„Augljóst að þetta útboð fór ekki eins og við helst óskuðum“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. apríl 2022 20:00 Bjarni Benediktsson segir að margt þurfi að yfirfara í síðasta útboði á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Ríkisendurskoðun hefur fallist á beiðni hans að gera úttekt á sölunni. Vísir/Einar Fjármálaráðherra segir ljóst að yfirfara þurfi fjölmarga þætti varðandi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Ekki verði farið í að selja aftur í bankanum fyrr en öll kurl séu komin til grafar. Sala ríkisins á hlut í Íslandsbanka hefur verið harðlega gagnrýnd. Á meðan almenningi hafi verið óheimilt að kaupa hlutabréf á afslætti hafi góðkunningum úr bankahruninu verið hleypt að borðinu. Engin viðmið hafi verið sett um orðspor eða traust kaupenda. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að staða kaupenda verði skoðuð í framhaldinu ásamt fjölmörgum öðrum þáttum. „Það er eitt og sér og eitt af mörgum skrefum sem við myndum vilja láta taka til skoðunnar hjá Ríkisendurskoðun en það er alveg ljóst að næsta skref í þessu máli er að fá álit ríkisendurskoðanda. Það er alveg augljóst að þetta útboð fór ekki eins og við helst óskuðum,“ segir Bjarni. Hann segir að Bankasýslunni hafi hins vegar verið heimilt að gera kröfur til kaupenda. En stjórnarformaður Bankasýslunnar sagði í viðtali við fréttastofu í gær að það væri Alþingis að setja ramma um útboð á hlut ríkisins í bankanum. Aðspurður um mögulegt framtíðarsöluferli á þeim hluta í bankanum sem enn er í eigu ríkisins, og hvernig hægt væri að koma í veg fyrir að það yrði tortryggilegt, segir Bjarni meðal annars: „Ég myndi segja að ef verið er að framkvæma úthlutun til þeirra sem hafa verulega orðsporsáhættu þá ættu þau viðmið sem við höfum sett að falla undir það að Bankasýslan geti sett fram kröfur á kaupendur.“ Þá hefur verið gagnrýnt að nokkrir söluaðilar og eða eigendur fyrirtækja sem seldu fyrir Bankasýsluna í útboðinu hafi á sama tíma keypt hluti í því. Fjármálaráðherra segir mikilvægt að koma í veg fyrir slíkt athæfi. „Allt sem veldur tortryggni, varpar skugga á framkvæmd útboðsins þarf að ávarpa og við þurfum að skoða og við þurfum að koma í veg fyrir að slíkir hlutir geti endurtekið sig,“ segir hann Loks hefur komið gagnrýni á að ríkið hafi gefið hæfum fjárfestum afslátt í útboðinu á meðan umframeftirspurn var eftir bréfum og fjölmargir minni hluthafar hafi fjárfest undir tíu milljónum króna. Bjarni segir fleira koma til en verð. „Við erum ekki bara að leggja áherslur á verðið við erum líka að leggja áherslu á fjölbreytni í eigendahópnum,“ segir hann. Ríkisendurskoðun hefur fallist á beiðni fjármálaráðherra að gera úttekt á síðasta útboði ríkisins á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Búast má við niðurstöðu í júní. Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bankasýslan þvertekur fyrir að lög hafi verið brotin Bankasýsla ríkisins vísar á bug hvers kyns sjónarmiðum um að fyrirkomulag við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið í andstöðu við lög. 8. apríl 2022 18:53 Einn höfunda Rannsóknarskýrslu Alþingis vill að fjármálaráðherra víki Einn höfunda Rannsóknarskýrslu Alþingis um fjármálahrunið telur að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna útboða á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Of mikill afsláttur hafi verið gefinn bæði í fyrra og nú og þá hafi komið fram of miklir vankantar til að honum sé treystandi. 8. apríl 2022 18:31 Segir föður sinn hafa keypt í trássi við sína ósk Fjármála- og efnahagsráðherra kveðst hafa beðið sitt nánasta fólk um að taka ekki þátt í útboðinu á Íslandsbanka á síðasta ári. Það hafi ekki hvarflað að sér að faðir sinn myndi samt gera það. 8. apríl 2022 12:31 „Gæti verið óheppilegt að seljendur í útboðinu hafi líka keypt“ Góðkunningjar úr bankahruninu eru aftur komnir á kreik og keyptu nokkrir þeirra fyrir hundruð milljóna í útboði Íslandsbanka á dögunum. Starfsmenn og eigendur fyrirtækja sem sáu um sölu bankans í útboðinu keyptu einnig hluti. Formaður Bankasýslunnar segir það geta verið óheppilegt. 7. apríl 2022 18:58 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Sala ríkisins á hlut í Íslandsbanka hefur verið harðlega gagnrýnd. Á meðan almenningi hafi verið óheimilt að kaupa hlutabréf á afslætti hafi góðkunningum úr bankahruninu verið hleypt að borðinu. Engin viðmið hafi verið sett um orðspor eða traust kaupenda. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að staða kaupenda verði skoðuð í framhaldinu ásamt fjölmörgum öðrum þáttum. „Það er eitt og sér og eitt af mörgum skrefum sem við myndum vilja láta taka til skoðunnar hjá Ríkisendurskoðun en það er alveg ljóst að næsta skref í þessu máli er að fá álit ríkisendurskoðanda. Það er alveg augljóst að þetta útboð fór ekki eins og við helst óskuðum,“ segir Bjarni. Hann segir að Bankasýslunni hafi hins vegar verið heimilt að gera kröfur til kaupenda. En stjórnarformaður Bankasýslunnar sagði í viðtali við fréttastofu í gær að það væri Alþingis að setja ramma um útboð á hlut ríkisins í bankanum. Aðspurður um mögulegt framtíðarsöluferli á þeim hluta í bankanum sem enn er í eigu ríkisins, og hvernig hægt væri að koma í veg fyrir að það yrði tortryggilegt, segir Bjarni meðal annars: „Ég myndi segja að ef verið er að framkvæma úthlutun til þeirra sem hafa verulega orðsporsáhættu þá ættu þau viðmið sem við höfum sett að falla undir það að Bankasýslan geti sett fram kröfur á kaupendur.“ Þá hefur verið gagnrýnt að nokkrir söluaðilar og eða eigendur fyrirtækja sem seldu fyrir Bankasýsluna í útboðinu hafi á sama tíma keypt hluti í því. Fjármálaráðherra segir mikilvægt að koma í veg fyrir slíkt athæfi. „Allt sem veldur tortryggni, varpar skugga á framkvæmd útboðsins þarf að ávarpa og við þurfum að skoða og við þurfum að koma í veg fyrir að slíkir hlutir geti endurtekið sig,“ segir hann Loks hefur komið gagnrýni á að ríkið hafi gefið hæfum fjárfestum afslátt í útboðinu á meðan umframeftirspurn var eftir bréfum og fjölmargir minni hluthafar hafi fjárfest undir tíu milljónum króna. Bjarni segir fleira koma til en verð. „Við erum ekki bara að leggja áherslur á verðið við erum líka að leggja áherslu á fjölbreytni í eigendahópnum,“ segir hann. Ríkisendurskoðun hefur fallist á beiðni fjármálaráðherra að gera úttekt á síðasta útboði ríkisins á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Búast má við niðurstöðu í júní.
Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bankasýslan þvertekur fyrir að lög hafi verið brotin Bankasýsla ríkisins vísar á bug hvers kyns sjónarmiðum um að fyrirkomulag við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið í andstöðu við lög. 8. apríl 2022 18:53 Einn höfunda Rannsóknarskýrslu Alþingis vill að fjármálaráðherra víki Einn höfunda Rannsóknarskýrslu Alþingis um fjármálahrunið telur að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna útboða á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Of mikill afsláttur hafi verið gefinn bæði í fyrra og nú og þá hafi komið fram of miklir vankantar til að honum sé treystandi. 8. apríl 2022 18:31 Segir föður sinn hafa keypt í trássi við sína ósk Fjármála- og efnahagsráðherra kveðst hafa beðið sitt nánasta fólk um að taka ekki þátt í útboðinu á Íslandsbanka á síðasta ári. Það hafi ekki hvarflað að sér að faðir sinn myndi samt gera það. 8. apríl 2022 12:31 „Gæti verið óheppilegt að seljendur í útboðinu hafi líka keypt“ Góðkunningjar úr bankahruninu eru aftur komnir á kreik og keyptu nokkrir þeirra fyrir hundruð milljóna í útboði Íslandsbanka á dögunum. Starfsmenn og eigendur fyrirtækja sem sáu um sölu bankans í útboðinu keyptu einnig hluti. Formaður Bankasýslunnar segir það geta verið óheppilegt. 7. apríl 2022 18:58 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Bankasýslan þvertekur fyrir að lög hafi verið brotin Bankasýsla ríkisins vísar á bug hvers kyns sjónarmiðum um að fyrirkomulag við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið í andstöðu við lög. 8. apríl 2022 18:53
Einn höfunda Rannsóknarskýrslu Alþingis vill að fjármálaráðherra víki Einn höfunda Rannsóknarskýrslu Alþingis um fjármálahrunið telur að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna útboða á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Of mikill afsláttur hafi verið gefinn bæði í fyrra og nú og þá hafi komið fram of miklir vankantar til að honum sé treystandi. 8. apríl 2022 18:31
Segir föður sinn hafa keypt í trássi við sína ósk Fjármála- og efnahagsráðherra kveðst hafa beðið sitt nánasta fólk um að taka ekki þátt í útboðinu á Íslandsbanka á síðasta ári. Það hafi ekki hvarflað að sér að faðir sinn myndi samt gera það. 8. apríl 2022 12:31
„Gæti verið óheppilegt að seljendur í útboðinu hafi líka keypt“ Góðkunningjar úr bankahruninu eru aftur komnir á kreik og keyptu nokkrir þeirra fyrir hundruð milljóna í útboði Íslandsbanka á dögunum. Starfsmenn og eigendur fyrirtækja sem sáu um sölu bankans í útboðinu keyptu einnig hluti. Formaður Bankasýslunnar segir það geta verið óheppilegt. 7. apríl 2022 18:58