Hannes hættur eftir glæstan feril: „Eitthvað sem mig óraði ekki fyrir í mínum villtustu draumum“ Sindri Sverrisson skrifar 16. mars 2022 10:30 Hannes Þór Halldórsson glaðbeittur eftir jafnteflið fræga við Argentínu á HM 2018, þar sem hann varði vítaspyrnu Lionels Messi. EPA-EFE/PETER POWELL Hannes Þór Halldórsson, sá markvörður sem leikið hefur flesta landsleiki fyrir Ísland, hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna. Hannes lauk ferli sínum með Val en framtíð hans hefur verið í óvissu eftir að félagið fékk óvænt markvörðinn Guy Smit og gerði síðar starfslokasamning við Hannes. Hannes, sem verður 38 ára í næsta mánuði, var aðalmarkvörður Íslands í áratug og varði markið á stærstu stundum í sögu landsliðsins, til að mynda í lokakeppni EM 2016 og HM 2018, þar sem hann varði meðal annars vítaspyrnu Lionels Messi í fyrsta HM-leik Íslands. „Eftir 17 ár í meistaraflokki og 31 ár í fótbolta er kominn tími á að leggja hanskana á hilluna,“ skrifar Hannes á Facebook. „Ég hef kynnst ógrynni af góðu fólki á þessum árum, unnið með mörgum frábærum þjálfurum, eignast vini fyrir lífstíð og upplifað ótrúlegar stundir. 10 tímabil í efstu deild, 77 landsleikir, 2 stórmót, 3 Íslandsmeistaratitlar, 2 bikarmeistaratitlar og 6 ár í atvinnumennsku er eitthvað sem mig óraði ekki fyrir að upplifa í mínum villtustu draumum. Fjölskylda, liðsfélagar, þjálfarar, stuðningsfólk og allir sem hafa hjálpað mér à leiðinni, takk fyrir mig,“ skrifar Hannes. Hannes hóf stórmerkilegan feril sinn með Leikni í Breiðholti en lék einnig með Aftureldingu, Stjörnunni, Fram og KR hér á landi áður en hann festi sig í sessi sem aðalmarkvörður Íslands og hélt út í atvinnumennsku. Hannes lék í Noregi, Hollandi, Danmörku og Aserbaídsjan. After 31 years of football it is time to call it a day. It s been a true rollercoaster ride. Family, teammates, coaches, supporters and everybody who helped me on the way, thank you https://t.co/6T9NkLYmMd pic.twitter.com/d0vCO72jqJ— Hannes Halldórsson (@hanneshalldors) March 16, 2022 Hannes lék sinn fyrsta landsleik í september árið 2011, þá orðinn 27 ára gamall, og hélt markinu hreinu í 1-0 sigri gegn Kýpur í undankeppni EM. Skömmu síðar tók Lars Lagerbäck við þjálfun íslenska liðsins og undir hans stjórn varð Hannes einn af lykilmönnunum á bakvið þá velgengni íslenska liðsins sem vakti heimsathygli. Hannes Þór Halldórsson vakti heimsathygli með frammistöðu sinni í 1-1 jafnteflinu gegn Argentínu á HM 2018, í fyrsta HM-leik í sögu Íslands, og myndavélarnar voru á honum þegar hann fagnaði með stuðningsmönnum eftir leik.VÍSIR/VILHELM Hannes lék 77 landsleiki og sló met Birkis Kristinssonar yfir flesta landsleiki íslenskra markvarða. Síðasti landsleikur hans var gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli í september í fyrra. Hannes varð Íslandsmeistari þrisvar sinnum, tvisvar með KR og einu sinni með Val, og bikarmeistari tvisvar með KR. Hann lék alls 205 leiki í efstu deild hér á landi og 39 leiki í neðri deildum, en lék sem atvinnumaður í sex ár áður en hann sneri heim til Íslands snemma árs 2019 og gerði samning við Val sem gilda átti út árið 2022. Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Tímamót Valur KR Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Hannes lauk ferli sínum með Val en framtíð hans hefur verið í óvissu eftir að félagið fékk óvænt markvörðinn Guy Smit og gerði síðar starfslokasamning við Hannes. Hannes, sem verður 38 ára í næsta mánuði, var aðalmarkvörður Íslands í áratug og varði markið á stærstu stundum í sögu landsliðsins, til að mynda í lokakeppni EM 2016 og HM 2018, þar sem hann varði meðal annars vítaspyrnu Lionels Messi í fyrsta HM-leik Íslands. „Eftir 17 ár í meistaraflokki og 31 ár í fótbolta er kominn tími á að leggja hanskana á hilluna,“ skrifar Hannes á Facebook. „Ég hef kynnst ógrynni af góðu fólki á þessum árum, unnið með mörgum frábærum þjálfurum, eignast vini fyrir lífstíð og upplifað ótrúlegar stundir. 10 tímabil í efstu deild, 77 landsleikir, 2 stórmót, 3 Íslandsmeistaratitlar, 2 bikarmeistaratitlar og 6 ár í atvinnumennsku er eitthvað sem mig óraði ekki fyrir að upplifa í mínum villtustu draumum. Fjölskylda, liðsfélagar, þjálfarar, stuðningsfólk og allir sem hafa hjálpað mér à leiðinni, takk fyrir mig,“ skrifar Hannes. Hannes hóf stórmerkilegan feril sinn með Leikni í Breiðholti en lék einnig með Aftureldingu, Stjörnunni, Fram og KR hér á landi áður en hann festi sig í sessi sem aðalmarkvörður Íslands og hélt út í atvinnumennsku. Hannes lék í Noregi, Hollandi, Danmörku og Aserbaídsjan. After 31 years of football it is time to call it a day. It s been a true rollercoaster ride. Family, teammates, coaches, supporters and everybody who helped me on the way, thank you https://t.co/6T9NkLYmMd pic.twitter.com/d0vCO72jqJ— Hannes Halldórsson (@hanneshalldors) March 16, 2022 Hannes lék sinn fyrsta landsleik í september árið 2011, þá orðinn 27 ára gamall, og hélt markinu hreinu í 1-0 sigri gegn Kýpur í undankeppni EM. Skömmu síðar tók Lars Lagerbäck við þjálfun íslenska liðsins og undir hans stjórn varð Hannes einn af lykilmönnunum á bakvið þá velgengni íslenska liðsins sem vakti heimsathygli. Hannes Þór Halldórsson vakti heimsathygli með frammistöðu sinni í 1-1 jafnteflinu gegn Argentínu á HM 2018, í fyrsta HM-leik í sögu Íslands, og myndavélarnar voru á honum þegar hann fagnaði með stuðningsmönnum eftir leik.VÍSIR/VILHELM Hannes lék 77 landsleiki og sló met Birkis Kristinssonar yfir flesta landsleiki íslenskra markvarða. Síðasti landsleikur hans var gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli í september í fyrra. Hannes varð Íslandsmeistari þrisvar sinnum, tvisvar með KR og einu sinni með Val, og bikarmeistari tvisvar með KR. Hann lék alls 205 leiki í efstu deild hér á landi og 39 leiki í neðri deildum, en lék sem atvinnumaður í sex ár áður en hann sneri heim til Íslands snemma árs 2019 og gerði samning við Val sem gilda átti út árið 2022.
Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Tímamót Valur KR Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira