Rússar gerðu hjálpargögn á leið til Mariupol upptæk Heimir Már Pétursson skrifar 1. apríl 2022 13:39 Olíubirgðastöð Rússa í Belgorod skammt handan við landamærin að Úkraínu sem Rússar segja að árásarþyrlur Úkraínuhers hafi sprengt í loft upp í morgun. AP/almannavarnaráðuneyti Rússlands Rússneskar hersveitir hafa komið í veg fyrir að hóferðabilalest sem nálgaðist hafnarborgina Mariupol í gær geti flutt stríðshrjáða íbúa á brott og lagt hald á hjálpargögn sem ætluð voru borgarbúum, að sögn aðstoðarforsætisráðherra landsins. Rússar krefjast þess að evrópuríki greiði fyrir gas frá Rússum með rúblum frá og með deginum í dag. Fjörutíu og fimm hópferðabílar ásamt flutningabílum með matvæli og lyf voru sendir áleiðis til Mariupol í gær eftir að Rússar sögðu Rauða krossinum að þeir myndu heimila fólki aðyfirgefa borgina. Þar eru nú um eða yfir hundrað þúsund manns í borg þar sem 430 þúsund manns bjuggu fyrir innrásina. Sex rússneskir skriðdrekar sem úkraínski herinn sprengdi utan við Kænugarð nýlega.AP/Rodrigo Abd Iryna Vereshchuk aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu sagði seint í gær að rússneskar hersveitir hafi komið í veg fyrir að hópferðabílarnir færu inn íborgina. Rúmlega sex hundruð manns hafi þó tekist að komast fráMariupol með einkabílum. Rússar hafi hins vegar lagt hald á 14 tonn af matvælum og lyfjum sem hafi verið ætluð borgarbúum sem sætt hafa stanslausum loftárásum í tæpan mánuð án rafmagns, húshitunar og rennandi vatns. Aðstoðarforsætisráðherrann segir að um 45 þúsund manns frá Mariupol hafi verið neyddar til að fara til Rússlands eða svæða sem eru á valdi uppreisnarmanna í Donbashéraði rétt norður af borginni. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpar þjóð sína frá Kænugarði í gærkvöldi.AP/forsetaembætti Úkraínu Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sagði í ávarpi sínu í gærkvöldi að Rússar hefðu dregið hluta herafla síns frá útjaðri höfuðborgarinnar og væri að safna liði sem stefndi í átt til Kharkiv, annarar fjölmennstu borgar landsins í norðurhlutanum. Þá væru þeir að auka liðsafla sinn við Maríupol og greinilega að undirbúa stórárásir á báðum stöðum. „Þeir gera sér þó grein fyrir að þeir geta ekki staðið undir eins öflugum hernaði og á fyrra helmingi marsmánaðar,“ sagði forsetinn. Vladimir Putin forseti Rússlands reynir að sporna á móti refsiaðgerðum Evrópuríkja með því að fara fram á að þau greiði fyrir gas með rúblum.AP/Mikhail Klimentyev Vladimir Putin forseti Rússlands segir að frá og með deginum í dag verði óvinveitt evrópuríki að greiða fyrir gas frá Rússlandi með því að greiða inn á rússneska bankareikninga en ríkin ætla ekki að verða við því. Þetta gerir forsetinn væntanlega vegna mikils gengisfalls rúblunnar og til að bregðast við frystingu Vesturlanda á fjárhagslegum eignum Rússa. Tony Radakin yfirmaður breska heraflans segir að í raun hafi Putin tapað stríðinu nú þegar og hann væri langt í frá sámeistari atburðarásarinnar sem hann vildi telja fólki trú um. „Putin hefur skaðað sig og misreiknað sig á mörgum sviðum. Hann gerði sér ekki grein fyrir hvað fullveldið, lýðræðið og þjóðernisvitundin hefur skotið djúpum rótum í Úkraínu. Eins og allir valdhyggjumenn hefur hann ofmetið eigin styrkleika eins og skilvirkni rússneska heraflans,“ segir Tony Radakin yfirmaður breska hersins. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Úkraínuforseti hvetur til að sett verði hafnbann á Rússa um allan heim Allt bendir til að Rússar séu að safna liði til stórsóknar í austurhluta Úkraínu. Flóttafólk sem kom til Póllands í dag segir ekkert að marka yfirlýsingar þeirra um að hernaðaraðgerðum væri lokið í norðurhluta landsins. Forseti Úkraínu skorar á ríki heims að setja hafnbann á rússnesk skip. 31. mars 2022 19:45 Merkja gríðarlega aukningu í netárásum Sérfræðingar í tölvuöryggismálum segjast merkja gríðarlega aukningu í netárásum. Árásunum hafi fjölgað eftir innrás Rússa í Úkraínu og afleiðingar eigi enn eftir að koma fyllilega í ljós. Öflugar árásir geti valdið stöðvun á þjónustu heilu borga og bæja. 31. mars 2022 19:32 Telur að pólitísk einangrun Rússa muni vara í langan tíma Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur að jafnvel þótt komi til vopnahlés eða friðarsamninga muni pólitísk einangrun Rússa vara í langan tíma. 31. mars 2022 17:16 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Fjörutíu og fimm hópferðabílar ásamt flutningabílum með matvæli og lyf voru sendir áleiðis til Mariupol í gær eftir að Rússar sögðu Rauða krossinum að þeir myndu heimila fólki aðyfirgefa borgina. Þar eru nú um eða yfir hundrað þúsund manns í borg þar sem 430 þúsund manns bjuggu fyrir innrásina. Sex rússneskir skriðdrekar sem úkraínski herinn sprengdi utan við Kænugarð nýlega.AP/Rodrigo Abd Iryna Vereshchuk aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu sagði seint í gær að rússneskar hersveitir hafi komið í veg fyrir að hópferðabílarnir færu inn íborgina. Rúmlega sex hundruð manns hafi þó tekist að komast fráMariupol með einkabílum. Rússar hafi hins vegar lagt hald á 14 tonn af matvælum og lyfjum sem hafi verið ætluð borgarbúum sem sætt hafa stanslausum loftárásum í tæpan mánuð án rafmagns, húshitunar og rennandi vatns. Aðstoðarforsætisráðherrann segir að um 45 þúsund manns frá Mariupol hafi verið neyddar til að fara til Rússlands eða svæða sem eru á valdi uppreisnarmanna í Donbashéraði rétt norður af borginni. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpar þjóð sína frá Kænugarði í gærkvöldi.AP/forsetaembætti Úkraínu Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sagði í ávarpi sínu í gærkvöldi að Rússar hefðu dregið hluta herafla síns frá útjaðri höfuðborgarinnar og væri að safna liði sem stefndi í átt til Kharkiv, annarar fjölmennstu borgar landsins í norðurhlutanum. Þá væru þeir að auka liðsafla sinn við Maríupol og greinilega að undirbúa stórárásir á báðum stöðum. „Þeir gera sér þó grein fyrir að þeir geta ekki staðið undir eins öflugum hernaði og á fyrra helmingi marsmánaðar,“ sagði forsetinn. Vladimir Putin forseti Rússlands reynir að sporna á móti refsiaðgerðum Evrópuríkja með því að fara fram á að þau greiði fyrir gas með rúblum.AP/Mikhail Klimentyev Vladimir Putin forseti Rússlands segir að frá og með deginum í dag verði óvinveitt evrópuríki að greiða fyrir gas frá Rússlandi með því að greiða inn á rússneska bankareikninga en ríkin ætla ekki að verða við því. Þetta gerir forsetinn væntanlega vegna mikils gengisfalls rúblunnar og til að bregðast við frystingu Vesturlanda á fjárhagslegum eignum Rússa. Tony Radakin yfirmaður breska heraflans segir að í raun hafi Putin tapað stríðinu nú þegar og hann væri langt í frá sámeistari atburðarásarinnar sem hann vildi telja fólki trú um. „Putin hefur skaðað sig og misreiknað sig á mörgum sviðum. Hann gerði sér ekki grein fyrir hvað fullveldið, lýðræðið og þjóðernisvitundin hefur skotið djúpum rótum í Úkraínu. Eins og allir valdhyggjumenn hefur hann ofmetið eigin styrkleika eins og skilvirkni rússneska heraflans,“ segir Tony Radakin yfirmaður breska hersins.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Úkraínuforseti hvetur til að sett verði hafnbann á Rússa um allan heim Allt bendir til að Rússar séu að safna liði til stórsóknar í austurhluta Úkraínu. Flóttafólk sem kom til Póllands í dag segir ekkert að marka yfirlýsingar þeirra um að hernaðaraðgerðum væri lokið í norðurhluta landsins. Forseti Úkraínu skorar á ríki heims að setja hafnbann á rússnesk skip. 31. mars 2022 19:45 Merkja gríðarlega aukningu í netárásum Sérfræðingar í tölvuöryggismálum segjast merkja gríðarlega aukningu í netárásum. Árásunum hafi fjölgað eftir innrás Rússa í Úkraínu og afleiðingar eigi enn eftir að koma fyllilega í ljós. Öflugar árásir geti valdið stöðvun á þjónustu heilu borga og bæja. 31. mars 2022 19:32 Telur að pólitísk einangrun Rússa muni vara í langan tíma Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur að jafnvel þótt komi til vopnahlés eða friðarsamninga muni pólitísk einangrun Rússa vara í langan tíma. 31. mars 2022 17:16 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Úkraínuforseti hvetur til að sett verði hafnbann á Rússa um allan heim Allt bendir til að Rússar séu að safna liði til stórsóknar í austurhluta Úkraínu. Flóttafólk sem kom til Póllands í dag segir ekkert að marka yfirlýsingar þeirra um að hernaðaraðgerðum væri lokið í norðurhluta landsins. Forseti Úkraínu skorar á ríki heims að setja hafnbann á rússnesk skip. 31. mars 2022 19:45
Merkja gríðarlega aukningu í netárásum Sérfræðingar í tölvuöryggismálum segjast merkja gríðarlega aukningu í netárásum. Árásunum hafi fjölgað eftir innrás Rússa í Úkraínu og afleiðingar eigi enn eftir að koma fyllilega í ljós. Öflugar árásir geti valdið stöðvun á þjónustu heilu borga og bæja. 31. mars 2022 19:32
Telur að pólitísk einangrun Rússa muni vara í langan tíma Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur að jafnvel þótt komi til vopnahlés eða friðarsamninga muni pólitísk einangrun Rússa vara í langan tíma. 31. mars 2022 17:16