Á þriðja tug þurft að biðja um aðstoð björgunarsveita á Reykjanesi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 17. mars 2022 11:12 Frá Reykjanesbraut um ellefuleytið í dag. Vegagerðin Á þriðja tug ökumanna hafa þurft á aðstoð björgunarsveita að halda í morgun vegna slæmrar færðar og veðurs. Flest verkefni björgunarsveita á landinu í dag hafa verið á Suðvesturhorninu. Gular veðurviðvaranir eru í gildi á landinu öllu í dag og víðast hvar á landinu á morgun vegna suðvestan hvassviðris eða storms og éljagangs. Víða er færð á vegum mjög slæm og fólk varað við óþarfa langferðalögum. Björgunarsveitum á Reykjanesi barst í morgun hjálparbeiðni frá ökumanni rútu sem lenti út af Reykjanesbrautinni fyrir ofan Reykjanesbæ. „Þær fóru á vettvang til að kanna aðstæður og það vildi svo heppilega til að það var bara einn maður um borð, sem var ökumaðurinn. Hann slasaðist ekki en var fluttur til byggða og rútan verður væntanlega sótt þegar veðrinu slotar,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Hálka, rok og skafrenningur leikið landsmenn grátt Þá hafa björgunarsveitir á svæðinu þurft að sinna tugum útkalla í morgun frá ökumönnum sem hafa lent í vandræðum vegna færðar. „Í morgun hafa björgunarsveitir á Suðurnesjum þurft að aðstoða tuttugu til þrjátíu ökumenn bíla sem hafa bæði fest sig í efri byggðum á Reykjanesinu og eins nokkrir sem hafa misst bílana sína út af á Reykjanesbraut,“ segir Davíð. „Þannig að þeim var hjálpað að koma bílunum aftur upp á veg og í einhverjum tilfellum hefur þurft að flytja fólk til byggða og þurft að skilja bílana eftir. En í flestum tilvikum gekk þetta vel og við höfum ekki fengið tilkynningar um slys á fólki.“ Hann segir ástæðu vandræðanna aðallega leiðinlega færð og mikið rok en þar að auki er mikil hálka á svæðinu. „Var ekki talað um að það sé hálka á Reykjanesbrauti og á flestum vegum á Suðvesturlandi var hálka í morgun? Í bland við vindhviður getur fólk lent í því að missa bílana út af,“ segir Davíð. „Öll verkefnin út af veðrinu í dag hafa verið á Reykjanesinu. Það hefur verið þessi aðstoð við ökumenn og svo aðstoð við Vegagerðina við að loka vegum.“ Veður Umferð Björgunarsveitir Tengdar fréttir Átján þúsund hringdu í Vegagerðina í febrúar Mikið álag hefur verið á starfsmönnum Vegagerðarinnar við að svara símtölum undanfarnar vikur vegna slæmrar tíðar. Í febrúar einum barst upplýsingadeild hennar 18 þúsund símtöl og á þeim degi sem mest var bárust henni 1.649 símtöl. 17. mars 2022 08:11 Vegir um Hellisheiði, Þrengsli og Kjalarnes lokaðir Vegir á Suðvesturlandi eru víða lokaðir en vegna lægðarinnar sem nú gengur yfir landið má reikna með að skyggni og færð geti versnað hratt. Hálka er á öllum leiðum á höfuðborgarsvæðinu. 17. mars 2022 07:17 Gular viðvaranir og má allvíða búast við stormi með snjókomu Með morgninum fara skil yfir landið og má allvíða búast við suðaustan hvassviðri eða stormi með snjókomu og skafrenningi fyrir hádegi. 17. mars 2022 07:10 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Gular veðurviðvaranir eru í gildi á landinu öllu í dag og víðast hvar á landinu á morgun vegna suðvestan hvassviðris eða storms og éljagangs. Víða er færð á vegum mjög slæm og fólk varað við óþarfa langferðalögum. Björgunarsveitum á Reykjanesi barst í morgun hjálparbeiðni frá ökumanni rútu sem lenti út af Reykjanesbrautinni fyrir ofan Reykjanesbæ. „Þær fóru á vettvang til að kanna aðstæður og það vildi svo heppilega til að það var bara einn maður um borð, sem var ökumaðurinn. Hann slasaðist ekki en var fluttur til byggða og rútan verður væntanlega sótt þegar veðrinu slotar,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Hálka, rok og skafrenningur leikið landsmenn grátt Þá hafa björgunarsveitir á svæðinu þurft að sinna tugum útkalla í morgun frá ökumönnum sem hafa lent í vandræðum vegna færðar. „Í morgun hafa björgunarsveitir á Suðurnesjum þurft að aðstoða tuttugu til þrjátíu ökumenn bíla sem hafa bæði fest sig í efri byggðum á Reykjanesinu og eins nokkrir sem hafa misst bílana sína út af á Reykjanesbraut,“ segir Davíð. „Þannig að þeim var hjálpað að koma bílunum aftur upp á veg og í einhverjum tilfellum hefur þurft að flytja fólk til byggða og þurft að skilja bílana eftir. En í flestum tilvikum gekk þetta vel og við höfum ekki fengið tilkynningar um slys á fólki.“ Hann segir ástæðu vandræðanna aðallega leiðinlega færð og mikið rok en þar að auki er mikil hálka á svæðinu. „Var ekki talað um að það sé hálka á Reykjanesbrauti og á flestum vegum á Suðvesturlandi var hálka í morgun? Í bland við vindhviður getur fólk lent í því að missa bílana út af,“ segir Davíð. „Öll verkefnin út af veðrinu í dag hafa verið á Reykjanesinu. Það hefur verið þessi aðstoð við ökumenn og svo aðstoð við Vegagerðina við að loka vegum.“
Veður Umferð Björgunarsveitir Tengdar fréttir Átján þúsund hringdu í Vegagerðina í febrúar Mikið álag hefur verið á starfsmönnum Vegagerðarinnar við að svara símtölum undanfarnar vikur vegna slæmrar tíðar. Í febrúar einum barst upplýsingadeild hennar 18 þúsund símtöl og á þeim degi sem mest var bárust henni 1.649 símtöl. 17. mars 2022 08:11 Vegir um Hellisheiði, Þrengsli og Kjalarnes lokaðir Vegir á Suðvesturlandi eru víða lokaðir en vegna lægðarinnar sem nú gengur yfir landið má reikna með að skyggni og færð geti versnað hratt. Hálka er á öllum leiðum á höfuðborgarsvæðinu. 17. mars 2022 07:17 Gular viðvaranir og má allvíða búast við stormi með snjókomu Með morgninum fara skil yfir landið og má allvíða búast við suðaustan hvassviðri eða stormi með snjókomu og skafrenningi fyrir hádegi. 17. mars 2022 07:10 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Átján þúsund hringdu í Vegagerðina í febrúar Mikið álag hefur verið á starfsmönnum Vegagerðarinnar við að svara símtölum undanfarnar vikur vegna slæmrar tíðar. Í febrúar einum barst upplýsingadeild hennar 18 þúsund símtöl og á þeim degi sem mest var bárust henni 1.649 símtöl. 17. mars 2022 08:11
Vegir um Hellisheiði, Þrengsli og Kjalarnes lokaðir Vegir á Suðvesturlandi eru víða lokaðir en vegna lægðarinnar sem nú gengur yfir landið má reikna með að skyggni og færð geti versnað hratt. Hálka er á öllum leiðum á höfuðborgarsvæðinu. 17. mars 2022 07:17
Gular viðvaranir og má allvíða búast við stormi með snjókomu Með morgninum fara skil yfir landið og má allvíða búast við suðaustan hvassviðri eða stormi með snjókomu og skafrenningi fyrir hádegi. 17. mars 2022 07:10