Jónatan Magnússon: Töpum þessu stigi Ester Ósk Árnadóttir skrifar 27. mars 2022 18:12 Jónatan Magnússon, þjálfari KA var ekki sáttur við jafnteflið í dag. Vísir/Hulda Margrét „Ég er drullu svekktur og fúll,“ sagði Jónatan Magnússon þjálfari KA eftir 25-25 jafntefli á móti Aftureldingu í KA heimilinu í dag. KA var að vinna með tveimur þegar skammt var eftir af leiknum en fór afskaplega illa að ráði sínu á lokametrunum og náði ekki skoti í lokasókninni. „Mér fannst við fara svakalega illa með lokakaflann í þessum leik. Mér fannst við vera með leikinn í góðri stöðu en við förum bara illa með nokkrar stöður þarna í lokinn og því fór sem fór.“ KA fór hægt af stað í leiknum og var Afturelding með yfirhöndina stæðsta partinn af fyrri hálfleik. „Mér fannst við byrja frekar illa, ekkert ósvipað og hvernig við hófum leikinn á móti Fram sem er eitthvað sem ég hef áhyggjur af núna, að við séum að byrja flatt og við höldum bara að þetta komi bara af sjálfu sér en það þarf alltaf að hafa fyrir þessu.“ „Við unnum okkur hins vegar vel inn í þetta, það var með ólíkindum miða við spilamennsku okkar að það hafi verið jafnt í hálfleik. Þetta lagaðist í seinni hálfleik, varnarleikurinn varð betri og við vorum komnir með stöðuna sem við vildum í lokinn. Hins vegar fáum við á okkur brottvísun í lokinn og spilum illa úr síðustu mínútunum og þess vegna töpum við þessu stigi.“ Varnarleikur Aftureldingar var mjög góður í leiknum og uppleggið að loka á Óðinn Þór Ríkharðsson og Allan Norðberg gekk vel. „Mér fannst varnarleikurinn hjá Aftureldingu heilt yfir góður og mér fannst erfitt að finna svör. Ég sit alveg eftir með nokkrar pælingar sem ég er ekki nógu ánæðgur með, þeir lokuðu alveg á hægri vænginn hjá okkur. KA fékk lokasénsinn til að vinna leikinn en Ólafur Gústafsson sem hafði átt frábæran leik tapaði boltanum í lokasókninni. „Síðasta sóknin fór ekki eins og við vildum, við ætluðum allavega að ná skotinu sem kom svo aldrei.“ Næsta verkefni KA er á móti Haukum á Ásvelli. „Það verður mjög erfitt verkefni, bara eins og deildin er. Það er bara þessi gamla góða, það er þessi stigasöfnun. Við þurfum að spila betur á móti Haukunum en við gerðum í dag ef við ætlum að vinna Hauka.“ KA Afturelding Olís-deild karla Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Van Gerwen ætlar ekki að horfa á Luke Littler í kvöld Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira
„Mér fannst við fara svakalega illa með lokakaflann í þessum leik. Mér fannst við vera með leikinn í góðri stöðu en við förum bara illa með nokkrar stöður þarna í lokinn og því fór sem fór.“ KA fór hægt af stað í leiknum og var Afturelding með yfirhöndina stæðsta partinn af fyrri hálfleik. „Mér fannst við byrja frekar illa, ekkert ósvipað og hvernig við hófum leikinn á móti Fram sem er eitthvað sem ég hef áhyggjur af núna, að við séum að byrja flatt og við höldum bara að þetta komi bara af sjálfu sér en það þarf alltaf að hafa fyrir þessu.“ „Við unnum okkur hins vegar vel inn í þetta, það var með ólíkindum miða við spilamennsku okkar að það hafi verið jafnt í hálfleik. Þetta lagaðist í seinni hálfleik, varnarleikurinn varð betri og við vorum komnir með stöðuna sem við vildum í lokinn. Hins vegar fáum við á okkur brottvísun í lokinn og spilum illa úr síðustu mínútunum og þess vegna töpum við þessu stigi.“ Varnarleikur Aftureldingar var mjög góður í leiknum og uppleggið að loka á Óðinn Þór Ríkharðsson og Allan Norðberg gekk vel. „Mér fannst varnarleikurinn hjá Aftureldingu heilt yfir góður og mér fannst erfitt að finna svör. Ég sit alveg eftir með nokkrar pælingar sem ég er ekki nógu ánæðgur með, þeir lokuðu alveg á hægri vænginn hjá okkur. KA fékk lokasénsinn til að vinna leikinn en Ólafur Gústafsson sem hafði átt frábæran leik tapaði boltanum í lokasókninni. „Síðasta sóknin fór ekki eins og við vildum, við ætluðum allavega að ná skotinu sem kom svo aldrei.“ Næsta verkefni KA er á móti Haukum á Ásvelli. „Það verður mjög erfitt verkefni, bara eins og deildin er. Það er bara þessi gamla góða, það er þessi stigasöfnun. Við þurfum að spila betur á móti Haukunum en við gerðum í dag ef við ætlum að vinna Hauka.“
KA Afturelding Olís-deild karla Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Van Gerwen ætlar ekki að horfa á Luke Littler í kvöld Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira