Árs fangelsi fyrir ítrekuð brot gegn sambýliskonu og stjúpdóttur Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 9. apríl 2022 23:00 Landsréttur hækkaði refsinguna um þrjá mánuði, en í héraðsdómi hafði maðurinn verið dæmdur í 9 mánaða fangelsi. Vísir/Vilhelm Karlmaður var nýlega dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir brot í nánu sambandi gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni og dóttur hennar, fyrir að hafa ítrekað ógnað lífi þeirra og velferð með líkamlegu og andlegu ofbeldi. Þetta er í þriðja sinn sem maðurinn hlýtur dóm fyrir brot gegn mæðgunum. Landsréttur kvað upp dóm í málinu í gær en maðurinn var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir brot gegn nálgunarbanni árið 2017 og tveimur árum síðar var hann aftur dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir annað brot gegn nálgunarbanni. Stórfelld brot í nánu sambandi Maðurinn var í þessu máli ákærður fyrir stórfelld brot í nánu sambandi gagnvart fyrrverandi sambýliskonunni. Í ákæru kemur fram að hann hafi í eitt sinn haldið henni fastri og öskrað á hana ítrekað með ljótum og meiðandi orðum, allt þar til stjúpdóttirin kom inn í herbergið og ýtti ákærða ofan af móður hennar. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa hrint sambýliskonunni fyrrverandi í gólfið og kastað glerglasi í áttina að henni. Maðurinn var þar að aukiákærður fyrir fjölmörg brot gegn henni af sama toga og sakfelldur fyrir þau öll. Hann játaði brot sín skýlaust fyrir dómi. Brot gegn barnaverndarlögum Hann var einnig sakfelldur fyrir brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa ítrekað beitt sambýliskonuna fyrrverandi ofbeldi í viðurvist dóttur hennar og beitt stjúpdóttirina þar að auki ítrekuðu andlegu ofbeldi yfir tveggja ára tímabil. Landsréttur sagði alveg ljóst að brotin væru mörg og alvarleg. Þau væru þar að auki endurtekin og náðu yfir langt tímabil. Ákærði ætti sér engar málsbætur aðrar en að hafa játað að hafa framið brotin. Hann var því dæmdur í 12 mánaða fangelsi og til að greiða fyrrverandi sambýliskonunni milljón í miskabætur og dóttur hennar 600 þúsund krónur. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Landsréttur kvað upp dóm í málinu í gær en maðurinn var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir brot gegn nálgunarbanni árið 2017 og tveimur árum síðar var hann aftur dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir annað brot gegn nálgunarbanni. Stórfelld brot í nánu sambandi Maðurinn var í þessu máli ákærður fyrir stórfelld brot í nánu sambandi gagnvart fyrrverandi sambýliskonunni. Í ákæru kemur fram að hann hafi í eitt sinn haldið henni fastri og öskrað á hana ítrekað með ljótum og meiðandi orðum, allt þar til stjúpdóttirin kom inn í herbergið og ýtti ákærða ofan af móður hennar. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa hrint sambýliskonunni fyrrverandi í gólfið og kastað glerglasi í áttina að henni. Maðurinn var þar að aukiákærður fyrir fjölmörg brot gegn henni af sama toga og sakfelldur fyrir þau öll. Hann játaði brot sín skýlaust fyrir dómi. Brot gegn barnaverndarlögum Hann var einnig sakfelldur fyrir brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa ítrekað beitt sambýliskonuna fyrrverandi ofbeldi í viðurvist dóttur hennar og beitt stjúpdóttirina þar að auki ítrekuðu andlegu ofbeldi yfir tveggja ára tímabil. Landsréttur sagði alveg ljóst að brotin væru mörg og alvarleg. Þau væru þar að auki endurtekin og náðu yfir langt tímabil. Ákærði ætti sér engar málsbætur aðrar en að hafa játað að hafa framið brotin. Hann var því dæmdur í 12 mánaða fangelsi og til að greiða fyrrverandi sambýliskonunni milljón í miskabætur og dóttur hennar 600 þúsund krónur.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira