“

Um Nanitor segir að þar starfi um tuttugu manns á skrifstofum félagsins bæði í Reykjavík og London. Félagið sé leiðandi í þróun netöryggislausna og sérhæfi sig í rauntímagreiningu á heildstæðu grunnöryggi tölvukerfa fyrirtækja, þar með talið öryggisstillingum, þekktum veikleikum tölvukerfa, hugbúnaðaruppfærslum og þar með mögulegum netárásum sem fyrirtæki geti orðið fyrir.

Í framkvæmdastjórn félagsins sitja ásamt forstjóra; Alfreð Hall, framkvæmdastjóri tæknisviðs, Kolbeinn Björnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs og Gunnsteinn Hall, framkvæmdastjóri vöruþróunarsviðs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×