Valieva snýr aftur á svellið í fyrsta sinn eftir skandalinn í Peking Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. mars 2022 07:16 Kamila Valieva brotnaði saman eftir frjálsu æfingarnar í einstaklingskeppninni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking. getty/Nikolay Muratkin Rússneska skautakonan Kamila Valieva snýr aftur á svellið um helgina og keppir í fyrsta sinn síðan á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Hin fimmtán ára Valieva var einn umtalaðasti keppandi Vetrarólympíuleikanna. Eftir að hafa hjálpað rússnesku ólympíunefndinni að vinna gull í liðakeppni í listdansi á skautum kom í ljós að hún hafði fallið á lyfjaprófi á meistaramóti Rússlands um jólin. Hjartalyfið trimetazidine fannst í sýni hennar. Þrátt fyrir það var Valievu leyft að keppa í einstaklingskeppninni. Hún var efst eftir skylduæfingarnar en náði sér engan veginn á strik í frjálsu æfingunum og endaði í 4. sæti. Mikla athygli vakti þegar þjálfari Valievu úthúðaði henni eftir keppnina. Heimsmeistaramótið í listdansi á skautum hefst í Montpellier í Frakklandi dag og stendur yfir fram á sunnudag. Rússum var bannað að taka þátt vegna innrásarinnar í Úkraínu og því skipulögðu þeir sitt eigið mót. Og þar snýr Valieva aftur á svellið. Lyfjaprófið sem hún féll á er samt enn hangandi yfir henni en rússneska lyfjaeftirlitið á eftir að ákveða hvort hún fái einhvers konar refsingu. Þar í landi eru menn þó ekki beint þekktir fyrir að taka hart á ólöglegri lyfjaneyslu íþróttafólks eins og dæmin sanna. Skautaíþróttir Lyfjamisferli Rússa Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Sjá meira
Hin fimmtán ára Valieva var einn umtalaðasti keppandi Vetrarólympíuleikanna. Eftir að hafa hjálpað rússnesku ólympíunefndinni að vinna gull í liðakeppni í listdansi á skautum kom í ljós að hún hafði fallið á lyfjaprófi á meistaramóti Rússlands um jólin. Hjartalyfið trimetazidine fannst í sýni hennar. Þrátt fyrir það var Valievu leyft að keppa í einstaklingskeppninni. Hún var efst eftir skylduæfingarnar en náði sér engan veginn á strik í frjálsu æfingunum og endaði í 4. sæti. Mikla athygli vakti þegar þjálfari Valievu úthúðaði henni eftir keppnina. Heimsmeistaramótið í listdansi á skautum hefst í Montpellier í Frakklandi dag og stendur yfir fram á sunnudag. Rússum var bannað að taka þátt vegna innrásarinnar í Úkraínu og því skipulögðu þeir sitt eigið mót. Og þar snýr Valieva aftur á svellið. Lyfjaprófið sem hún féll á er samt enn hangandi yfir henni en rússneska lyfjaeftirlitið á eftir að ákveða hvort hún fái einhvers konar refsingu. Þar í landi eru menn þó ekki beint þekktir fyrir að taka hart á ólöglegri lyfjaneyslu íþróttafólks eins og dæmin sanna.
Skautaíþróttir Lyfjamisferli Rússa Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Sjá meira