„Stríð er það versta sem til er“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. mars 2022 10:00 Igor Kopyshynskyi var á leið heim til Úkraínu í lok janúar þegar örlögin gripu í taumana. vísir/hulda margrét Eins og aðrir Úkraínumenn hefur Igor Kopyshynskyi, handboltamaður í Haukum, miklar áhyggjur af stöðunni þar í landi. Hann hefur hafið söfnun til styrktar börnum í Úkraínu. Ef ekki hefði verið fyrir símtal frá Haukum hefði hann mögulega verið í Úkraínu þegar stríðið þar braust út. Eins og öllum er kunnugt hefur stríð geysað í Úkraínu í þrjár vikur eftir innrás Rússa í landið. Staðan í landinu er erfið en Úkraínumenn hafa sýnt mikla samstöðu í hræðilegum aðstæðum. „Vinur minn í Úkraínu sem hefur verið að kaupa nauðsynjavörur fyrir börn spurði mig og aðra félaga sína hvort við gætum hjálpað til,“ sagði Igor sem hóf söfnunina í þessari viku. Þegar hafa safnast rúmlega tvö hundruð þúsund krónur og Igor sendir fyrsta hlutann til Úkraínu í dag. „Þetta er kannski ekki mikið fyrir okkur en gæti hjálpað þeim mikið,“ sagði Igor en vinur hans er fyrrverandi handboltamaður og er staðsettur í borginni Zaporizhzhia þaðan sem Motor, sterkasta handboltalið Úkraínu, er frá. Vinurinn bað einnig aðra félaga sína úr handboltanum sem leika í Frakklandi og Eistlandi að leggja sér lið. Igor Kopishinsky, úkraínskur leikmaður mfl. kk, stendur fyrir söfnun fyrir börn í Úkraínu MARGT SMÁTT GERIR EITT STÓRT . Igor ætlar að safna inn á sinn reikning og koma svo áleiðis til Úkraínu! Ef þú vilt hjálpa þá leggur þú inn á:Rkn: 0511-14-017421Kt: 260291-3949 pic.twitter.com/AbOs0QVILz— Haukar - Handbolti (@Haukarhandbolti) March 16, 2022 Igor segir stöðuna í Úkraínu hryllilega og vandar Rússum ekki kveðjurnar. „Þetta er ógeðslegt og það er erfitt að lýsa þessu. En það er mikill andi í úkraínsku þjóðinni. Stríð er það versta sem til er,“ sagði Igor sem er frá litlum bæ um þrjátíu kílómetra frá Ódessu við Svartahafið. Foreldrar hans eru bæði í Úkraínu en Igor segir að þau séu óhult. „Þau eru á öruggum stað. En þú veist aldrei hvað andstæðingurinn gerir. Þeir hafa sprengt kjarnorkuver. Þetta er heilalaust. Ég er í sambandi við vini mína í ýmsum borgum og þeir færa mér fréttir og senda mér myndbönd. Það sem þeir eru að gera er ótrúlegt.“ En kom innrás Rússa í Úkraínu Igor á óvart? „Já, en að sumu leyti átti ég von á því og sumu leyti ekki. Árið er 2022, af hverju er stríð?“ svaraði Igor sem fékk fregnir af innrás Rússa um leið og hún hófst 24. febrúar. „Margir vinir mínir höfðu samband við mig um klukkan 05:00 um nótt og sögðu mér frá sprengjuregni og að stríð væri hafið.“ Aldrei fylgst jafn mikið með fréttum Meðfram handboltanum starfar Igor í frístund hjá Haukum. Hann reynir að einbeita sér að vinnu og handbolta eftir bestu getu en segir það ekki einfalt meðan stríð geysar í heimalandinu. Og hann hefur aldrei fylgst jafn mikið með fréttum og undanfarna daga. Igor hefur skorað sextán mörk í þremur deildarleikjum fyrir Hauka.vísir/hulda margrét „Það er alltaf erfitt. Þegar ég stíg inn á völlinn reyni ég að hugsa ekki um neitt annað en handbolta. En síðan kemur maður heim og fylgjst að horfa á fréttir. Ég hef aldrei horft mikið á fréttir fyrr en núna,“ sagði Igor sem á kærustu sem býr á Siglufirði þar sem hún þjálfar badminton. Hann segir ómögulegt að spá fyrir um hvað gerist næst í Úkraínu. „Enginn veit hvað næstu dagar bera í skauti sér. Þeir gera bara eitthvað handahófskennt eins og að drepa almenna borgara og sprengja kjarnorkuver í loft upp. Þetta eru apar með handsprengjur.“ Igor sem fyrst hingað til lands 2016 og gekk í raðir Akureyrar. Og hann hefur leikið að mestu hér á landi síðan þá, fyrst með Akureyri, svo Þór og með Haukum síðan í janúar. En þótt hann hafi leikið lengi hér á landi hefur hann alltaf verið með annan fótinn í Úkraínu. Spilar strandhandbolta á sumrin „Ég hætti að telja eftir fjögur tímabil,“ sagði Igor í léttum dúr, aðspurður um tíma sinn á Íslandi. „Ég fór alltaf til Úkraínu í 4-6 mánuði og spilaði strandhandbolta og æfði sjálfur. En þegar kórónuveirufaraldurinn skall á var ég hérna yfir sumarið. Ég veit ekki hvað gerist núna. Það eru helmingslíkur á að ég verði hérna í sumar.“ Fyrri hluta vetrar var Igor í rólegheitum á Siglufirði.vísir/hulda margrét Igor lék með Þór í Olís-deildinni á síðasta tímabili en yfirgaf svo félagið. Og fyrri hluta þessa tímabils spilaði hann ekki neitt og var raunar á heimleið þegar símtalið frá Haukum kom. „Ég bjó bara á Siglufirði og var ekki með vinnu eða í handbolta vegna pappírsvandamála. Ég fór til Úkraínu í nokkrar vikur því þeir vildu einhverja fleiri pappíra. Svo kom ég aftur hingað eftir áramót,“ sagði Igor. Allt breyttist á tveimur dögum „Í lok janúar var ég tilbúinn að kaupa miða til að fara heim því landvistarleyfið var að renna út. En svo fékk ég skilaboð um að það hefði verið endurnýjað og síðan hringdu Haukar í mig og ég samdi við þá. Á tveimur dögum breyttist lífið algjörlega. Ég var tilbúinn að fara, búinn að pakka niður og var að hugsa um hvað ég ætti að gera í Úkraínu en svo breyttist allt,“ sagði Igor. Hann segir að það hafi tekið tíma að komast í leikform eftir að hafa ekki spilað handbolta lengi. En hann vel við sig hjá Haukum sem eru á toppi Olís-deildarinnar. „Fyrsta vikan var erfið eftir átta mánuði án venjulegs handbolta. Ég spilaði strandhandbolta síðasta sumar en það er allt öðruvísi,“ sagði Igor að endingu. Olís-deild karla Haukar Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Eins og öllum er kunnugt hefur stríð geysað í Úkraínu í þrjár vikur eftir innrás Rússa í landið. Staðan í landinu er erfið en Úkraínumenn hafa sýnt mikla samstöðu í hræðilegum aðstæðum. „Vinur minn í Úkraínu sem hefur verið að kaupa nauðsynjavörur fyrir börn spurði mig og aðra félaga sína hvort við gætum hjálpað til,“ sagði Igor sem hóf söfnunina í þessari viku. Þegar hafa safnast rúmlega tvö hundruð þúsund krónur og Igor sendir fyrsta hlutann til Úkraínu í dag. „Þetta er kannski ekki mikið fyrir okkur en gæti hjálpað þeim mikið,“ sagði Igor en vinur hans er fyrrverandi handboltamaður og er staðsettur í borginni Zaporizhzhia þaðan sem Motor, sterkasta handboltalið Úkraínu, er frá. Vinurinn bað einnig aðra félaga sína úr handboltanum sem leika í Frakklandi og Eistlandi að leggja sér lið. Igor Kopishinsky, úkraínskur leikmaður mfl. kk, stendur fyrir söfnun fyrir börn í Úkraínu MARGT SMÁTT GERIR EITT STÓRT . Igor ætlar að safna inn á sinn reikning og koma svo áleiðis til Úkraínu! Ef þú vilt hjálpa þá leggur þú inn á:Rkn: 0511-14-017421Kt: 260291-3949 pic.twitter.com/AbOs0QVILz— Haukar - Handbolti (@Haukarhandbolti) March 16, 2022 Igor segir stöðuna í Úkraínu hryllilega og vandar Rússum ekki kveðjurnar. „Þetta er ógeðslegt og það er erfitt að lýsa þessu. En það er mikill andi í úkraínsku þjóðinni. Stríð er það versta sem til er,“ sagði Igor sem er frá litlum bæ um þrjátíu kílómetra frá Ódessu við Svartahafið. Foreldrar hans eru bæði í Úkraínu en Igor segir að þau séu óhult. „Þau eru á öruggum stað. En þú veist aldrei hvað andstæðingurinn gerir. Þeir hafa sprengt kjarnorkuver. Þetta er heilalaust. Ég er í sambandi við vini mína í ýmsum borgum og þeir færa mér fréttir og senda mér myndbönd. Það sem þeir eru að gera er ótrúlegt.“ En kom innrás Rússa í Úkraínu Igor á óvart? „Já, en að sumu leyti átti ég von á því og sumu leyti ekki. Árið er 2022, af hverju er stríð?“ svaraði Igor sem fékk fregnir af innrás Rússa um leið og hún hófst 24. febrúar. „Margir vinir mínir höfðu samband við mig um klukkan 05:00 um nótt og sögðu mér frá sprengjuregni og að stríð væri hafið.“ Aldrei fylgst jafn mikið með fréttum Meðfram handboltanum starfar Igor í frístund hjá Haukum. Hann reynir að einbeita sér að vinnu og handbolta eftir bestu getu en segir það ekki einfalt meðan stríð geysar í heimalandinu. Og hann hefur aldrei fylgst jafn mikið með fréttum og undanfarna daga. Igor hefur skorað sextán mörk í þremur deildarleikjum fyrir Hauka.vísir/hulda margrét „Það er alltaf erfitt. Þegar ég stíg inn á völlinn reyni ég að hugsa ekki um neitt annað en handbolta. En síðan kemur maður heim og fylgjst að horfa á fréttir. Ég hef aldrei horft mikið á fréttir fyrr en núna,“ sagði Igor sem á kærustu sem býr á Siglufirði þar sem hún þjálfar badminton. Hann segir ómögulegt að spá fyrir um hvað gerist næst í Úkraínu. „Enginn veit hvað næstu dagar bera í skauti sér. Þeir gera bara eitthvað handahófskennt eins og að drepa almenna borgara og sprengja kjarnorkuver í loft upp. Þetta eru apar með handsprengjur.“ Igor sem fyrst hingað til lands 2016 og gekk í raðir Akureyrar. Og hann hefur leikið að mestu hér á landi síðan þá, fyrst með Akureyri, svo Þór og með Haukum síðan í janúar. En þótt hann hafi leikið lengi hér á landi hefur hann alltaf verið með annan fótinn í Úkraínu. Spilar strandhandbolta á sumrin „Ég hætti að telja eftir fjögur tímabil,“ sagði Igor í léttum dúr, aðspurður um tíma sinn á Íslandi. „Ég fór alltaf til Úkraínu í 4-6 mánuði og spilaði strandhandbolta og æfði sjálfur. En þegar kórónuveirufaraldurinn skall á var ég hérna yfir sumarið. Ég veit ekki hvað gerist núna. Það eru helmingslíkur á að ég verði hérna í sumar.“ Fyrri hluta vetrar var Igor í rólegheitum á Siglufirði.vísir/hulda margrét Igor lék með Þór í Olís-deildinni á síðasta tímabili en yfirgaf svo félagið. Og fyrri hluta þessa tímabils spilaði hann ekki neitt og var raunar á heimleið þegar símtalið frá Haukum kom. „Ég bjó bara á Siglufirði og var ekki með vinnu eða í handbolta vegna pappírsvandamála. Ég fór til Úkraínu í nokkrar vikur því þeir vildu einhverja fleiri pappíra. Svo kom ég aftur hingað eftir áramót,“ sagði Igor. Allt breyttist á tveimur dögum „Í lok janúar var ég tilbúinn að kaupa miða til að fara heim því landvistarleyfið var að renna út. En svo fékk ég skilaboð um að það hefði verið endurnýjað og síðan hringdu Haukar í mig og ég samdi við þá. Á tveimur dögum breyttist lífið algjörlega. Ég var tilbúinn að fara, búinn að pakka niður og var að hugsa um hvað ég ætti að gera í Úkraínu en svo breyttist allt,“ sagði Igor. Hann segir að það hafi tekið tíma að komast í leikform eftir að hafa ekki spilað handbolta lengi. En hann vel við sig hjá Haukum sem eru á toppi Olís-deildarinnar. „Fyrsta vikan var erfið eftir átta mánuði án venjulegs handbolta. Ég spilaði strandhandbolta síðasta sumar en það er allt öðruvísi,“ sagði Igor að endingu.
Olís-deild karla Haukar Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira