Vill að úkraínskt flóttafólk fái atvinnuleyfi við komuna til landsins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. mars 2022 19:33 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, setur spurningamerki við að flóttafólkið fái ekki atvinnuleyfi strax. Vísir/Vilhelm Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að flóttafólk frá Úkraínu fái atvinnuleyfi við komuna til landsins. Hann segir stjórnvöld vísa fólki leið sem feli í sér minni réttindi en það eigi rétt á. Búist er við að tvö til fimm þúsund úkraínskir flóttamenn muni leita hingað til lands á næstunni. Yfirvöld hafa virkjað 44. grein útlendingalaga sem kveður á um sameiginlega vernd vegna fjöldaflótta fólks frá ákveðnum svæðum. Fólk frá Úkraínu fær þar með sjálfkrafa vernd hér á landi eftir breytinguna og þarf ekki að fara í gegn um umsóknarferli. Með greininni fær fólk ekki sjálfkrafa atvinnuleyfi, sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata, gagnrýndi á Alþingi í dag. „Með því að virkja þessa grein og beina öllu flóttafólki frá Úkraínu þessa leið er vissulega verið að létta undir með Útlendingastofnun og yfirvöldum að afgreiða umsóknir mjög hratt en það er ekki endilega til hægðarauka né í raun fólkinu frá Úkraínu fyrir bestu enda eiga þau rétt á ríkari vernd,“ sagði Þórhildur Sunna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hvetur til viðbótarverndar „Þau eiga rétt á svokallaðri viðbótarvernd, sem er það sama í raun og að fá stöðu flóttamanns. Því fylgir til dæmis atvinnuleyfi, töluvert meira öryggi og fjögurra ára dvalarleyfi sem er ekki að finna í þessu leyfi vegna mannúðarsjónarmiða,“ segir Þórhildur. „Ég setti spurningarmerki við það að þau þurfi að reiða sig á aðstoð frá sveitarfélögum frekar en að þau geti ef þau vilja farið strax í að leita sér að atvinnu og fá meira öryggi en verið er að leggja til. Auðvitað fagna ég því að verið sé að taka á móti flóttafólki frá Úkraínu en okkur ber lögbundin skylda til að gera það, það er ekki eins og þetta sé sjálfbundin ákvörðun heldur er það augljóst að við þurfum að taka á móti flóttafólki.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, bendir á að með virkjun greinarinnar sé hægt að flýta ferlinu og flýta því að fólk komist inn í íslenskt samfélag. „Ég setti á stofn aðgerðahóp milli ráðuneyta og sveitarfélaga, ráðið Gylfa Þór Þorsteinsson forstöðumann sóttvarnahúsanna til að leiða þetta starf. Við ætlum að taka vel á móti þessu fólki,“ segir Guðmundur. Mikilvægasta verkefnið núna að taka á móti fólkinu Hann tekur undir með Þórhildi varðandi atvinnuleyfin og segist vilja tryggja flóttafólkinu slíkt en þær breytingar þurfi að fara fram í gegn um Alþingi. „Ég vona að við séum öll sammála um það að við ætlum okkur að taka á móti fólkinu, við ætlum að taka vel á móti því og það er verkefnið núna.“ Gylfi Þór Þorsteinsson hefur eins og áður segir verið ráðinn af ráðuneytinu til að fara fyrir aðgerðahópi um móttöku flóttafólksins. Hann sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að enn sé óljóst hve margir úkraínskri flóttamenn muni koma hingað til lands. Spárnar séu á milli tvö og fimm þúsund manns en það geti verið fleiri eða færri. „Stærstu vekrefnin verða að finna þessu fólki skjól, að koma þaki yfir höfuð þess og hlúa að þeim, bæði andlega og líkamlega. Sú vinna er hafin,“ segir Gylfi. Töluverður fjöldi þeirra sem þegar séu hingað komnir hafi leitað skjóls hjá ættingjum og vinum en alltaf verði einhverjir sem þurfi á aðstoð yfirvalda að halda. Nefndin sé farin að leita að húsnæði fyrir flóttamennina. „Við höfum leitað til félagasamtaka, einstaklinga og hvað eina. Við munum opna vefgátt hugsanlega í kvöld en líklega ekki fyrr en á morgun þar sem fólk getur lagt okkur lið væði varðandi húsnæði og annað og við þurfum á öllu slíku að halda.“ Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Alþingi Úkraína Rússland Píratar Tengdar fréttir Safna fyrir fatlað fólk í Úkraínu Þroskahjálp, Átak - félag fólks með þroskahömlun, TABÚ og Öryrkjabandalag Íslands hafa sett af stað söfnun fyrir fatlað fólk í Úkraínu. Þau segja fatlað fólk sérstaklega berskjaldað í stríðsátökum og stöðu þess í Úkraínu grafalvarlega. 7. mars 2022 17:58 Ein mesta gjaldeyrissala í meira en áratug til að sporna gegn veikingu krónunnar Seðlabanki Íslands beitti ítrekuðum inngripum á gjaldeyrismarkaði í dag til að vega á móti miklum þrýstingi til lækkunar á gengi krónunnar en hún féll engu að síður í verði um liðlega 1,5 til 1,9 prósent gagnvart evrunni og Bandaríkjadal. 7. mars 2022 17:57 Heiðraði óttaleysi og mótstöðu Úkraínu á sýningu Balenciaga „Stríðið í Úkraínu hefur vakið upp gamlan sársauka frá fyrri áföllum sem ég hef gengið um með mér síðan 1993 þegar hið sama gerðist í heimalandi mínu og ég gerðist hinn eilífi hælisleitandi. Hinn eilífi, vegna þess að þetta býr inni í þér,“ skrifaði yfirhönnuður Balenciaga á hvert einasta sæti gesta á haust og vetrar sýningu tískurisans í París á dögunum. 7. mars 2022 15:13 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Yfirvöld hafa virkjað 44. grein útlendingalaga sem kveður á um sameiginlega vernd vegna fjöldaflótta fólks frá ákveðnum svæðum. Fólk frá Úkraínu fær þar með sjálfkrafa vernd hér á landi eftir breytinguna og þarf ekki að fara í gegn um umsóknarferli. Með greininni fær fólk ekki sjálfkrafa atvinnuleyfi, sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata, gagnrýndi á Alþingi í dag. „Með því að virkja þessa grein og beina öllu flóttafólki frá Úkraínu þessa leið er vissulega verið að létta undir með Útlendingastofnun og yfirvöldum að afgreiða umsóknir mjög hratt en það er ekki endilega til hægðarauka né í raun fólkinu frá Úkraínu fyrir bestu enda eiga þau rétt á ríkari vernd,“ sagði Þórhildur Sunna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hvetur til viðbótarverndar „Þau eiga rétt á svokallaðri viðbótarvernd, sem er það sama í raun og að fá stöðu flóttamanns. Því fylgir til dæmis atvinnuleyfi, töluvert meira öryggi og fjögurra ára dvalarleyfi sem er ekki að finna í þessu leyfi vegna mannúðarsjónarmiða,“ segir Þórhildur. „Ég setti spurningarmerki við það að þau þurfi að reiða sig á aðstoð frá sveitarfélögum frekar en að þau geti ef þau vilja farið strax í að leita sér að atvinnu og fá meira öryggi en verið er að leggja til. Auðvitað fagna ég því að verið sé að taka á móti flóttafólki frá Úkraínu en okkur ber lögbundin skylda til að gera það, það er ekki eins og þetta sé sjálfbundin ákvörðun heldur er það augljóst að við þurfum að taka á móti flóttafólki.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, bendir á að með virkjun greinarinnar sé hægt að flýta ferlinu og flýta því að fólk komist inn í íslenskt samfélag. „Ég setti á stofn aðgerðahóp milli ráðuneyta og sveitarfélaga, ráðið Gylfa Þór Þorsteinsson forstöðumann sóttvarnahúsanna til að leiða þetta starf. Við ætlum að taka vel á móti þessu fólki,“ segir Guðmundur. Mikilvægasta verkefnið núna að taka á móti fólkinu Hann tekur undir með Þórhildi varðandi atvinnuleyfin og segist vilja tryggja flóttafólkinu slíkt en þær breytingar þurfi að fara fram í gegn um Alþingi. „Ég vona að við séum öll sammála um það að við ætlum okkur að taka á móti fólkinu, við ætlum að taka vel á móti því og það er verkefnið núna.“ Gylfi Þór Þorsteinsson hefur eins og áður segir verið ráðinn af ráðuneytinu til að fara fyrir aðgerðahópi um móttöku flóttafólksins. Hann sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að enn sé óljóst hve margir úkraínskri flóttamenn muni koma hingað til lands. Spárnar séu á milli tvö og fimm þúsund manns en það geti verið fleiri eða færri. „Stærstu vekrefnin verða að finna þessu fólki skjól, að koma þaki yfir höfuð þess og hlúa að þeim, bæði andlega og líkamlega. Sú vinna er hafin,“ segir Gylfi. Töluverður fjöldi þeirra sem þegar séu hingað komnir hafi leitað skjóls hjá ættingjum og vinum en alltaf verði einhverjir sem þurfi á aðstoð yfirvalda að halda. Nefndin sé farin að leita að húsnæði fyrir flóttamennina. „Við höfum leitað til félagasamtaka, einstaklinga og hvað eina. Við munum opna vefgátt hugsanlega í kvöld en líklega ekki fyrr en á morgun þar sem fólk getur lagt okkur lið væði varðandi húsnæði og annað og við þurfum á öllu slíku að halda.“
Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Alþingi Úkraína Rússland Píratar Tengdar fréttir Safna fyrir fatlað fólk í Úkraínu Þroskahjálp, Átak - félag fólks með þroskahömlun, TABÚ og Öryrkjabandalag Íslands hafa sett af stað söfnun fyrir fatlað fólk í Úkraínu. Þau segja fatlað fólk sérstaklega berskjaldað í stríðsátökum og stöðu þess í Úkraínu grafalvarlega. 7. mars 2022 17:58 Ein mesta gjaldeyrissala í meira en áratug til að sporna gegn veikingu krónunnar Seðlabanki Íslands beitti ítrekuðum inngripum á gjaldeyrismarkaði í dag til að vega á móti miklum þrýstingi til lækkunar á gengi krónunnar en hún féll engu að síður í verði um liðlega 1,5 til 1,9 prósent gagnvart evrunni og Bandaríkjadal. 7. mars 2022 17:57 Heiðraði óttaleysi og mótstöðu Úkraínu á sýningu Balenciaga „Stríðið í Úkraínu hefur vakið upp gamlan sársauka frá fyrri áföllum sem ég hef gengið um með mér síðan 1993 þegar hið sama gerðist í heimalandi mínu og ég gerðist hinn eilífi hælisleitandi. Hinn eilífi, vegna þess að þetta býr inni í þér,“ skrifaði yfirhönnuður Balenciaga á hvert einasta sæti gesta á haust og vetrar sýningu tískurisans í París á dögunum. 7. mars 2022 15:13 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Safna fyrir fatlað fólk í Úkraínu Þroskahjálp, Átak - félag fólks með þroskahömlun, TABÚ og Öryrkjabandalag Íslands hafa sett af stað söfnun fyrir fatlað fólk í Úkraínu. Þau segja fatlað fólk sérstaklega berskjaldað í stríðsátökum og stöðu þess í Úkraínu grafalvarlega. 7. mars 2022 17:58
Ein mesta gjaldeyrissala í meira en áratug til að sporna gegn veikingu krónunnar Seðlabanki Íslands beitti ítrekuðum inngripum á gjaldeyrismarkaði í dag til að vega á móti miklum þrýstingi til lækkunar á gengi krónunnar en hún féll engu að síður í verði um liðlega 1,5 til 1,9 prósent gagnvart evrunni og Bandaríkjadal. 7. mars 2022 17:57
Heiðraði óttaleysi og mótstöðu Úkraínu á sýningu Balenciaga „Stríðið í Úkraínu hefur vakið upp gamlan sársauka frá fyrri áföllum sem ég hef gengið um með mér síðan 1993 þegar hið sama gerðist í heimalandi mínu og ég gerðist hinn eilífi hælisleitandi. Hinn eilífi, vegna þess að þetta býr inni í þér,“ skrifaði yfirhönnuður Balenciaga á hvert einasta sæti gesta á haust og vetrar sýningu tískurisans í París á dögunum. 7. mars 2022 15:13