Erlent

Segist vita dæmi þess að rúss­neskir her­menn neiti að hlýða skipunum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Innrás Rússa í Úkraínu hefur staðið yfir í meira en mánuð.
Innrás Rússa í Úkraínu hefur staðið yfir í meira en mánuð. AP Photo/Felipe Dana

Jeremy Fleming, yfirmaður bresku njósnastofnunarinnar GCHQ segir að stofnunin hafi upplýsingar um að rússneskir hermenn hafi neitað fara eftir skipunum ú Úkraínu. Þeir hafi meðal annars skotið niður eigin flugvél.

Reuters greinir frá og vitnar í ræðu sem Fleming hélt í Ástralíu. Þar sagði Fleming að svo virðis sem að Vladímir Pútín hafi vanmetið stöðuna í Úkraínu og eigin getu rússneska hersins. Stofnunin telji að ráðgjafar hans séu hræddir um að segja honum sannleikann um stöðu hersins og gang mála í Úkraínu.

Baráttuvilji úkraínsku þjóðarinnar sem og viðbrögð Vestrænna ríkja við innrásina hafi komið Pútín og samstarfsmönnum hans í opna skjöldu.

Þá greindi Fleming frá nýjum gögnum sem stofnun hans hafi undir höndum, sem bendi til agavandamála innan rússneska hersins.

„Við höfum séð rússneska hermenn, sem búa skort á vopnum og stemmningu, neita að fara eftir skipunum, eyðileggja eigin búning og meira að segja skjóta sína eigin flugvél niður, óvart.“

GCHQ hefur það hlutverk innan breska njósnakerfisins að safna upplýsingum og svipar mjög til NSA, Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna.


Tengdar fréttir

Vaktin: Flugu með kjarnorkuvopn inn í lofthelgi Svíþjóðar

Breska varnarmálaráðuneytið segir rússneskar innrásarsveitir hafa neyðst til að hörfa aftur til Rússlands og Hvíta-Rússlands til enduskipuleggja sig og sækja birgðir. Ákvörðun Rússa um að einbeita sér að því að „frelsa“ Donetsk og Luhansk sé líklega til marks um að þeir geti ekki sótt fram nema á einum stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×