Sport

Treysti sér ekki til að keppa á ÓL eftir að Rússar tóku föður hennar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Úkraínsku keppendurnir á Vetrarólympíumóti fatlaðra kalla hér eftir friði í Úkraínu.
Úkraínsku keppendurnir á Vetrarólympíumóti fatlaðra kalla hér eftir friði í Úkraínu. AP

Anastasia Laletina var að keppa fyrir Úkraínu á Vetrarólympíumóti fatlaða þegar hún fékk slæmar fréttir. Fréttir sem enduðu þáttöku hennar á leikunum.

Faðir Anastasiu er hermaður í úkraínska hernum. Fréttirnar sem bárust til Kína voru að Rússar hefðu tekið faðir hennar fastann í innrás sinni inn í Úkraínu.

„Hún var í mjög miklu uppnámi og gat ekki tekið þátt í sínum greinum,“ sagði í tilkynningu frá Ólympíusambandi fatlaðra í Úkraínu.

Sportbladet

Anastasia átti að keppa í skíðaskotfimi á leikunum. Hennar fyrsta keppni var á þriðjudaginn en ekkert varð að því að hún væri með þá. Nú er ljóst að hún verður ekkert með.

Hún er aðeins nítján ára gömul og það leyndist ekki neinum að örlög föður hennar var henni mikið áfall. Anastasia talaði við lækni úkraínska liðsins og sagði frá stöðu mála. Hún átti mjög erfitt og það var öllum ljóst að hún væri ekki í ástandi til að keppa.

„Þeir hafa barið hann,“ sagði meðal annars í tilkynningunni.

Anastasia var vonast til að geta flogið til Póllands til móts við fjölskyldu sína. Hún var þó enn í Zhangjiakou í gær samkvæmt fréttamiðlum og mun líklega ekki komast heim fyrr en allur úkraínski hópurinn flýgur til Evrópu á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×