Innlent

Bein útsending: Staða flóttabarna og ungmenna á Íslandi - hvernig getum við gert betur?

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þótt flóttamannastraumurinn frá Úkraínu sé sá mesti sem þekkst hefur í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar er aðeins farið að draga úr honum. Meirihluti 3,5 milljóna flóttamanna eru konur og börn.
Þótt flóttamannastraumurinn frá Úkraínu sé sá mesti sem þekkst hefur í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar er aðeins farið að draga úr honum. Meirihluti 3,5 milljóna flóttamanna eru konur og börn. AP/Sergei Grits

Sálfræðideild Háskólans í Reykjavík fyrir málstofu um stríðið í Úkraínu með áherslu á aðstæður flóttabarna og ungmenna á Íslandi. Málstofan hefst klukkan 12, stendur í 75 mínútur og verður haldin í stofu V102 auk þess að vera streymt. Það fer fram á íslensku og ensku. 

Paola Cardenas, doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík og klínískur sálfræðingur í Barnahúsi, hefur á undanförnum 3 árum rannsakað félagslegar aðstæður og líðan flóttabarna- og ungmenna á Íslandi. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar og því velt upp hvað við á Íslandi höfum gert vel hingað til og hvað við getum gert betur.

Stefán Vagn Stefánsson, formaður flóttamannanefndar verður með innlegg. Didar Farid Kareem, túlkur og menningarmiðlari og Sayed Hashimi, ungur flóttamaður segja frá reynslu sinni á Íslandi. Þá mun Ragnar Kjartansson, listamaður, deila hugleiðingum sínum um málefnið.

Ræðumenn.

  • Paola Cardenas, doktorsnemi við sálfræðideild HR
  • Stefán Vagn Stefánsson, formaður flóttamannanefndar
  • Didar Farid Kareem, túlkur og menningarmiðlari
  • Sayed Hashimi, ungur flóttamaður á Íslandi
  • Ragnar Kjartansson, listamaður og sjálfboðaliði hjá Rauða Krossi Íslands

Á málþinginu verða pallborðsumræður með lykilaðilum málaflokksins




Fleiri fréttir

Sjá meira


×