Sara kom inn af bekknum er Lyon tryggði sér sæti í undanúrslitum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. mars 2022 21:00 Sara Björk Gunnarsdóttir í leik með Lyon gegn Juventus á síðustu leiktíð. Getty/Giuseppe Cottini Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Lyon snéru taflinu við gegn Juventus í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Liðið vann 3-1 sigur eftir að hafa tapað fyrri leiknum 2-1 og er því á leið í undanúrslit. Sara sat á varamannabekknum stærstan hluta leiksins, en kom inn á sem varamaður og lék seinustu mínúturnar. Norska landsliðskonan Ada Hegerberg kom Lyon yfir á 33. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar var liðið komið með forystu í einvíginu eftir mark frá Melvine Malard. ADA HEGERBERG SCORES FOR LYON 🙌 @AdaStolsmo 🇬🇧🎙👉 https://t.co/wzyUWUdNWU 🇫🇷🎙👉 https://t.co/UvOtBofJJE 🇮🇹🎙👉 https://t.co/vZiE6tkt8b pic.twitter.com/nvU9U6ps3R— DAZN Football (@DAZNFootball) March 31, 2022 Staðan var því 2-0 þegar flautað var til hálfleiks, en Catarina Macario breytti stöðunni í 3-0 á 73. mínútu með frábæru marki og Lyon því komið með tveggja marka forskot í einvíginu. ARE YOU KIDDING WITH THAT @catarinamacario 🤯🇬🇧🎙👉 https://t.co/wzyUWTWd5m 🇫🇷🎙👉 https://t.co/UvOtBnY8S6 🇮🇹🎙👉 https://t.co/vZiE6tC4wL pic.twitter.com/zdxUMrj7R0— DAZN Football (@DAZNFootball) March 31, 2022 Andrea Staskova lagaði stöðuna fyrir Juventus þegar um fimm mínútur voru til leiksloka, en nær komst liðið ekki og 3-1 sigur Lyon var staðreynd. Lyon vann einvígið því samanlagt 4-3 og er á leið í undanúrslit þar sem liðið mætir Paris Saint-Germain. Leikurinn var í beinni útsendingu á Youtube og hægt er að horfa á hann hér fyrir neðan. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna
Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Lyon snéru taflinu við gegn Juventus í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Liðið vann 3-1 sigur eftir að hafa tapað fyrri leiknum 2-1 og er því á leið í undanúrslit. Sara sat á varamannabekknum stærstan hluta leiksins, en kom inn á sem varamaður og lék seinustu mínúturnar. Norska landsliðskonan Ada Hegerberg kom Lyon yfir á 33. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar var liðið komið með forystu í einvíginu eftir mark frá Melvine Malard. ADA HEGERBERG SCORES FOR LYON 🙌 @AdaStolsmo 🇬🇧🎙👉 https://t.co/wzyUWUdNWU 🇫🇷🎙👉 https://t.co/UvOtBofJJE 🇮🇹🎙👉 https://t.co/vZiE6tkt8b pic.twitter.com/nvU9U6ps3R— DAZN Football (@DAZNFootball) March 31, 2022 Staðan var því 2-0 þegar flautað var til hálfleiks, en Catarina Macario breytti stöðunni í 3-0 á 73. mínútu með frábæru marki og Lyon því komið með tveggja marka forskot í einvíginu. ARE YOU KIDDING WITH THAT @catarinamacario 🤯🇬🇧🎙👉 https://t.co/wzyUWTWd5m 🇫🇷🎙👉 https://t.co/UvOtBnY8S6 🇮🇹🎙👉 https://t.co/vZiE6tC4wL pic.twitter.com/zdxUMrj7R0— DAZN Football (@DAZNFootball) March 31, 2022 Andrea Staskova lagaði stöðuna fyrir Juventus þegar um fimm mínútur voru til leiksloka, en nær komst liðið ekki og 3-1 sigur Lyon var staðreynd. Lyon vann einvígið því samanlagt 4-3 og er á leið í undanúrslit þar sem liðið mætir Paris Saint-Germain. Leikurinn var í beinni útsendingu á Youtube og hægt er að horfa á hann hér fyrir neðan.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti