Umfjöllun og viðtöl: Víkingur 1-0 Breiðablik | Víkingar eru meistarar meistaranna Sverrir Mar Smárason skrifar 10. apríl 2022 23:29 Halldór Smári gerir tilbúinn í að lyfta bikarnum í leikslok. Hulda Margrét Víkingar frá Reykjavík fengu Breiðablik í heimsókn í Fossvoginn í kvöld þegar leikið var í Meistarakeppni KSÍ. Víkingar eru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar svo Breiðablik spilaði leikinn gegn þeim sem liðið úr 2. sætinu í Pepsi Max deildinni í fyrra. Víkingur vann 1-0 sigur og eru því meistarar meistaranna. Leikurinn var hraður og opinn til að byrja með. Víkingar mættu mjög gíraðir í leikinn og voru sterkari aðilinn framan af. Helgi Guðjónsson lék á vinstri kanti hjá Víkingum og var mjög hættulegur í hlaupum sínum aftur fyrir vörn Breiðabliks. Fyrsta og eina mark leiksins kom eftir slíkt hlaup. Helgi Guðjónsson fékk þá sendingu aftur fyrir og sendi fasta fyrirgjöf inn í teig Blika. Fyrstur á boltann var Erlingur Agnarsson sem átti gott hlaup á nær stöngina og setti boltann í netið fram hjá Antoni Ara, markmanni Breiðabliks. Nokkrum mínútum síðar fékk Helgi aftur boltann, nú inni í teig Blika, og lagði boltann til hliðar á Ara Sigurpálsson sem kom boltanum í netið en Helgi var þá dæmdur rangstæður. Víkingar héldu áfram að stýra leiknum út fyrri hálfleikinn og leiddu leikinn 1-0 í hálfleik. Breiðablik komu mun betri út í síðari hálfleik og höfðu greinilega náð að núllstilla sig í leikhléinu. Þeir héldu boltanum betur og bjuggu sér til góðar stöður. Á 56. mínútu vildu Blikar svo fá víti. Jason Daði var þá með boltann inni í teig Víkinga og Ingvar Jónsson, markmaður Víkinga, kom út á móti honum. Jason féll við þegar hann reyndi að fara fram hjá Ingvari en Þorvaldur Árnason, dómari, taldi ekki ástæðu til þess að dæma neitt. Mínútu síðar var Viktor Karl, leikmaður Blika, með boltann fyrir utan teig Víkinga. Pablo Punyed kom aftan að honum og sparkaði hann niður. Blikar hópuðust að Þorvaldi dómara og að lokum fékk Pablo Punyed að líta rautt spjald. Víkingar orðnir færri og Pablo mun hefja Bestu deildina í leikbanni. Síðasti hálftími leiksins fór fram að mestu á vallarhelmingi Víkinga. Breiðablik setti meiri pressu á heimamenn en Blikum gekk þó illa að skapa sér færi. Besta færið fékk Kristinn Steindórsson eftir að fyrirgjöf Höskuldar Gunnlaugssonar hafði viðkomu í varnarmanni Víkinga. Kristinn reyndi viðstöðulaust skot sem Ingvar Jónsson þurfti að hafa sig allan við að verja. Varnarlið Víkinga hélt út og að lokum flautaði Þorvaldur Árnason leikinn af. Víkingar unnu leikinn 1-0 og eru því Meistarar Meistaranna árið 2022. Af hverju vann Víkingur? Þeir voru klárari í verkefnið. Mættu ákveðnari og ferskari til leiks. Blikum gekk mjög illa að ráða við hápressu Víkinga og sömuleiðis þær leiðir sem Víkingur vildi fara í sóknarleik sínum. Hverjir voru bestir? Helgi Guðjónsson átti virkilega góðan leik. Ógnaði í sífellu aftur fyrir vörn Breiðabliks og átti góðar sendingar inn í teiginn auk þess að leggja upp markið. Halldór Smári var mjög góður í hjarta varnarinnar hjá Víkingum. Hvað mátti betur fara? Breiðablik þarf að ógna meira að marki andstæðinganna ætli þeir sér að verða Íslandsmeistarar í ár. Þeir sköpuðu sér fá færi og voru í raun aldrei líklegir til þess að skora. Þá var svæðið á bakvið vörnina þeirra mjög opið. Hvað gerist næst? Liðin hefja leik í Bestu deildinni! Víkingar mæta FH í opnunarleik deildarinnar á annan í páskum, 18. apríl, á meðan Breiðablik fær Keflavík í heimsókn daginn eftir. „Miðað við það sem mér er sagt þá var þetta víti og ekkert annað og rautt“ Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með leik sinna manna í kvöld.Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ósáttur við leik sinna manna í kvöld. „Við erum ekki sáttir miðað við hvernig þetta spilaðist og hefðum viljað fá meira út úr þessu. Úrslitin sem slík skiptu ekki öllu máli það er meira frammistaðan. Í fyrri hálfleik var hún ekki góð. Fyrsta korterið í seinni hálfleik fyrir rauða spjaldið fannst mér góðar en svo eru bara stórir dómar og stór atvik eins og vítið sem Jason átti að fá sem hefði þýtt rautt spjald á Ingvar. Þá hefði leikurinn snúist algjörlega en á einhvern óskiljanlegan hátt þá ákvað hann að sleppa því að dæma víti. Miðað við það sem mér er sagt þá var þetta víti og ekkert annað og rautt,“ sagði Óskar. Blikum gekk, líkt og fyrr segir, illa að skapa sér færi. Bæði hugmyndaleysi hjá sínu liði og góður varnarleikur Víkinga segir Óskar. „Við vorum einhvern veginn ekki nógu taktfastir á síðasta þriðjungi og þeir vörðust eins og ljón og gerðu það vel. Fyrst og síðast liggur auðvitað ábyrgðin hjá okkur að leysa það sem að fyrir okkur er borið á borð og við náðum ekki að opna þá nægilega vel. Við spiluðum þetta upp í hendurnar á þeim á meðan þeir voru einum færri,“ sagði Óskar Hrafn. Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Víkingur Reykjavík
Víkingar frá Reykjavík fengu Breiðablik í heimsókn í Fossvoginn í kvöld þegar leikið var í Meistarakeppni KSÍ. Víkingar eru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar svo Breiðablik spilaði leikinn gegn þeim sem liðið úr 2. sætinu í Pepsi Max deildinni í fyrra. Víkingur vann 1-0 sigur og eru því meistarar meistaranna. Leikurinn var hraður og opinn til að byrja með. Víkingar mættu mjög gíraðir í leikinn og voru sterkari aðilinn framan af. Helgi Guðjónsson lék á vinstri kanti hjá Víkingum og var mjög hættulegur í hlaupum sínum aftur fyrir vörn Breiðabliks. Fyrsta og eina mark leiksins kom eftir slíkt hlaup. Helgi Guðjónsson fékk þá sendingu aftur fyrir og sendi fasta fyrirgjöf inn í teig Blika. Fyrstur á boltann var Erlingur Agnarsson sem átti gott hlaup á nær stöngina og setti boltann í netið fram hjá Antoni Ara, markmanni Breiðabliks. Nokkrum mínútum síðar fékk Helgi aftur boltann, nú inni í teig Blika, og lagði boltann til hliðar á Ara Sigurpálsson sem kom boltanum í netið en Helgi var þá dæmdur rangstæður. Víkingar héldu áfram að stýra leiknum út fyrri hálfleikinn og leiddu leikinn 1-0 í hálfleik. Breiðablik komu mun betri út í síðari hálfleik og höfðu greinilega náð að núllstilla sig í leikhléinu. Þeir héldu boltanum betur og bjuggu sér til góðar stöður. Á 56. mínútu vildu Blikar svo fá víti. Jason Daði var þá með boltann inni í teig Víkinga og Ingvar Jónsson, markmaður Víkinga, kom út á móti honum. Jason féll við þegar hann reyndi að fara fram hjá Ingvari en Þorvaldur Árnason, dómari, taldi ekki ástæðu til þess að dæma neitt. Mínútu síðar var Viktor Karl, leikmaður Blika, með boltann fyrir utan teig Víkinga. Pablo Punyed kom aftan að honum og sparkaði hann niður. Blikar hópuðust að Þorvaldi dómara og að lokum fékk Pablo Punyed að líta rautt spjald. Víkingar orðnir færri og Pablo mun hefja Bestu deildina í leikbanni. Síðasti hálftími leiksins fór fram að mestu á vallarhelmingi Víkinga. Breiðablik setti meiri pressu á heimamenn en Blikum gekk þó illa að skapa sér færi. Besta færið fékk Kristinn Steindórsson eftir að fyrirgjöf Höskuldar Gunnlaugssonar hafði viðkomu í varnarmanni Víkinga. Kristinn reyndi viðstöðulaust skot sem Ingvar Jónsson þurfti að hafa sig allan við að verja. Varnarlið Víkinga hélt út og að lokum flautaði Þorvaldur Árnason leikinn af. Víkingar unnu leikinn 1-0 og eru því Meistarar Meistaranna árið 2022. Af hverju vann Víkingur? Þeir voru klárari í verkefnið. Mættu ákveðnari og ferskari til leiks. Blikum gekk mjög illa að ráða við hápressu Víkinga og sömuleiðis þær leiðir sem Víkingur vildi fara í sóknarleik sínum. Hverjir voru bestir? Helgi Guðjónsson átti virkilega góðan leik. Ógnaði í sífellu aftur fyrir vörn Breiðabliks og átti góðar sendingar inn í teiginn auk þess að leggja upp markið. Halldór Smári var mjög góður í hjarta varnarinnar hjá Víkingum. Hvað mátti betur fara? Breiðablik þarf að ógna meira að marki andstæðinganna ætli þeir sér að verða Íslandsmeistarar í ár. Þeir sköpuðu sér fá færi og voru í raun aldrei líklegir til þess að skora. Þá var svæðið á bakvið vörnina þeirra mjög opið. Hvað gerist næst? Liðin hefja leik í Bestu deildinni! Víkingar mæta FH í opnunarleik deildarinnar á annan í páskum, 18. apríl, á meðan Breiðablik fær Keflavík í heimsókn daginn eftir. „Miðað við það sem mér er sagt þá var þetta víti og ekkert annað og rautt“ Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með leik sinna manna í kvöld.Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ósáttur við leik sinna manna í kvöld. „Við erum ekki sáttir miðað við hvernig þetta spilaðist og hefðum viljað fá meira út úr þessu. Úrslitin sem slík skiptu ekki öllu máli það er meira frammistaðan. Í fyrri hálfleik var hún ekki góð. Fyrsta korterið í seinni hálfleik fyrir rauða spjaldið fannst mér góðar en svo eru bara stórir dómar og stór atvik eins og vítið sem Jason átti að fá sem hefði þýtt rautt spjald á Ingvar. Þá hefði leikurinn snúist algjörlega en á einhvern óskiljanlegan hátt þá ákvað hann að sleppa því að dæma víti. Miðað við það sem mér er sagt þá var þetta víti og ekkert annað og rautt,“ sagði Óskar. Blikum gekk, líkt og fyrr segir, illa að skapa sér færi. Bæði hugmyndaleysi hjá sínu liði og góður varnarleikur Víkinga segir Óskar. „Við vorum einhvern veginn ekki nógu taktfastir á síðasta þriðjungi og þeir vörðust eins og ljón og gerðu það vel. Fyrst og síðast liggur auðvitað ábyrgðin hjá okkur að leysa það sem að fyrir okkur er borið á borð og við náðum ekki að opna þá nægilega vel. Við spiluðum þetta upp í hendurnar á þeim á meðan þeir voru einum færri,“ sagði Óskar Hrafn.