Kuleba segir Rússa undirbúa tangarsókn í Donbas í anda seinni heimsstyrjaldar Heimir Már Pétursson skrifar 7. apríl 2022 20:47 Dmytro Kuleba utanríkisráðherra dró upp dökka mynd af horfum næstu daga á fundi með utanríkisráðherrum NATO-ríkjanna í dag og sagði Vesturlönd ekki geta leyft sér að taka sér langan umhugsunartíma um frekari stuðning við varnir Úkraínuhers. AP/Olivier Matthys Utanríkisráðherra Úkraínu segir Vesturlönd ekki hafa tíma til bollalegginga. Auki þau ekki hernaðaraðstoð sína við Úkraínu á næstu dögum verði það of seint. Rússar hafi þegar byrjað stórsókn sína í Donbas sem verði á svipaðri stærð og verstu bardagar síðari heimsstyrjaldarinnar. Þegar Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu mætti á fund með utanríkisráðherrum NATO og annarra ríkja untan bandalagsins í Brussel í dag voru skilaboð hans mjög einföld. „Erindi mitt er einfalt. Það eru bara þrjú mál á dagskránni: Vopn, vopn, vopn,“ sagði Kuleba. Úkraínumenn hafa nú varist víðtækri innrás Rússa í rúman mánuð og náð að reka þá á flótta frá svæði í kringum höfuðborgina Kænugarð þar sem þeir skildu eftir sig gífurlegan hrylling. Kuleba segir Rússa nú safna saman miklum herafla í Donbas íausturhluta landsins þar sem bardagar hafi nú þegar færst í aukana. Vesturlönd hafi því ekki tíma til skjóta ákalli um aukinn hernaðarstuðning í nefndir og bollaleggingar. Milljónir kvenna, barna og karla hafa liðið miklar hörmungar víðs vegar um Úkraínu undanfarinn rúman mánuð. Fólk hefur þurft að fela sig í kjöllurum og liðið skort á mat og lyfjum undir stöðugum sprengjuárásum Rússa.AP/Nariman El-Mofty „Annað hvort hjálpið þið okkur núna, og þá er ég að tala um daga en ekki vikur, eða hjálp ykkar kemur of seint,“ sagði utanríkisráðherrann að loknum fundi með NATO ráðherrunum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir ákall Kuleba hafa verið skýrt og notið skilnings NATO þjóðanna. Þórdís Kolbrún segir að það hafi verið áhrifaríkt að horfa í augun á Dmytro Kuleba og heyra hann lýsa aðstæðum í Úkraínu.AP/Olivier Matthys „Ég geri ráð fyrir viðbrögðum eftir þennan fund. Enda liggur í raun alveg fyrir hvað þarf til,“ segir Þórdís Kolbrún. Kulepa segir að hernaður Rússa færist hratt í aukana í Donbas og muni ná hámarki á allra næstu dögum. „Mér þykir sárt að þurfa að segja en þetta er sannleikanum samkvæmt. Orrustan um Donbas mun minna ykkur á seinni heimsstyrjöldina með risavöxnum aðgerðum, tilfæringum með þátttöku skriðdreka, brynvarinna ökutækja, flugvéla og stórskotaliði. Þetta verður engin svæðisbundin aðgerðir miðað við það sem við höfum séð á undirbúningi Rússa,“ sagði Kuleba. Úkraínumenn vara við því að Rússar muni færa innrásina til annarra landa nái þeir markmiðum sínum í Úkraínu. Þórdís Kolbrún segir áhrifamikið að hitta Kuleba og aðra með honum augliti til auglits. „Stundum er ekki nóg að gera sitt besta. Stundum þarf að gera það sem er krafist og mér finnst vera góður skilningur á því hér. En það er mjög áhrifamikið að horfa í augun á Kuleba og heyra þá beint frá honum bæði hver staðan er og hvernig þau meta framhaldið,“ segir Þórdís Kolbrún. Innrás Rússa í Úkraínu NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Utanríkisráðherra reiknar með að NATO-ríki auki stuðninginn við Úkraínu Utanríkisráðherra reiknar með að NATO ríkin muni auka stuðning sinn við Úkraínu en hún situr nú fund utanríkisráðherra bandalagsins í Brussel. Úkraínu menn segja auknar vopnasendingar nauðsynlegar til að koma í veg fyrir skelfilegar fórnir og útbreiðslu innrásar Rússa til annarra Evrópuríkja. 7. apríl 2022 12:05 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Þegar Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu mætti á fund með utanríkisráðherrum NATO og annarra ríkja untan bandalagsins í Brussel í dag voru skilaboð hans mjög einföld. „Erindi mitt er einfalt. Það eru bara þrjú mál á dagskránni: Vopn, vopn, vopn,“ sagði Kuleba. Úkraínumenn hafa nú varist víðtækri innrás Rússa í rúman mánuð og náð að reka þá á flótta frá svæði í kringum höfuðborgina Kænugarð þar sem þeir skildu eftir sig gífurlegan hrylling. Kuleba segir Rússa nú safna saman miklum herafla í Donbas íausturhluta landsins þar sem bardagar hafi nú þegar færst í aukana. Vesturlönd hafi því ekki tíma til skjóta ákalli um aukinn hernaðarstuðning í nefndir og bollaleggingar. Milljónir kvenna, barna og karla hafa liðið miklar hörmungar víðs vegar um Úkraínu undanfarinn rúman mánuð. Fólk hefur þurft að fela sig í kjöllurum og liðið skort á mat og lyfjum undir stöðugum sprengjuárásum Rússa.AP/Nariman El-Mofty „Annað hvort hjálpið þið okkur núna, og þá er ég að tala um daga en ekki vikur, eða hjálp ykkar kemur of seint,“ sagði utanríkisráðherrann að loknum fundi með NATO ráðherrunum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir ákall Kuleba hafa verið skýrt og notið skilnings NATO þjóðanna. Þórdís Kolbrún segir að það hafi verið áhrifaríkt að horfa í augun á Dmytro Kuleba og heyra hann lýsa aðstæðum í Úkraínu.AP/Olivier Matthys „Ég geri ráð fyrir viðbrögðum eftir þennan fund. Enda liggur í raun alveg fyrir hvað þarf til,“ segir Þórdís Kolbrún. Kulepa segir að hernaður Rússa færist hratt í aukana í Donbas og muni ná hámarki á allra næstu dögum. „Mér þykir sárt að þurfa að segja en þetta er sannleikanum samkvæmt. Orrustan um Donbas mun minna ykkur á seinni heimsstyrjöldina með risavöxnum aðgerðum, tilfæringum með þátttöku skriðdreka, brynvarinna ökutækja, flugvéla og stórskotaliði. Þetta verður engin svæðisbundin aðgerðir miðað við það sem við höfum séð á undirbúningi Rússa,“ sagði Kuleba. Úkraínumenn vara við því að Rússar muni færa innrásina til annarra landa nái þeir markmiðum sínum í Úkraínu. Þórdís Kolbrún segir áhrifamikið að hitta Kuleba og aðra með honum augliti til auglits. „Stundum er ekki nóg að gera sitt besta. Stundum þarf að gera það sem er krafist og mér finnst vera góður skilningur á því hér. En það er mjög áhrifamikið að horfa í augun á Kuleba og heyra þá beint frá honum bæði hver staðan er og hvernig þau meta framhaldið,“ segir Þórdís Kolbrún.
Innrás Rússa í Úkraínu NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Utanríkisráðherra reiknar með að NATO-ríki auki stuðninginn við Úkraínu Utanríkisráðherra reiknar með að NATO ríkin muni auka stuðning sinn við Úkraínu en hún situr nú fund utanríkisráðherra bandalagsins í Brussel. Úkraínu menn segja auknar vopnasendingar nauðsynlegar til að koma í veg fyrir skelfilegar fórnir og útbreiðslu innrásar Rússa til annarra Evrópuríkja. 7. apríl 2022 12:05 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Utanríkisráðherra reiknar með að NATO-ríki auki stuðninginn við Úkraínu Utanríkisráðherra reiknar með að NATO ríkin muni auka stuðning sinn við Úkraínu en hún situr nú fund utanríkisráðherra bandalagsins í Brussel. Úkraínu menn segja auknar vopnasendingar nauðsynlegar til að koma í veg fyrir skelfilegar fórnir og útbreiðslu innrásar Rússa til annarra Evrópuríkja. 7. apríl 2022 12:05