Stjóri Mercedes segir möguleika Hamiltons á að verða heimsmeistari litla Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. mars 2022 15:01 Toto Wolff og Lewis Hamilton á góðri stundu. getty/Dan Istitene Þrátt fyrir að aðeins ein keppni sé búin á tímabilinu í Formúlu 1 segir Toto Wolff, stjóri Mercedes, að Lewis Hamilton eigi litla möguleika á að verða heimsmeistari. Hamilton lenti í 3. sæti í kappakstrinum í Barein um helgina, fyrstu keppni tímabilsins. Ferrari-mennirnir Charles Leclerc og Carlos Sainz tóku efstu tvö sætin. Báðir ökumenn Red Bull, heimsmeistarinn Max Verstappen og Sergio Pérez, þurftu að hætta keppni sem gaf Hamilton tækifæri á að ná 3. sætinu. Eftir keppnina á sunnudaginn gerði Wolff lítið úr möguleikum Hamilton og Mercedes á heimsmeistaratitli í ár. „Ef þú lítur á goggunarröðina núna virðist það vera ansi fjarlægt að svo mikið sem hugsa um að eiga möguleika á að vinna heimsmeistaratitil ökumanna og bílasmiða,“ sagði Wolff hreinskilinn. „Við fengum eins mörg stig eins og við gátum fengið og þurfum að byggja á því. Hver einasta helgi telur. En eins og staðan er núna þurfum við að vera raunsæir. Þegar þú ert þriðji geturðu ekki hugsað um að vinna titla,“ bætti Wolff við. Mercedes-menn hafa ekki langan tíma til að finna lausnir á vandamálum síðustu keppni því næsti kappakstur er strax um næstu helgi, í Sádí-Arabíu. Hamilton varð heimsmeistari með Mercedes 2014-15 og 2017-20 en í fyrra þurfti hann að sjá á eftir heimsmeistaratitlinum til Verstappens. Formúla Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Hamilton lenti í 3. sæti í kappakstrinum í Barein um helgina, fyrstu keppni tímabilsins. Ferrari-mennirnir Charles Leclerc og Carlos Sainz tóku efstu tvö sætin. Báðir ökumenn Red Bull, heimsmeistarinn Max Verstappen og Sergio Pérez, þurftu að hætta keppni sem gaf Hamilton tækifæri á að ná 3. sætinu. Eftir keppnina á sunnudaginn gerði Wolff lítið úr möguleikum Hamilton og Mercedes á heimsmeistaratitli í ár. „Ef þú lítur á goggunarröðina núna virðist það vera ansi fjarlægt að svo mikið sem hugsa um að eiga möguleika á að vinna heimsmeistaratitil ökumanna og bílasmiða,“ sagði Wolff hreinskilinn. „Við fengum eins mörg stig eins og við gátum fengið og þurfum að byggja á því. Hver einasta helgi telur. En eins og staðan er núna þurfum við að vera raunsæir. Þegar þú ert þriðji geturðu ekki hugsað um að vinna titla,“ bætti Wolff við. Mercedes-menn hafa ekki langan tíma til að finna lausnir á vandamálum síðustu keppni því næsti kappakstur er strax um næstu helgi, í Sádí-Arabíu. Hamilton varð heimsmeistari með Mercedes 2014-15 og 2017-20 en í fyrra þurfti hann að sjá á eftir heimsmeistaratitlinum til Verstappens.
Formúla Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira