Stjóri Mercedes segir möguleika Hamiltons á að verða heimsmeistari litla Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. mars 2022 15:01 Toto Wolff og Lewis Hamilton á góðri stundu. getty/Dan Istitene Þrátt fyrir að aðeins ein keppni sé búin á tímabilinu í Formúlu 1 segir Toto Wolff, stjóri Mercedes, að Lewis Hamilton eigi litla möguleika á að verða heimsmeistari. Hamilton lenti í 3. sæti í kappakstrinum í Barein um helgina, fyrstu keppni tímabilsins. Ferrari-mennirnir Charles Leclerc og Carlos Sainz tóku efstu tvö sætin. Báðir ökumenn Red Bull, heimsmeistarinn Max Verstappen og Sergio Pérez, þurftu að hætta keppni sem gaf Hamilton tækifæri á að ná 3. sætinu. Eftir keppnina á sunnudaginn gerði Wolff lítið úr möguleikum Hamilton og Mercedes á heimsmeistaratitli í ár. „Ef þú lítur á goggunarröðina núna virðist það vera ansi fjarlægt að svo mikið sem hugsa um að eiga möguleika á að vinna heimsmeistaratitil ökumanna og bílasmiða,“ sagði Wolff hreinskilinn. „Við fengum eins mörg stig eins og við gátum fengið og þurfum að byggja á því. Hver einasta helgi telur. En eins og staðan er núna þurfum við að vera raunsæir. Þegar þú ert þriðji geturðu ekki hugsað um að vinna titla,“ bætti Wolff við. Mercedes-menn hafa ekki langan tíma til að finna lausnir á vandamálum síðustu keppni því næsti kappakstur er strax um næstu helgi, í Sádí-Arabíu. Hamilton varð heimsmeistari með Mercedes 2014-15 og 2017-20 en í fyrra þurfti hann að sjá á eftir heimsmeistaratitlinum til Verstappens. Formúla Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Hamilton lenti í 3. sæti í kappakstrinum í Barein um helgina, fyrstu keppni tímabilsins. Ferrari-mennirnir Charles Leclerc og Carlos Sainz tóku efstu tvö sætin. Báðir ökumenn Red Bull, heimsmeistarinn Max Verstappen og Sergio Pérez, þurftu að hætta keppni sem gaf Hamilton tækifæri á að ná 3. sætinu. Eftir keppnina á sunnudaginn gerði Wolff lítið úr möguleikum Hamilton og Mercedes á heimsmeistaratitli í ár. „Ef þú lítur á goggunarröðina núna virðist það vera ansi fjarlægt að svo mikið sem hugsa um að eiga möguleika á að vinna heimsmeistaratitil ökumanna og bílasmiða,“ sagði Wolff hreinskilinn. „Við fengum eins mörg stig eins og við gátum fengið og þurfum að byggja á því. Hver einasta helgi telur. En eins og staðan er núna þurfum við að vera raunsæir. Þegar þú ert þriðji geturðu ekki hugsað um að vinna titla,“ bætti Wolff við. Mercedes-menn hafa ekki langan tíma til að finna lausnir á vandamálum síðustu keppni því næsti kappakstur er strax um næstu helgi, í Sádí-Arabíu. Hamilton varð heimsmeistari með Mercedes 2014-15 og 2017-20 en í fyrra þurfti hann að sjá á eftir heimsmeistaratitlinum til Verstappens.
Formúla Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira