Aðstoðarmaður Mourinhos kærður vegna kverkataks í göngunum Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2022 14:30 Bodo Glimt vs AS Roma epa09876681 Roma's coach Jose Mourinho (L), Roma's Nicola Zalewski (C) and Bodo Glimt's coach Kjetil Knutsen (R) during the UEFA Conference League quarter final, first leg soccer match between Bodo Glimt and AS Roma at Aspmyra stadium in Bodo, norway, 07 April 2022. EPA-EFE/Mats Torbergsen NORWAY OUT Forráðamenn norska knattspyrnufélagsins Bodö/Glimt hafa nú ákveðið að kæra Nuno Santos, markmannsþjálfara Roma, vegna árásar á Kjetil Knutsen, þjálfara norska liðsins, eftir 2-1 tap Roma í Noregi í gærkvöld. Atvikið náðist á myndband. Liðin áttust við í 8-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í gær og mætast aftur í Róm í næstu viku. Þau áttust einnig við í riðlakeppni keppninnar, þar sem Bodö/Glimt vann ótrúlegan 6-1 sigur áður en liðin gerðu svo 2-2 jafntefli í Róm. Spennan á milli liðanna virðist hafa aukist með hverjum leiknum og upp úr sauð þegar liðin höfðu gengið af velli í Noregi í gærkvöld. Knutsen segir Santos, einn af aðstoðarmönnum José Mourinho þjálfara Roma, hafa tekið sig kverkataki. Samkvæmt norskum fjölmiðlum er til myndband af atvikinu sem óskað hefur verið eftir að UEFA geri opinbert. Knutsen sagði við fjölmiðla eftir leik í gærkvöld að Santos hefði raunar ítrekað hagað sér illa á meðan á leiknum stóð, og að yfir þessu hefði hann kvartað við fjórða dómara leiksins. „Þetta náði hápunkti með líkamlegri árás á mig í leikmannagöngunum,“ sagði Knutsen við VG í dag. „Vanalega er ég þannig gerður að vilja víkja mér undan. Að þessu sinni varð ég fyrir líkamlegri árás. Hann greip um hálsinn á mér og skellti mér utan í vegginn. Það var bara eðlilegt að ég reyndi að verja mig,“ sagði Knutsen en útskýrði ekki nánar hvernig hann hefði varið sig. Lorenzo Pellegrini, fyrirliði Roma, sagði aftur á móti eftir leik að það hefði verið Knutsen sem réðist á Santos. Lögreglan í Bodö segir ljóst að hún muni þurfa aðstoð vegna málsins, varðandi yfirheyrslur og sönnunargögn, þar sem að Santos sé portúgalskur ríkisborgari sem sé búsettur á Ítalíu. Norski boltinn Sambandsdeild Evrópu Ítalski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Sjá meira
Liðin áttust við í 8-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í gær og mætast aftur í Róm í næstu viku. Þau áttust einnig við í riðlakeppni keppninnar, þar sem Bodö/Glimt vann ótrúlegan 6-1 sigur áður en liðin gerðu svo 2-2 jafntefli í Róm. Spennan á milli liðanna virðist hafa aukist með hverjum leiknum og upp úr sauð þegar liðin höfðu gengið af velli í Noregi í gærkvöld. Knutsen segir Santos, einn af aðstoðarmönnum José Mourinho þjálfara Roma, hafa tekið sig kverkataki. Samkvæmt norskum fjölmiðlum er til myndband af atvikinu sem óskað hefur verið eftir að UEFA geri opinbert. Knutsen sagði við fjölmiðla eftir leik í gærkvöld að Santos hefði raunar ítrekað hagað sér illa á meðan á leiknum stóð, og að yfir þessu hefði hann kvartað við fjórða dómara leiksins. „Þetta náði hápunkti með líkamlegri árás á mig í leikmannagöngunum,“ sagði Knutsen við VG í dag. „Vanalega er ég þannig gerður að vilja víkja mér undan. Að þessu sinni varð ég fyrir líkamlegri árás. Hann greip um hálsinn á mér og skellti mér utan í vegginn. Það var bara eðlilegt að ég reyndi að verja mig,“ sagði Knutsen en útskýrði ekki nánar hvernig hann hefði varið sig. Lorenzo Pellegrini, fyrirliði Roma, sagði aftur á móti eftir leik að það hefði verið Knutsen sem réðist á Santos. Lögreglan í Bodö segir ljóst að hún muni þurfa aðstoð vegna málsins, varðandi yfirheyrslur og sönnunargögn, þar sem að Santos sé portúgalskur ríkisborgari sem sé búsettur á Ítalíu.
Norski boltinn Sambandsdeild Evrópu Ítalski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Sjá meira