Reyna að koma upp flóttaleiðum en segja árásir Rússa linnulausar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. mars 2022 11:08 Milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín frá því að stríðið hófst. AP/Daniel Cole Sautjándi dagur innrásar Rússa í Úkraínu hófst með látum í morgun þar sem loftvarnasírenur ómuðu í flestum borgum Úkraínu. Vonir eru bundnar við að hægt verði að koma upp öruggum flóttaleiðum í dag en yfirvöld segja árásir Rússa gera þeim erfitt fyrir og stofna lífi flóttamanna í hættu. Rússar halda sókn sinni áfram í Kænugarði en varnamálaráðuneyti Bretlands greindi frá því í uppfærslu í morgun að meirihluti herliðs Rússa væri um 25 kílómetra frá miðborg Kænugarðs. Átök áttu sér stað norðvestur af Kænugarði nú í morgunsárið. Svo virðist sem að stór hluti herliðsins sem sást norður við Kænugarð í gær hafi tvístrast og telur ráðuneytið það til marks um að rússneskar hersveitir ætli sér að umkringja borgina. Þó er einnig mögulegt að Rússar óttist gagnárás. Utan Kænugarðs eiga sér nú átök stað víða, til að mynda í Kharkív, Tsjernihiv, Sumy og Mariupol. Í Mariupol vörpuðu rússneskar hersveitir sprengjum á mosku þar sem um áttatíu manns höfðu leitað sér skjóls, flestir þeirra Tyrkir. Í bæjunum Vasylkic og Kryachky nálægt Kænugarði komu upp eldsvoðar í olíubirgðarstöðvum eftir árásir Rússa og í bænum Kvitneve kviknaði sömuleiðis í frystivöruhúsi. Flugherstöð við Vasylkic eyðilagðist við sprengingar. Iryna Vereshchuk, starfandi forsætisráðherra Úkraínu, segir vonir bundnar við það að hægt verði að koma upp öruggum flóttaleiðum víðsvegar um Úkraínu, meðal annars úr Mariupol en illa hefur gengið að flytja fólk þaðan og hafa allar tilraunir mistekist vegna árása Rússa. Þá verða fleiri flóttaleiðir við Kænugarð að því er kemur fram í frétt Reuters en yfirvöld í borginni segja Rússa ekki hafa dregið úr árásum sínum sem gerir þeim erfitt fyrir. Yfirvöld í Rússlandi neita því alfarið að almennir borgarar séu skotmark þeirra. Rúmlega 2,5 milljónir manna hafa þurft að flýja Úkraínu vegna stríðsins. Við fylgjumst vel með stöðu mála í vaktinni á Vísi í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Úkraínuforseti segir stefnu Rússa birtast í ásökunum þeirra gegn öðrum Forseti Úkraínu óttast að ásakanir Rússa um að Úkraínumenn séu að koma sér upp efnavopnum séu undanfari þess að þeir beiti slíkum vopnum í Úkraínu. Biden bandaríkjaforseti segir Putin algerlega hafa misreiknað samstöðu Vesturlanda. Rússar sækja vestur á bóginn í innrásinni. 11. mars 2022 19:21 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Rússar halda sókn sinni áfram í Kænugarði en varnamálaráðuneyti Bretlands greindi frá því í uppfærslu í morgun að meirihluti herliðs Rússa væri um 25 kílómetra frá miðborg Kænugarðs. Átök áttu sér stað norðvestur af Kænugarði nú í morgunsárið. Svo virðist sem að stór hluti herliðsins sem sást norður við Kænugarð í gær hafi tvístrast og telur ráðuneytið það til marks um að rússneskar hersveitir ætli sér að umkringja borgina. Þó er einnig mögulegt að Rússar óttist gagnárás. Utan Kænugarðs eiga sér nú átök stað víða, til að mynda í Kharkív, Tsjernihiv, Sumy og Mariupol. Í Mariupol vörpuðu rússneskar hersveitir sprengjum á mosku þar sem um áttatíu manns höfðu leitað sér skjóls, flestir þeirra Tyrkir. Í bæjunum Vasylkic og Kryachky nálægt Kænugarði komu upp eldsvoðar í olíubirgðarstöðvum eftir árásir Rússa og í bænum Kvitneve kviknaði sömuleiðis í frystivöruhúsi. Flugherstöð við Vasylkic eyðilagðist við sprengingar. Iryna Vereshchuk, starfandi forsætisráðherra Úkraínu, segir vonir bundnar við það að hægt verði að koma upp öruggum flóttaleiðum víðsvegar um Úkraínu, meðal annars úr Mariupol en illa hefur gengið að flytja fólk þaðan og hafa allar tilraunir mistekist vegna árása Rússa. Þá verða fleiri flóttaleiðir við Kænugarð að því er kemur fram í frétt Reuters en yfirvöld í borginni segja Rússa ekki hafa dregið úr árásum sínum sem gerir þeim erfitt fyrir. Yfirvöld í Rússlandi neita því alfarið að almennir borgarar séu skotmark þeirra. Rúmlega 2,5 milljónir manna hafa þurft að flýja Úkraínu vegna stríðsins. Við fylgjumst vel með stöðu mála í vaktinni á Vísi í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Úkraínuforseti segir stefnu Rússa birtast í ásökunum þeirra gegn öðrum Forseti Úkraínu óttast að ásakanir Rússa um að Úkraínumenn séu að koma sér upp efnavopnum séu undanfari þess að þeir beiti slíkum vopnum í Úkraínu. Biden bandaríkjaforseti segir Putin algerlega hafa misreiknað samstöðu Vesturlanda. Rússar sækja vestur á bóginn í innrásinni. 11. mars 2022 19:21 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Úkraínuforseti segir stefnu Rússa birtast í ásökunum þeirra gegn öðrum Forseti Úkraínu óttast að ásakanir Rússa um að Úkraínumenn séu að koma sér upp efnavopnum séu undanfari þess að þeir beiti slíkum vopnum í Úkraínu. Biden bandaríkjaforseti segir Putin algerlega hafa misreiknað samstöðu Vesturlanda. Rússar sækja vestur á bóginn í innrásinni. 11. mars 2022 19:21