Ræddu jafnrétti á Íslandi og forsetinn hringdi í móður Elizu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. mars 2022 21:22 Joe Biden Bandaríkjaforseti spjallaði ásamt Jill Biden við móður Elizu eftir að Eliza hafði orð á því að hún væri hennar fyrirmynd. Mynd/Sendiráð Íslands í Washington Eliza Reid hitti forsetahjónin Jill og Joe Biden þar sem jafnréttismál voru í brennidepli en forsetinn bauð henni til að mynda upp á svið til að ræða jafnréttismál á viðburði í Hvíta húsinu. Hún segir hjónin hafa verið mjög vingjarnleg en Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi til að mynda í móður Elizu. Forsetafrúin Eliza Reid átti fund með Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna, í gær en Eliza var stödd í Washington á Taste of Iceland menningarhátíðinni þegar hún fékk boð á fundinn. Jafnréttismál voru í brennidepli að sögn Elizu en síðar um daginn var hún viðstödd viðburð í Hvíta húsinu í tilefni bandaríska jafnlaunadagsins þar sem Joe Biden Bandaríkjaforseti var sömuleiðis viðstaddur. Eliza ræddi meðal annars við forsetahjónin um Ísland og bauð þeim að koma. Mynd/Sendiráð Íslands í Washington Á viðburðinum kallaði hann Elizu upp á svið og þakkaði fyrir framlag hennar í þágu jafnréttis auk þess sem Eliza fékk tækifæri til að tala um jafnréttismál. „Ég var svolítið hissa en þetta var bara mikill heiður,“ segir Eliza. „Þetta passaði vel við mín stærstu áherslumál og mér fannst þetta bara einstakt tækifæri fyrir Ísland að geta talað um hvernig við erum heimsleiðtogar í þessu, þó það sé langt í land eins og við vitum öll.“ Hún segir Biden hjónin hafa verið mjög vingjarnleg og töluðu þau mikið um Ísland. „Þau hafa ekki heimsótt Ísland áður en ég var að segja að þau væru alltaf velkomin hingað, eða til okkar,“ segir Eliza. „Við vorum að tala um jafnréttismálin, hversu mikilvægt það er að ala upp börnin okkar og barnabörnin í jafnréttisheimi, hversu mikilvægt það er, og þetta var bara mjög áhugavert og vingjarnlegt spjall,“ segir hún enn fremur. Eliza Reid fundaði með Jill Biden forsetafrú um jafnréttismál og síðar um daginn var hún viðstödd viðburð með Joe Biden Bandaríkjaforseta. Mynd/Sendiráð Íslands í Washington Þá lýsir hún skemmtilegri uppákomu þegar hún hitti forsetahjónin síðar um daginn. Eliza minnist þess að Jill Biden hafi í ræðu sinni talað um móður sína og hversu mikil fyrirmynd hún var, sem Eliza tengdi við. „Ég sagði að þetta væri alveg eins og mamma mín, sem er mikil fyrirmynd fyrir mig, og þá sagði Joe Biden við mig; Viltu ekki bara hringja í hana?,“ segir Eliza. „Hann hringdi í hana og hún svaraði eins og hún væri bara að bíða eftir að heyra frá forseta Bandaríkjanna.“ „Mamma sagði að hún væri svo ánægð að sjá að það sé jafnrétti í ríkisstjórninni hans og í ríkisstjórn Kanada og sagði „it‘s about time,“ ef ég man eftir þessu. Hún var bara mjög glöð og hress með að heyra frá honum,“ segir Eliza létt í bragði. Eliza mun áfram ræða jafnréttismál næstkomandi föstudag þegar hún fundar með nokkrum bandarískum þingkonum. Forseti Íslands Íslendingar erlendis Joe Biden Bandaríkin Jafnréttismál Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Forsetafrúin Eliza Reid átti fund með Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna, í gær en Eliza var stödd í Washington á Taste of Iceland menningarhátíðinni þegar hún fékk boð á fundinn. Jafnréttismál voru í brennidepli að sögn Elizu en síðar um daginn var hún viðstödd viðburð í Hvíta húsinu í tilefni bandaríska jafnlaunadagsins þar sem Joe Biden Bandaríkjaforseti var sömuleiðis viðstaddur. Eliza ræddi meðal annars við forsetahjónin um Ísland og bauð þeim að koma. Mynd/Sendiráð Íslands í Washington Á viðburðinum kallaði hann Elizu upp á svið og þakkaði fyrir framlag hennar í þágu jafnréttis auk þess sem Eliza fékk tækifæri til að tala um jafnréttismál. „Ég var svolítið hissa en þetta var bara mikill heiður,“ segir Eliza. „Þetta passaði vel við mín stærstu áherslumál og mér fannst þetta bara einstakt tækifæri fyrir Ísland að geta talað um hvernig við erum heimsleiðtogar í þessu, þó það sé langt í land eins og við vitum öll.“ Hún segir Biden hjónin hafa verið mjög vingjarnleg og töluðu þau mikið um Ísland. „Þau hafa ekki heimsótt Ísland áður en ég var að segja að þau væru alltaf velkomin hingað, eða til okkar,“ segir Eliza. „Við vorum að tala um jafnréttismálin, hversu mikilvægt það er að ala upp börnin okkar og barnabörnin í jafnréttisheimi, hversu mikilvægt það er, og þetta var bara mjög áhugavert og vingjarnlegt spjall,“ segir hún enn fremur. Eliza Reid fundaði með Jill Biden forsetafrú um jafnréttismál og síðar um daginn var hún viðstödd viðburð með Joe Biden Bandaríkjaforseta. Mynd/Sendiráð Íslands í Washington Þá lýsir hún skemmtilegri uppákomu þegar hún hitti forsetahjónin síðar um daginn. Eliza minnist þess að Jill Biden hafi í ræðu sinni talað um móður sína og hversu mikil fyrirmynd hún var, sem Eliza tengdi við. „Ég sagði að þetta væri alveg eins og mamma mín, sem er mikil fyrirmynd fyrir mig, og þá sagði Joe Biden við mig; Viltu ekki bara hringja í hana?,“ segir Eliza. „Hann hringdi í hana og hún svaraði eins og hún væri bara að bíða eftir að heyra frá forseta Bandaríkjanna.“ „Mamma sagði að hún væri svo ánægð að sjá að það sé jafnrétti í ríkisstjórninni hans og í ríkisstjórn Kanada og sagði „it‘s about time,“ ef ég man eftir þessu. Hún var bara mjög glöð og hress með að heyra frá honum,“ segir Eliza létt í bragði. Eliza mun áfram ræða jafnréttismál næstkomandi föstudag þegar hún fundar með nokkrum bandarískum þingkonum.
Forseti Íslands Íslendingar erlendis Joe Biden Bandaríkin Jafnréttismál Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira