Juventus ekki í vandræðum með botnliðið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. mars 2022 16:00 Markaskorarar Juventus. Jonathan Moscrop/Getty Images Eftir afhroðið í Meistaradeild Evrópu nýverið þá vann Juventus góðan 2-0 sigur á Salernitana, botnliði Serie A – ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, í dag. Sóknartengiliðurinn Paulo Dybala kom Juventus yfir eftir aðeins fimm mínútna leik. Framherjinn magnaði Dušan Vlahović með sendinguna og Dybala skoraði með skoti í stöng og inn. Vlahović sjálfur gerði svo í raun út um leikinn áður en hálftími var liðinn. Hann stýrði þá fyrirgjöf Mattia De Sciglio í netið. Staðan orðin 2-0 og reyndust það einfaldlega lokatölur leiksins. Juventus er því með 59 stig í 4. sæti, sjö stigum minna en topplið AC Milan og aðeins fjórum stigum minna en Napoli sem er í öðru sæti deildarinnar þegar átta umferðir eru eftir af tímabilinu. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér. Ítalski boltinn Fótbolti
Eftir afhroðið í Meistaradeild Evrópu nýverið þá vann Juventus góðan 2-0 sigur á Salernitana, botnliði Serie A – ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, í dag. Sóknartengiliðurinn Paulo Dybala kom Juventus yfir eftir aðeins fimm mínútna leik. Framherjinn magnaði Dušan Vlahović með sendinguna og Dybala skoraði með skoti í stöng og inn. Vlahović sjálfur gerði svo í raun út um leikinn áður en hálftími var liðinn. Hann stýrði þá fyrirgjöf Mattia De Sciglio í netið. Staðan orðin 2-0 og reyndust það einfaldlega lokatölur leiksins. Juventus er því með 59 stig í 4. sæti, sjö stigum minna en topplið AC Milan og aðeins fjórum stigum minna en Napoli sem er í öðru sæti deildarinnar þegar átta umferðir eru eftir af tímabilinu. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti