Vaktin: Pepsi, Coca-Cola, McDonalds og fleiri loka í Rússlandi Samúel Karl Ólason, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Eiður Þór Árnason og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 8. mars 2022 23:00 Rússar gæða sér á McDonalds í Moskvu. EPA/MAXIM SHIPENKOV Rússar hafa hótað að skrúfa fyrir gasútflutning til Evrópu en Evrópuríkin, Bandaríkin og Japan íhuga nú að hætta að kaupa olíu frá Rússlandi. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu tíðindi: Forsvarsmenn nokkurra stórra alþjóðlegra fyrirtækja tilkynntu að starfsemi fyrirtækanna yrði stöðvuð eða takmörkuð í Rússlandi. Þar á meðal eru Pepsi, Coca-Cola, McDonalds og Starbucks. Vladimír Pútín er ekki klikkaður. Það er samkvæmt William J. Burns, yfirmanni bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Burns ræddi við meðlimi leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag um hugarástand Pútíns. Pólverjar ætla að senda orrustuþotur til Þýskalands en þaðan munu Bandaríkjamenn koma þeim til Úkraínu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði breska þingmenn í þingsal í dag, fyrstur erlendra þjóðarleiðtoga og hét því að berjast til hins síðasta. Þá óskaði hann eftir frekari aðstoð Breta. Úkraínski herinn segir að verulega hafi hægt á sókn rússneskra hersveita. Harðir bardagar standi þó enn yfir víða í landinu. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að minnst 474 almennir borgarar hafi farist frá því að innrásin hófst 24. febrúar. Fjölgar þeim látnu um 68 milli daga. Þá er talið að minnst 861 almennur borgari hafi særst í átökunum. Bandaríkjaforseti kynnti í dag innflutningsbann á olíu frá Rússlandi. Bretar hyggjast fasa út olíuinnflutningi frá Rússlandi fyrir lok þessa árs. Ríki Evrópusambandsins stefna að því að minnka gasinnflutning frá ríkinu um 66% fyrir lok 2022. Bandaríkjamenn telja að Rússar hafi misst tvö til fjögur þúsund hermenn í stríðinu í Úkraínu. Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War spáir því að Rússar muni láta til skarar skríða gegn Kænugarði einhvern tímann á næstu fjórum dögum. Rússneskar hersveitir hafi safnast saman austur, norðvestur og vestur af borginni. Hér má finna vakt gærdagsins. Staðan í Úkraínu.Vísir
Helstu tíðindi: Forsvarsmenn nokkurra stórra alþjóðlegra fyrirtækja tilkynntu að starfsemi fyrirtækanna yrði stöðvuð eða takmörkuð í Rússlandi. Þar á meðal eru Pepsi, Coca-Cola, McDonalds og Starbucks. Vladimír Pútín er ekki klikkaður. Það er samkvæmt William J. Burns, yfirmanni bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Burns ræddi við meðlimi leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag um hugarástand Pútíns. Pólverjar ætla að senda orrustuþotur til Þýskalands en þaðan munu Bandaríkjamenn koma þeim til Úkraínu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði breska þingmenn í þingsal í dag, fyrstur erlendra þjóðarleiðtoga og hét því að berjast til hins síðasta. Þá óskaði hann eftir frekari aðstoð Breta. Úkraínski herinn segir að verulega hafi hægt á sókn rússneskra hersveita. Harðir bardagar standi þó enn yfir víða í landinu. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að minnst 474 almennir borgarar hafi farist frá því að innrásin hófst 24. febrúar. Fjölgar þeim látnu um 68 milli daga. Þá er talið að minnst 861 almennur borgari hafi særst í átökunum. Bandaríkjaforseti kynnti í dag innflutningsbann á olíu frá Rússlandi. Bretar hyggjast fasa út olíuinnflutningi frá Rússlandi fyrir lok þessa árs. Ríki Evrópusambandsins stefna að því að minnka gasinnflutning frá ríkinu um 66% fyrir lok 2022. Bandaríkjamenn telja að Rússar hafi misst tvö til fjögur þúsund hermenn í stríðinu í Úkraínu. Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War spáir því að Rússar muni láta til skarar skríða gegn Kænugarði einhvern tímann á næstu fjórum dögum. Rússneskar hersveitir hafi safnast saman austur, norðvestur og vestur af borginni. Hér má finna vakt gærdagsins. Staðan í Úkraínu.Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira