Innlent

Eliza til fundar við Jill Biden í Hvíta húsinu

Atli Ísleifsson skrifar
Eliza Reid forsetafrú.
Eliza Reid forsetafrú. Vísir/Egill

Eliza Reid forsetafrú er nú stödd í bandarísku höfuðborginni Washington DC þar sem hún mun í dag eiga einkafund með Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu.

Í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands segir að tilefni fundarins sé sérstakur viðburður tengdur bandarískum jafnlaunadegi í dag þar sem athygli sé vakin á aðgerðum til að uppræta óleiðréttan launamun kynjanna.

Síðar í vikunni mun forsetafrú taka þátt í landkynningarhátíðinni Taste of Iceland sem fram fer í Washington dagana 17.–20. mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×