Kaupmáttur ráðstöfunartekna jókst um 1,1 prósent í fyrra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. mars 2022 09:36 Áætlað er að vísitala neysluverðs hafi hækkað um 4,8 prósent í fyrra. Vísir/Vilhelm Áætlað er að ráðstöfunartekjur heimilanna hafi aukist um 7,5 prósent árið 2021 samanborið við árið á undan. Rástöfunartekjur á mann numu rúmlega 4,4 milljónum króna og jukust um 5,6 prósent frá árinu áður. Þá er áætlað að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila hafi aukist um 1,1 prósent á sama tímabili. Þá er áætlað að ráðstöfunartekjur heimilanna hafi aukist enn meira á fjórða ársfjórðungi síðasta árs, eða um rúmlega 9,3 prósent, borið saman við sama tímabil fyrra árs en áætlað er að ráðstöfunartekjur á mann hafi numið rúmlega 1,1 milljón króna á ársfjórðungnum og aukist um 1,1 prósent frá sama tímabili í fyrra. Fram kemur í tilkynningu frá Hagstofu Íslands að teknu tilliti til verðlagsþróunar sé áætlað að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann hafi aukist um 2,2 prósent á tímabilinu en vísitala neysluverðs hækkað um 4,8 prósent á sama tímabili. Útgjöld heimilanna jukust og skattar sömuleiðis Heildartekjur heimilanna jukust þá um 8,6 prósent árið 2021 frá árinu áður. Liðurinn sem þyngst vegur í hækkun á heildartekjum heimilanna eru launatekjur sem áætlað er að hafi aukist um ríflega 155 milljarða frá fyrra ári eða sem nemur tæplega 10 prósentum. Á sama tímabili jukust skattar á laun um ríflega 67 milljarða eða um rúmlega 14 prósent. Þá er áætlað að á fjórða ársfjórðungi síðasta árs hafi heildartekjur heimilanna aukis tum 11 prósent samanborið við sama ársfjórðung fyrra árs. Launatekjur hafi þar af aukist um 14,8 prósent og eignatekjur um 7,7 prósent. Heildargjöld heimilanna hafi á sama tímabili aukist um 13,3 prósent saman borið við sama tímabil árið áður og þar af jukust skattar á laun um 19,3 prósent og vaxtagjöld um rúmlega 26,9 prósent. Þá skýrist aukning launatekna bæði af launahækkunum og minnkandi atvinnuleysi. Samkvæmt launavísitölu Hagstofu Íslands hækkuðu laun að meðaltali um 8,3 prósent á árinu borið saman við fyrra ár en starfandi einstaklingum fjölgaði um 2,1 prósent á sama tímabili. Vaxtagjöld heimilanna jukust sömuleiðis um 20,3 prósent í fyrra borið saman við árið 2020 en það skýrist bæði af auknum útlánum til heimila og hærri vöxtum. Þá jukust eignatekjur heimila um 6 prósent meðal annars af auknum innlánum en áætlað er að vaxtatekjur heimila hafi aukist um 8 prósent á tímabilinu. Lífeyristekjur jukust um tæp 4 prósent Áætlað er að lífeyristekjur og félagslegar tilfærslur til heimilanna hafi aukist um tæpa 19 milljarða frá fyrra ári, sem nemur tæplega 4 prósenta aukningu milli ára. Lífeyristekjur og félagslegar tilfærslur námu tæplega 17 prósentum af heildartekjum heimilanna árið 2021 samanborið við rúmlega 17 prósent árið 2020 og 14 prósent árið 2019. Þróun ráðstöfunartekna heimilanna á árunum 2018 til 2021.Hagstofa Íslands Þá jukust tryggingagjöld atvinnurekenda og launafólks heimilisgeirans um rúmlega 4 prósent samanborið við 1 prósent samdrátt á árinu 2020. Það skýrist meðal annars af auknu atvinnuleysi og aðgerðum stjórnvalda sem gerðu launagreiðendum kleift að fresta tímabundið skilum á tryggingagjaldi. Frestun þess stóð hluta launagreiðenda enn til boða í fyrra. Þá drógust lífeyristekjur og félagslegar tilfærslur saman um 1 prósent á fjórða ársfjórðungi síðasta árs samanborið við sama ársfjórðung 2020 og námu 16 prósentum af heildartekjum heimilanna á ársfjórðungnum. Þá jukust tryggingagjöld atvinnurekenda og launafólks heimilisgeirans um 10 prósent á ársfjórðungnum samanborið við sama ársfjórðung í fyrra. Efnahagsmál Vinnumarkaður Kjaramál Íslenska krónan Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Búist við innfluttri og innlendri verðbólgu: Skorað á ríkið að minnka álögur Félag íslenskra bifreiðaeigenda hvetur stjórnvöld til að fara að fordæmi Íra og lækka álögur á eldsneyti vegna gríðarlegra hækkana síðustu daga. Slíkar lækkanir hafa ekki verið sérstaklega ræddar í fjármálaráðuneytinu. Bent er á að Íslendingar séu lánsamir að þurfa ekki að kynda með eldsneyti. 9. mars 2022 21:00 Inngrip lækka söluverð Íslandsbanka, segir formaður efnahagsnefndar Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að tillaga Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra um að skylda viðskiptabankana til að verja hluta af hagnaði sínum í að niðurgreiða vexti sé til þess fallin að lækka verðmiðann á Íslandsbanka þegar ríkið selur eignarhlutinn sem eftir stendur. 11. febrúar 2022 08:03 Raunhæfar aðgerðir til handa heimilum Vaxandi verðbólga veldur eðlilega ákveðnum áhyggjum og það mun skipta máli hvernig brugðist verður við þeirri stöðu. Það er því rétt að fara yfir stöðuna eins og hún er. Það er ljóst að kaupmáttur launa hefur ekki verið hærri í mjög langan tíma. 10. febrúar 2022 09:30 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Þá er áætlað að ráðstöfunartekjur heimilanna hafi aukist enn meira á fjórða ársfjórðungi síðasta árs, eða um rúmlega 9,3 prósent, borið saman við sama tímabil fyrra árs en áætlað er að ráðstöfunartekjur á mann hafi numið rúmlega 1,1 milljón króna á ársfjórðungnum og aukist um 1,1 prósent frá sama tímabili í fyrra. Fram kemur í tilkynningu frá Hagstofu Íslands að teknu tilliti til verðlagsþróunar sé áætlað að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann hafi aukist um 2,2 prósent á tímabilinu en vísitala neysluverðs hækkað um 4,8 prósent á sama tímabili. Útgjöld heimilanna jukust og skattar sömuleiðis Heildartekjur heimilanna jukust þá um 8,6 prósent árið 2021 frá árinu áður. Liðurinn sem þyngst vegur í hækkun á heildartekjum heimilanna eru launatekjur sem áætlað er að hafi aukist um ríflega 155 milljarða frá fyrra ári eða sem nemur tæplega 10 prósentum. Á sama tímabili jukust skattar á laun um ríflega 67 milljarða eða um rúmlega 14 prósent. Þá er áætlað að á fjórða ársfjórðungi síðasta árs hafi heildartekjur heimilanna aukis tum 11 prósent samanborið við sama ársfjórðung fyrra árs. Launatekjur hafi þar af aukist um 14,8 prósent og eignatekjur um 7,7 prósent. Heildargjöld heimilanna hafi á sama tímabili aukist um 13,3 prósent saman borið við sama tímabil árið áður og þar af jukust skattar á laun um 19,3 prósent og vaxtagjöld um rúmlega 26,9 prósent. Þá skýrist aukning launatekna bæði af launahækkunum og minnkandi atvinnuleysi. Samkvæmt launavísitölu Hagstofu Íslands hækkuðu laun að meðaltali um 8,3 prósent á árinu borið saman við fyrra ár en starfandi einstaklingum fjölgaði um 2,1 prósent á sama tímabili. Vaxtagjöld heimilanna jukust sömuleiðis um 20,3 prósent í fyrra borið saman við árið 2020 en það skýrist bæði af auknum útlánum til heimila og hærri vöxtum. Þá jukust eignatekjur heimila um 6 prósent meðal annars af auknum innlánum en áætlað er að vaxtatekjur heimila hafi aukist um 8 prósent á tímabilinu. Lífeyristekjur jukust um tæp 4 prósent Áætlað er að lífeyristekjur og félagslegar tilfærslur til heimilanna hafi aukist um tæpa 19 milljarða frá fyrra ári, sem nemur tæplega 4 prósenta aukningu milli ára. Lífeyristekjur og félagslegar tilfærslur námu tæplega 17 prósentum af heildartekjum heimilanna árið 2021 samanborið við rúmlega 17 prósent árið 2020 og 14 prósent árið 2019. Þróun ráðstöfunartekna heimilanna á árunum 2018 til 2021.Hagstofa Íslands Þá jukust tryggingagjöld atvinnurekenda og launafólks heimilisgeirans um rúmlega 4 prósent samanborið við 1 prósent samdrátt á árinu 2020. Það skýrist meðal annars af auknu atvinnuleysi og aðgerðum stjórnvalda sem gerðu launagreiðendum kleift að fresta tímabundið skilum á tryggingagjaldi. Frestun þess stóð hluta launagreiðenda enn til boða í fyrra. Þá drógust lífeyristekjur og félagslegar tilfærslur saman um 1 prósent á fjórða ársfjórðungi síðasta árs samanborið við sama ársfjórðung 2020 og námu 16 prósentum af heildartekjum heimilanna á ársfjórðungnum. Þá jukust tryggingagjöld atvinnurekenda og launafólks heimilisgeirans um 10 prósent á ársfjórðungnum samanborið við sama ársfjórðung í fyrra.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Kjaramál Íslenska krónan Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Búist við innfluttri og innlendri verðbólgu: Skorað á ríkið að minnka álögur Félag íslenskra bifreiðaeigenda hvetur stjórnvöld til að fara að fordæmi Íra og lækka álögur á eldsneyti vegna gríðarlegra hækkana síðustu daga. Slíkar lækkanir hafa ekki verið sérstaklega ræddar í fjármálaráðuneytinu. Bent er á að Íslendingar séu lánsamir að þurfa ekki að kynda með eldsneyti. 9. mars 2022 21:00 Inngrip lækka söluverð Íslandsbanka, segir formaður efnahagsnefndar Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að tillaga Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra um að skylda viðskiptabankana til að verja hluta af hagnaði sínum í að niðurgreiða vexti sé til þess fallin að lækka verðmiðann á Íslandsbanka þegar ríkið selur eignarhlutinn sem eftir stendur. 11. febrúar 2022 08:03 Raunhæfar aðgerðir til handa heimilum Vaxandi verðbólga veldur eðlilega ákveðnum áhyggjum og það mun skipta máli hvernig brugðist verður við þeirri stöðu. Það er því rétt að fara yfir stöðuna eins og hún er. Það er ljóst að kaupmáttur launa hefur ekki verið hærri í mjög langan tíma. 10. febrúar 2022 09:30 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Búist við innfluttri og innlendri verðbólgu: Skorað á ríkið að minnka álögur Félag íslenskra bifreiðaeigenda hvetur stjórnvöld til að fara að fordæmi Íra og lækka álögur á eldsneyti vegna gríðarlegra hækkana síðustu daga. Slíkar lækkanir hafa ekki verið sérstaklega ræddar í fjármálaráðuneytinu. Bent er á að Íslendingar séu lánsamir að þurfa ekki að kynda með eldsneyti. 9. mars 2022 21:00
Inngrip lækka söluverð Íslandsbanka, segir formaður efnahagsnefndar Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að tillaga Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra um að skylda viðskiptabankana til að verja hluta af hagnaði sínum í að niðurgreiða vexti sé til þess fallin að lækka verðmiðann á Íslandsbanka þegar ríkið selur eignarhlutinn sem eftir stendur. 11. febrúar 2022 08:03
Raunhæfar aðgerðir til handa heimilum Vaxandi verðbólga veldur eðlilega ákveðnum áhyggjum og það mun skipta máli hvernig brugðist verður við þeirri stöðu. Það er því rétt að fara yfir stöðuna eins og hún er. Það er ljóst að kaupmáttur launa hefur ekki verið hærri í mjög langan tíma. 10. febrúar 2022 09:30