Undirgöng fyrir reiðhjólafólk og gangandi kosta hálfan milljarð Kristján Már Unnarsson skrifar 11. mars 2022 15:45 Undirgöngin verða undir Arnarnesveg, sjávarmegin við Hafnarfjarðarveg. Úti og inni arkitektar Undirgöng sem Vegagerðin og Garðabær áforma að gera á Arnarneshæð fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur munu kosta vel yfir hálfan milljarð króna, verði eina tilboðinu sem barst í verkið tekið. Ofan á það bætist undirbúnings-, hönnunar- og eftirlitskostnaður. Tilboðið kom frá Bergi Verktökum og hljóðar upp á 535,7 milljónir króna. Það er 30 prósentum hærra og 125 milljónum króna yfir áætluðum verktakakostnaði upp á 410,8 milljónir króna. Útlitsteikning af undirgöngunum og hjóla- og göngustígunum, sem verða aðskildir.Úti og inni arkitektar/Onno Jafnframt hafa tilboð í eftirlit með verkinu verið opnuð. Fjögur tilboð bárust í eftirlitsþáttinn, það lægsta frá VBV ehf., Kópavogi, upp á 8.4 milljónir króna. Það reyndist vera 84 prósent af 10 milljóna króna áætlun. Verkið er hluti af Samgöngusáttmálanum. Hönnun er í höndum VSB verkfræðistofu, Landslags og Úti Inni arkitekta. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í apríl og verði lokið í desember, að því er fram kom í íbúakynningu Garðabæjar í síðasta mánuði. Hjólreiðamaður á Arnarneshæð í slagviðri. Ef áformin ganga eftir getur hann hjólað í undirgöngum næsta vetur og þarf að erfiða minna við að hjóla yfir hæðina.Vilhelm Gunnarsson „Núverandi göngu- og hjólastígur beggja vegna Arnarnesvegar verður lagfærður og lagður í undirgöng undir veginn. Gatnamót yfir undirgöngum verða jafnframt lagfærð, beygjureinum breytt og gönguleiðir uppfærðar. Hluti af framkvæmdinni er einnig gerð bráðabirgða vega og stíga fyrir umferð akandi, gangandi og hjólandi á framkvæmdatíma. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Garðabæjar,“ segir í útboðslýsingu en þar segir að verkinu skuli að fullu lokið 31. nóvember 2022. Vegagerð Garðabær Hjólreiðar Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Tilboðið kom frá Bergi Verktökum og hljóðar upp á 535,7 milljónir króna. Það er 30 prósentum hærra og 125 milljónum króna yfir áætluðum verktakakostnaði upp á 410,8 milljónir króna. Útlitsteikning af undirgöngunum og hjóla- og göngustígunum, sem verða aðskildir.Úti og inni arkitektar/Onno Jafnframt hafa tilboð í eftirlit með verkinu verið opnuð. Fjögur tilboð bárust í eftirlitsþáttinn, það lægsta frá VBV ehf., Kópavogi, upp á 8.4 milljónir króna. Það reyndist vera 84 prósent af 10 milljóna króna áætlun. Verkið er hluti af Samgöngusáttmálanum. Hönnun er í höndum VSB verkfræðistofu, Landslags og Úti Inni arkitekta. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í apríl og verði lokið í desember, að því er fram kom í íbúakynningu Garðabæjar í síðasta mánuði. Hjólreiðamaður á Arnarneshæð í slagviðri. Ef áformin ganga eftir getur hann hjólað í undirgöngum næsta vetur og þarf að erfiða minna við að hjóla yfir hæðina.Vilhelm Gunnarsson „Núverandi göngu- og hjólastígur beggja vegna Arnarnesvegar verður lagfærður og lagður í undirgöng undir veginn. Gatnamót yfir undirgöngum verða jafnframt lagfærð, beygjureinum breytt og gönguleiðir uppfærðar. Hluti af framkvæmdinni er einnig gerð bráðabirgða vega og stíga fyrir umferð akandi, gangandi og hjólandi á framkvæmdatíma. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Garðabæjar,“ segir í útboðslýsingu en þar segir að verkinu skuli að fullu lokið 31. nóvember 2022.
Vegagerð Garðabær Hjólreiðar Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira