Fótbolti

Navas aðstoðar flóttafólk frá Úkraínu

Atli Arason skrifar
Paris Saint-Germain Vs Bordeaux, French Ligue 1 regular season PARIS, FRANCE - August 10: Goalkeeper Keylor Navas #1 of Paris Saint-Germain during team warm up before the Paris Saint-Germain Vs Bordeaux, French Ligue 1 regular season match at Parc des Princes on March 13th 2022 in Paris, France (Photo by Tim Clayton/Corbis via Getty Images)
Paris Saint-Germain Vs Bordeaux, French Ligue 1 regular season PARIS, FRANCE - August 10: Goalkeeper Keylor Navas #1 of Paris Saint-Germain during team warm up before the Paris Saint-Germain Vs Bordeaux, French Ligue 1 regular season match at Parc des Princes on March 13th 2022 in Paris, France (Photo by Tim Clayton/Corbis via Getty Images) Getty Images

Keylor Navas, markvörður PSG, hefur boðist til að hýsa minnst 30 úkraínska flóttamenn í húsi sínu í París.

Markvörðurinn frá Kosta Ríka býr ekki í neinu smáhúsi en hann þénar tæpar 90 milljónir króna á mánuði hjá PSG. Navas er búinn að kaupa 30 rúm og ætlar að setja upp aðstöðu í bíósalnum heima hjá sér.

Andrea Salas, eiginkona Navas, hefur einnig verið áberandi á samfélagsmiðlum að hvetja fólk til þess að styrkja flóttafólk frá Úkraínu. Ásamt húsaskjólinu hafa hjónin nú þegar gefið föt og mat til aðstoðar fólksins sem er á flótta undan stríðinu í Úkraínu.

Keylor Navas ásamt eiginkonu sinni Andrea Salas og börnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×