Telur varaforsetann stunda atvinnuróg og krefst skýringa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. mars 2022 16:26 Andri Sigurðsson er allt annað en sáttur við ummæli Halldóru Sigríðar Sveinsdóttur. Andri Sigurðsson, hönnuður og félagi í Sósíalistaflokknum, krefst skýringa frá Alþýðusambandi Íslands vegna ummæla sem þriðji varaforseti sambandsins lét hafa eftir sér í viðtali. Hann segir að með ummælunum sé vegið að starfsheiðri hans. Upphaf málsins má rekja til þess að Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, sendi Agnieszku Ewu Ziółkowsku, sitjandi formanni Eflingar, bréf á dögunum og innti eftir útskýringum á ummælum sem hún hefði látið falla á fundi trúnaðarráðs um ráðstöfun fjármuna félagsins. Umrædd ráðstöfnun var greiðslu til Andra upp á um tuttugu milljónir króna fyrir hönnun á nýrri vefsíðu Eflingar auk annarra verkefna. Viðar sagði í viðtali við Mbl.is um helgina að greiðslur til Andra hefðu verið samkvæmt beiðnum starfsfólks og stjórnenda hjá þróunar- og kynningarsviði Eflingar. „Ég á bágt með að skilja hvernig hægt er að gera það tortryggilegt,“ sagði Viðar í samtali við mbl.is. Andri hefur sjálfur sagt að smíði nýrrar vefsíðu haf aðeins verið eitt af fjölmörgum verkefnum sem hann fékk greitt fyrir yfir þriggja ára tímabil. Ásökun væri alvarleg Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar og þriðji varaforseti ASÍ, sagði í framhaldinu í viðtali við Mbl.is að ásökunin væri alvarleg. „Ef fólk hefur eitthvað fyrir sér í þessu, eða ef niðurstaðan verður að það er fjárdráttur hlýtur fólk að hugsa það og kalla til félagsfundar og fara yfir þau mál innan félagsins,“ sagði Halldóra. Andri er vægast sagt ósáttur við ummæli Halldóru og gerir við þau athugasemd í bréfi til Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar 1. varaforseti ASÍ, Ragnars Þórs Ingólfssonar 2. varaforseta ASÍ og fyrrnefndrar Halldóru. „Í viðtalinu kemur Halldóra fram í nafni Alþýðusambandsins og tjáir sig um mín störf í útseldri vinnu til eins af aðildarfélögum ASÍ. Hún talar um mín störf á þeim nótum að þar hafi lög hugsanlega verið brotin og að fjárdráttur hafi átt sér stað. Er ég nefndur á nafn í fréttinni og er ljóst að átt er við vinnu mína fyrir Eflingu - stéttarfélag frá árinu 2019 og fram til janúar á þessu ári við vefhönnun, grafík og fleira,“ segir Andri. Orðrómur um óljósar dylgjur „Enginn aðili hefur stigið fram undir nafni til að setja fram grunsemdir um fjárdrátt í störfum mínum fyrir Eflingu eða að í þeim störfum hafi ekki verið farið að lögum. Til mín hafa engar fyrirspurnir eða upplýsingar borist um slíkt, hvorki frá Eflingu né öðrum, fyrir utan orðróm um að sitjandi formaður Eflingar hafi sett fram einhverjar óljósar dylgjur á trúnaðarráðsfundi í síðasta mánuði.“ Andri hafi hins vegar lesið sér til mikillar furðu fréttaskrif í fjölmiðlum þar sem fram komi nafnlausar gróusögur um hann og hans störf. „Fréttamenn sem skrifuðu þessar fréttir hafa þó aldrei haft samband við mig. Ég get ekki skilið hvers vegna þriðji varaforseti Alþýðusambandins ræðir um mig og mín störf við fjölmiðla og setur þau í samhengi við lögbrot og fjárdrátt.“ Hann telji að með stundi varaforseti atvinnuróg um mig, og misnoti stöðu sína sem málsvari Alþýðusambandsins til þess. „Ég er sjálfstætt starfandi og byggi afkomu mína m.a. á orðspori mínu og þeirrar vinnu sem ég vinn fyrir mína viðskiptavini. Með því að fulltrúi Alþýðusambands Íslands bendli störf mín algjörlega að tilhæfulausu við fjárdrátt og lögbrot er vegið að starfsheiðri mínum og mér gert erfiðara að afla mér lífsviðurværis. Það er fremur nöturlegt að einn af æðstu leiðtogum Alþýðusambands Íslands sýni af sér slíka hegðun og finnst mér spurning hvort það sé sæmandi embætti varaforseta ASÍ.“ Vegna þessa krefst hann skýringa frá Alþýðusambandi Íslands. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Sólveig Anna hellir sér yfir Halldóru Sveinsdóttur Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, sem nú bíður þess að taka aftur við stjórnartaumunum í verkalýðsfélaginu eftir sigur í formannskosningum fyrir nokkru, vandar þriðja varaforseta ASÍ, Halldóru Sveinsdóttur, ekki kveðjurnar í pistli sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. 7. mars 2022 16:14 Krefur Agnieszku útskýringa á ummælum á trúnaðarráðsfundi Agnieszku Ewu Ziółkowsku, sitjandi formanni Eflingar, hefur borist bréf þar sem hún er innt eftir útskýringum á ummælum sem hún lét falla á fundi trúnaðarráðs um ráðstöfun fjármuna félagsins. 4. mars 2022 09:07 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Upphaf málsins má rekja til þess að Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, sendi Agnieszku Ewu Ziółkowsku, sitjandi formanni Eflingar, bréf á dögunum og innti eftir útskýringum á ummælum sem hún hefði látið falla á fundi trúnaðarráðs um ráðstöfun fjármuna félagsins. Umrædd ráðstöfnun var greiðslu til Andra upp á um tuttugu milljónir króna fyrir hönnun á nýrri vefsíðu Eflingar auk annarra verkefna. Viðar sagði í viðtali við Mbl.is um helgina að greiðslur til Andra hefðu verið samkvæmt beiðnum starfsfólks og stjórnenda hjá þróunar- og kynningarsviði Eflingar. „Ég á bágt með að skilja hvernig hægt er að gera það tortryggilegt,“ sagði Viðar í samtali við mbl.is. Andri hefur sjálfur sagt að smíði nýrrar vefsíðu haf aðeins verið eitt af fjölmörgum verkefnum sem hann fékk greitt fyrir yfir þriggja ára tímabil. Ásökun væri alvarleg Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar og þriðji varaforseti ASÍ, sagði í framhaldinu í viðtali við Mbl.is að ásökunin væri alvarleg. „Ef fólk hefur eitthvað fyrir sér í þessu, eða ef niðurstaðan verður að það er fjárdráttur hlýtur fólk að hugsa það og kalla til félagsfundar og fara yfir þau mál innan félagsins,“ sagði Halldóra. Andri er vægast sagt ósáttur við ummæli Halldóru og gerir við þau athugasemd í bréfi til Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar 1. varaforseti ASÍ, Ragnars Þórs Ingólfssonar 2. varaforseta ASÍ og fyrrnefndrar Halldóru. „Í viðtalinu kemur Halldóra fram í nafni Alþýðusambandsins og tjáir sig um mín störf í útseldri vinnu til eins af aðildarfélögum ASÍ. Hún talar um mín störf á þeim nótum að þar hafi lög hugsanlega verið brotin og að fjárdráttur hafi átt sér stað. Er ég nefndur á nafn í fréttinni og er ljóst að átt er við vinnu mína fyrir Eflingu - stéttarfélag frá árinu 2019 og fram til janúar á þessu ári við vefhönnun, grafík og fleira,“ segir Andri. Orðrómur um óljósar dylgjur „Enginn aðili hefur stigið fram undir nafni til að setja fram grunsemdir um fjárdrátt í störfum mínum fyrir Eflingu eða að í þeim störfum hafi ekki verið farið að lögum. Til mín hafa engar fyrirspurnir eða upplýsingar borist um slíkt, hvorki frá Eflingu né öðrum, fyrir utan orðróm um að sitjandi formaður Eflingar hafi sett fram einhverjar óljósar dylgjur á trúnaðarráðsfundi í síðasta mánuði.“ Andri hafi hins vegar lesið sér til mikillar furðu fréttaskrif í fjölmiðlum þar sem fram komi nafnlausar gróusögur um hann og hans störf. „Fréttamenn sem skrifuðu þessar fréttir hafa þó aldrei haft samband við mig. Ég get ekki skilið hvers vegna þriðji varaforseti Alþýðusambandins ræðir um mig og mín störf við fjölmiðla og setur þau í samhengi við lögbrot og fjárdrátt.“ Hann telji að með stundi varaforseti atvinnuróg um mig, og misnoti stöðu sína sem málsvari Alþýðusambandsins til þess. „Ég er sjálfstætt starfandi og byggi afkomu mína m.a. á orðspori mínu og þeirrar vinnu sem ég vinn fyrir mína viðskiptavini. Með því að fulltrúi Alþýðusambands Íslands bendli störf mín algjörlega að tilhæfulausu við fjárdrátt og lögbrot er vegið að starfsheiðri mínum og mér gert erfiðara að afla mér lífsviðurværis. Það er fremur nöturlegt að einn af æðstu leiðtogum Alþýðusambands Íslands sýni af sér slíka hegðun og finnst mér spurning hvort það sé sæmandi embætti varaforseta ASÍ.“ Vegna þessa krefst hann skýringa frá Alþýðusambandi Íslands.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Sólveig Anna hellir sér yfir Halldóru Sveinsdóttur Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, sem nú bíður þess að taka aftur við stjórnartaumunum í verkalýðsfélaginu eftir sigur í formannskosningum fyrir nokkru, vandar þriðja varaforseta ASÍ, Halldóru Sveinsdóttur, ekki kveðjurnar í pistli sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. 7. mars 2022 16:14 Krefur Agnieszku útskýringa á ummælum á trúnaðarráðsfundi Agnieszku Ewu Ziółkowsku, sitjandi formanni Eflingar, hefur borist bréf þar sem hún er innt eftir útskýringum á ummælum sem hún lét falla á fundi trúnaðarráðs um ráðstöfun fjármuna félagsins. 4. mars 2022 09:07 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Sólveig Anna hellir sér yfir Halldóru Sveinsdóttur Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, sem nú bíður þess að taka aftur við stjórnartaumunum í verkalýðsfélaginu eftir sigur í formannskosningum fyrir nokkru, vandar þriðja varaforseta ASÍ, Halldóru Sveinsdóttur, ekki kveðjurnar í pistli sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. 7. mars 2022 16:14
Krefur Agnieszku útskýringa á ummælum á trúnaðarráðsfundi Agnieszku Ewu Ziółkowsku, sitjandi formanni Eflingar, hefur borist bréf þar sem hún er innt eftir útskýringum á ummælum sem hún lét falla á fundi trúnaðarráðs um ráðstöfun fjármuna félagsins. 4. mars 2022 09:07