Innlent

Hólm­fríður nýr rektor á Hólum

Eiður Þór Árnason skrifar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Hólmfríður Sveinsdóttir.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Hólmfríður Sveinsdóttir. Aðsend

Hólmfríður Sverrisdóttir hefur verið skipuð rektor Háskólans á Hólum frá og með 1. júní 2022. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar, tilkynnti skipun nýs rektors á starfsmannafundi Háskólans á Hólum í dag.

Skipan Hólmfríðar er samkvæmt einróma ákvörðun háskólaráðs frá 25. mars síðastliðnum um að tilnefna hana sem næsta rektor skólans. Fram kemur í tilkynningu frá Háskólanum á Hólum að Hólmfríður sé með meistaragráðu í næringarfræði frá Justus Liebig háskólanum í Giessen í Þýskalandi og doktorsgráðu í matvælafræði frá Háskóla Íslands. 

Alls bárust fjórar umsóknir um stöðu rektors Háskólans á Hólum, en Erla Björk Örnólfsdóttir sóttist ekki eftir endurráðningu þegar öðru fimm ára starfstímabili hennar lyki.

Stýrði uppbyggingu Iceprotein og Protis

Hólmfríður leiddi hún rannsóknir og þróun hjá Fisk Seafood um árabil og stýrði fyrir þeirra hönd meðal annars samstarfsverkefni með Skaganum 3X sem miðaði að því að breyta kælingu á afla á millidekki.

Hólmfríður stýrði einnig uppbyggingu á Iceprotein og Protis sem var fyrsta íslenska fyrirtækið til að framleiða fiskprótín og kollagen og setja á markað sem fæðubótarefni. Í dag starfar Hólmfríður í eigin fyrirtæki sem heitir Mergur Ráðgjöf og er verkefnastjóri í fjölmörgum nýsköpunarverkefnum á landsbyggðinni.

Aðrir umsækjendur um stöðuna voru Anna Gréta Ólafsdóttir, fyrrverandi skólastjóri, Anna Guðrún Edvardsdóttir rannsóknastjóri og Ingibjörg Sigurðardóttir deildarstjóri.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×